Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 67
ÞRIÐJUDAGUR 21. desember 2004 James Brown hefur gengist undir skurðaðgerð vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Dr. James Bennett sagði gömlu soul-kempuna vera að hvílast eftir aðgerðina. „Við búumst við að hann nái fullum bata,“ sagði læknirinn. „Með réttri læknismeðferð og umönnun getum við búist að hann nái sér að fullu.“ „Ég hef gengið í gegnum margt um ævina og mun líka komast í gegnum þetta,“ sagði söngvarinn fyrir aðgerðina. Hann kom nýlega úr tveggja vikna tónleikaferðalagi um Kanada og búist er við að hann taki að minnsta kosti þrjár vikur í hvíld eftir aðgerðina. „Hr. Brown hefur alltaf verið harður af sér og við erum sann- færð um að hann verði í fullu fjöri í 50 ár í viðbót,“ sagði um- boðsmaður söngvarans, „Super- Frank“ Copsidas. Brown greindist með krabba- mein í blöðruhálskirtli í síðustu viku. Hann stefnir enn á tón- leikaferðalag í Asíu og Ástralíu á næsta ári og gefur út ævisögu sína í næsta mánuði. ■ JAMES BROWN Læknirinn segir allar líkur á að gamla soul-kempan nái sér að fullu eftir aðgerðina. James Brown býst við fullum bata Hljómsveitin Tenderfoot hefur gert útgáfusamning við breska fyrirtækið One Little Indian. Mun plata sveitarinnar, „Without Gravity“ koma út í Evrópu og Jap- an í lok febrúar á næsta ári. „Þetta var alltaf stefnan,“ seg- ir Karl Hákonarson, söngvari og gítarleikari Tenderfoot, um nýja samninginn. „Við vorum alltaf að vonast til að þetta myndi takast. Þetta eru gleðileg tíðindi.“ Hann segist þó ekkert vera að velta fyrir sér að slá í gegn í útlöndum. „Við erum ekkert að spá neitt í því. Það er gaman að fá tækifæri til að fara út og spila fyrir nýtt fólk.“ Tenderfoot hefur undanfarið vakið nokkra athygli erlendis, meðal annars í Bandaríkjunum. Kannski ekki skrítið því tónlist sveitarinnar hefur oft verið lýst sem nokkurs konar anga af sveita- tónlist. Um miðjan febrúar spilar Tenderfoot á tónleikahátíðinni By:Larm í Noregi ásamt Jan Mayen og Mugison og þar á eftir heldur hún nokkra tónleika í Bret- landi. Ekki er þó víst hvort eða hvenær sveitin fer til Bandaríkj- anna til að fylgja eftir nýju plöt- unni. Að sögn Karls var platan tekin upp í sumar en síðustu tvö til þrjú árin hafði Tenderfoot eingöngu spilað á tónleikum. Tvö lög voru samin við upptökur á plötunni og á endanum voru ellefu lög valin úr þeim sextán sem til voru. Karl ját- ar að meðlimir sveitarinnar hlusti töluvert á sveitatónlist og ýmis- legt annað tengt þeim. Nefnir hann til sögunnar áhrifavalda á borð við Neil Young, Crosby, Stills & Nash, Bob Dylan og Elliott Smith. Tónlist Tenderfoot er að mestu leyti órafmögnuð og skapar það að vonum sérstæða stemningu. Karl, sem áður var í hljómsveitinni Útópíu ásamt gít- arleikaranum Konna, sér ekki fram á að rafmagnsgítarar fari að hljóma hjá þeim í bráð en úti- lokar það þó ekki. „Ef fílingur- inn verður þannig. Það er ekki gott að binda sig í einhverju einu.“ freyr@frettabladid.is TENDERFOOT Hljómsveitin Tenderfoot hefur gert útgáfusamning við One Little Indian. ■ TÓNLIST Útgáfusamningur og tónleikaferð 66-67 (50-51) FOLK 20.12.2004 18:52 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.