Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 68
Fjarstæðukenndir smátextar Óskars Árna Óskarssonar eru sprottnir upp úr undarlegum og allt að því ógnvekjandi við- burðum í mannlífi og nátt- úrufari undanfarið. „Sumt af þessum textum er kannski svolítið skylt vísinda- skáldskap. Aðrir eru bara stuttar gamansögur sem vonandi hafa þó einhverja sökku,“ segir Óskar Árni Óskarsson um bók sína, Truflanir í Vetrarbrautinni, sem Bjartur gefur út. Truflanir í Vetrarbrautinni er þriðja bókin sem Óskar Árni sendir frá sér með stuttum prósatextum, að ónefndum ljóða- bókum og þýðingum af ýmsu tagi. Árið 1997 kom út Vegurinn til Hólmavíkur, sem er byggð upp á ferðamyndum og minningar- brotum. Fyrir tveimur árum kom síðan út Lakkrísgerðin, þar sem einnig er að finna stuttar sögur. „Þó má segja að þær séu jarð- bundnari en er í þessari nýju bók, sem snýst meira um ýmiss konar fjarstæður, bæði í mannheimum og öllu umhverfi okkur og sjálfri Vetrarbrautinni.“ Bókin skiptist í þrjá hluta, sem heita Umbreytingar, Möguleikar og Skekkjur. Þar segir meðal ann- ars frá ástríkum fjölskylduföður sem á heima í næsta húsi við sjálf- an sig og veit því aldrei út úr hvoru húsinu hann kemur á morgnana. Í annarri sögu segir frá því þegar húsin í bænum fara skyndilega að flytjast á milli hverfa. „Millikaflinn, sem heitir Skekkjur, er meira í ljóðrænum anda en hinir hlutar bókarinnar. Mér fannst ég þurfa að brjóta þetta svolítið upp því annars yrði bókin kannski of einhæf.“ Óhætt er að segja Óskar Árna lifa og hrærast í bókum, því hann gegnir hálfu starfi bókavarðar í Þjóðarbókhlöðunni meðfram því að skrifa sjálfur bækur. Hann hefur þó tekið eftir alls kyns undarlegum hlutum, sem átt hafa sér stað hafa á síðustu misser- um í veröldinni handan bóka- heimsins. „Þessir fjarstæðutextar eru sprottnir upp úr ýmsu sem er að gerast í kringum okkur, bæði í nátturufari og tilraunum með manninn. Það er kannski kveikjan. Allt gerist svo hratt núna, bæði í mannslíkamanum og ýmsum líf- fræðilegum rannsóknum, og þetta virðist vera líka í alheiminum.“ Óskar Árni neitar því ekki að fjarstæðukennt ástand hafi að öll- um líkindum fylgt mannkyninu svo lengi sem það hefur verið til. „Vissulega er það rétt, að á öll- um tímum er eitthvað stórkostlegt að gerast og heimsendir er alltaf yfirvofandi. Því má ekki gleyma þegar maður er að hugsa um sam- tímann og núið. En samt verður maður að vera á varðbergi og hafa augun opin. Maðurinn anar svo hratt fram oft á tíðum að það er engin hugsun á bak við neitt nema þá helst einhver stundargróði.“ ■ 52 21. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR EKKI MISSA AF… Sýningunni Ný íslensk mynd- list: um manninn, veruleikann og ímyndina í Listasafni Íslands. Á sýning- unni er varpað ljósi á þá nýsköpun sem hef- ur átt sér stað í ís- lenskri myndlist síðasta áratug. Hver eru viðfangsefnin, hvernig er upplifun þeirra á umhverfinu og hvernig endurspeglast hún í listinni. Amazing Race klukkan 20.00 á Stöð 2. Aðeins þrjú lið eftir sem öll eru harðákveðin í að vinna keppnina og leikurinn því orðinn óvæginn og gríðarlega spenn- andi. Lokatónleikar 10 Hertz að þessu sinni verða í Víðistaðakirkju í kvöld klukkan 23.30. 10 Hertz er nafnið á hádegis- og miðnæturtónleikum sem Margrét Sigurðardóttir sópransöngkona og Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari hafa flutt í Vídalínskirkju og Víðistaðakirkju á sein- ustu dögum. Tónleikarnir eru hugsaðir sem hvíld frá jólaamstrinu, en nafn tónleikanna er dregið af því að tíðni heilabylgna sem við gefum frá okkur í hvíld er um 10 hertz. Á efnisskránni er falleg aðventu- og jólatón- list frá ýmsum löndum, þar sem koma við sögu tónskáldin Poulenc, Britten og Sigvaldi Kaldalóns ásamt fleirum. Tónleikarnir eru um 40 mínútur í flutningi. Margrét lauk framhaldsnámi í klassískum söng frá Royal Academy of Music í London síðastlið vor, þaðan sem hún útskrifaðist með láði. Í febrúar mun Margrét fara með hlutverk Barbarínu í Brúðkaupi Fígarós í óperuhúsinu í Cork á Írlandi. Gunnhildur hóf nám sitt 13 ára undir leið- sögn Elísabetar Waage. Hún lauk Bachelor- prófi með láði árið 2002 og meistaraprófi vor- ið 2004 frá Tónlistarskólanum í Amsterdam. Verð á tónleikana er 900 krónur en ókeypis fyrir börn, eldri borgara og öryrkja Kl. 20.45 Í Mósaík í Ríkissjónvarpinu verða tvær íslenskar athafnakonur sem fengist hafa við leikstjórn og myndbandagerð í Dan- mörku heimsóttar. Valur Gunnarsson, rit- stjóri og tónlistarmaður, segir frá eftirlæti sínu. Litið er inn á æfingu á söngleiknum Óliver hjá Leikfélagi Akureyrar, Gyrðir Elíasson flytur ljóð og Kristinn Árnason leikur á klassískan gítar. menning@frettabladid.is Kyrrðartónar um miðnætti Maður verður að vera á varðbergi ! Hjá Máli og menningu er kominút í kilju metsölubókin Stormur eftir Einar Kárason. Eyvindur Jóns- son Stormur; gustmikill sagnamaður ef lítill iðjumaður, er í forgrunni þessarar kraftmiklu samtímasögu. Að Eyvindi Stormi safnast alls konar lið. Og fyrir eina jólavertíðina vantar bókaforlag litríkan höfund og vinun- um verður hugsað til Storms. NÝJAR BÆKUR Tilfinningar hjónanna á Ytri-Löngu- mýri í Blöndudal við fæðingu stúlku- barns árið 1858 hafa sjálfsagt verið blendnar. Stúlkan virtist vansköpuð og vart hugað líf í fyrstu. En hún lifði, reyndist dvergvaxin. Slíkt barn gat ekki átt glæsta framtíð fyrir sér, þyrfti að búa við fordóma og erfiðleika um aldur og ævi og yrði í besta falli vinnukona. Ólöf Sölvadóttur sem hér var borin átti þó aðra framtíð fyr- ir höndum. Átján vetra fluttist hún með fjölskyldu sinni til Vínlandsins góða þar sem líf hennar tók meiri- háttar stefnubreytingu; og upp hófst ævintýraleg saga lyga og pretta. Fyrst ferðaðist hún með fjölleikahúsi sem sýningargripur en hennar beið annar frami. Í landi draumanna varð Ólöf þekkt sem merkur fyrirlesari - eini eskimóinn í gjörvallri Ameríku sem þóttist geta sagt satt og rétt frá að- stæðum í Grænlandi, í villta norðr- inu. Hún skýrði smáan vöxt sinn með uppdiktuðum uppruna, hún kvaðst vera eskimói. Eskimóar væru smávaxnir með hnýttar hendur, enda þyrftu börnin að sitja í keng í snjóhúsum árum saman og gætu sig hvergi hrært. Hún hélt ekki aðeins fyrirlestra í þúsundatali, heldur gaf hún og út ævisögu sína, mestmegn- is uppspuna. Þessi litla kona hefur haft ótrúlegt ímyndunarafl og leik- hæfileika því Ólöf lifði með lyginni fram til dauðadags, er hún var 75 ára. Inga Dóra Björnsdóttir rekur í bók sinni sögu þessarar makalausu manneskju og stórlygara og setur í samhengi við samfélag þess tíma. Hún setur lesandann inn í aðstæður bæði á Íslandi og í Ameríku og var sérstaklega áhugavert að lesa um menningu og andrúmsloft í nýju heimsveldi á miklu uppbyggingar- skeiði. Frásögnin er einföld í sniðum og auðskilin, en lendir stundum í eins konar ritgerðarstíl. Er höfundur þá að draga saman efnisatriði frá- sagnarinnar sem höfðu komist skýrt til skila áður. Finnst undirritaðri óþarflega mikið af endursögnum og uppsúmmeringum eins og tíðkast einmitt í rannsóknarritgerðum. Kannski eru þetta léttvægir ann- markar. Höfundur bendir á að íslenska samfélagið vestra, fjölskylda Ólafar og vinir hafi tekið þátt í að sveipa lífssögu hennar dulúð. Undarlega lít- ið virðist hafa verið til af persónuleg- um heimildum um Ólöfu enda sleit hún líklega algjörlega sambandi við fjölskyldu sína er hún steig að fullu inn í heim blekkingarinnar. Inga Dóra verður þess vegna að púsla saman sögulegum heimildum og búa til kjöt á beinin, ef svo má segja, með getgátum og ályktunum. Þess- ar ágiskanir Ingu Dóru um tilfinn- ingalíf Ólafar og áhrif uppeldis virka misvel; trúverðugleiki þeirra er undir lesandanum kominn. Hugleiðingar höfundar um þessi mál gæða per- sónuna Ólöfu þó lífi sem sjálfsagt hefði verið erfitt að vekja ef Inga Dóra hefði aðeins rakið staðreyndir úr kirkjubókum og öðrum þurrum heimildum. Ævisaga Ólafar eskimóa er stórmerkileg, hvað sem öðru líður - það ætti engum að leiðast lygin þessi. ■ MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR OG GUNNHILDUR EINARSDÓTTIR Bókmenntir Melkorka Óskarsdóttir Ólöf eskimói – Ævisaga íslensks dvergs í Vesturheimi Höfundur: Inga Dóra Björnsdóttir Útgefandi: Mál og menning INGA DÓRA BJÖRNSDÓTTIR Engum leiðist lygin þessi ÓSKAR ÁRNI ÓSKARSSON „Truflanir í Vetrarbrautinni“ nefnist ný bók Óskars Árna Óskarssonar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI 68-69 (52-53) Menning 20.12.2004 20:23 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.