Fréttablaðið - 22.12.2004, Síða 10

Fréttablaðið - 22.12.2004, Síða 10
22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Bandaríkjaforseti: Íraskir hermenn ekki tilbúnir ÍRAK, AP George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, viðurkenndi í gær að íraskir hermenn væru ekki tilbúnir til þess að leysa bandarískar hersveitir í Írak af hólmi. Bush lét þessi orð falla á sautjánda blaðamannafundinum sem henn hefur haldið frá því að hann varð forseti í ársbyrjun 2001. Bush sagðist telja árangur- inn af því að þjálfa íraskar her- sveitir vera misjafnlega góðan. „Þegar hættu bar að létu þeir sig hverfa af vettvangi. Það er óá- sættanlegt. Íraski herinn er ekki tilbúinn til bardaga.“ Bush skýrði frá því að hann hygðist leggja fram fjárlagafrum- varp fyrir 2006 í febrúar sem hefði það að markmiði að helm- inga fjárlagahallann á fimm árum og auka aðhald í ríkisrekstri. Nið- urskurður mun ekki bitna á hern- um og heimavörnum í Bandaríkj- unum. Tilkynnt var í dag að Bush myndi hitta Vladimír Pútín Rúss- landsforseta á fundi í Slóvakíu í febrúar. Bush sagði að samskiptin við Rússland væru góð en Pútín sætir miklu ámæli á Vesturlönd- um fyrir íhlutun sína í málefni Úkraínu og vaxandi einræðistil- hneigingar. ■ ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 68 88 1 2/ 20 04 www.urvalutsyn.is 2 vikur Verð frá: 59.900 kr.* M.v. tvo í íbúð í 14 nætur Enska ströndin - Montemar 1 vika Verð frá: 44.900 kr.* M.v. tvo í íbúð í 7 nætur *Innifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Brottfarir 5., 12. og 26. janúar - Aukaflug 19. janúar - Örfá sæti laus Fáðu ferðatilhögun, nánari upp- lýsingar um gististaðina og reiknaðu út ferðakostnaðinn á netinu! Reykjavíkurflugvöllur: Hagsmunamál þjóðarinnar í heild SAMGÖNGUR Að mati Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á Akureyri, eiga landsmenn allir að vera með í ráðum varðandi fram- tíð Reykjavíkurflugvallar. Segir hann aðalatriðið ekki vera stað- setningu flugvallarins heldur að samgöngur til og frá höfuðborg- inni verði jafn greiðar og þær eru í dag. Kristján segir að þegar nýr borgarstjóri Reykvíkinga, Stein- unn Valdís Óskarsdóttir, segi að það sé ekki spurning um hvort, heldur aðeins hvenær, innan- landsflugið flytjist frá Reykjavík til Keflavíkur tali hún aðeins fyrir hönd hluta umbjóðenda sinna. „Reykjavík er höfuðborg landsins í heild og því finnst mér vanta ákveðin sjónarmið hjá henni í þessa umræðu. Stóra málið er tenging höfuðborgarinnar við aðra hluta landsins en ekki að borgina skorti byggingarland. Ríkið á landið og þar með þjóðin öll,“ segir Kristján. - kk KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON Bæjarstjórinn á Akureyri segir borgar- stjórann í Reykjavík aðeins tala fyrir hönd hluta umbjóðenda sinna þegar hún segi að innanlandsflugið muni flytjast frá Reykjavík. GEORGE W. BUSH Bandaríkjaforseti gagnrýndi hermennsku Íraka á blaðamannafundi á mánudag. Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 • Opið aðfangadag til 13.00 TILBOÐ Skata 499kr/kg VESTFIRSK KÆST SKATA UTANRÍKISMÁL Ólíklegt er að mál skákmeistarans Bobbys Fischer geti til lengri tíma truflað sam- skipti Íslands, Japans og Banda- ríkjanna, að mati Baldurs Þór- hallssonar, dósents í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands. „Ekki er óeðlilegt að lönd takist á um ákveðin mál, en vinni um leið saman á öðrum sviðum,“ segir hann og telur fyllilega eðlilegt að Bandaríkjamenn komi sínum sjónarmiðum á framfæri við ís- lensk stjórnvöld og upplýsi um stöðu mála í stjórnkerfinu þar. „En stjórnvöld, hvort sem er í Japan eða á Íslandi, þurfa líka að geta tekið sjálfstæðar ákvarð- anir,“ segir hann og telur utanrík- isráðherra hafa stigið skref sem sýni að stjórnvöld ætli ekki að láta Bandaríkjamenn segja sér fyrir verkum. Baldur gagnrýnir hins vegar að gleymst hafi meginforsenda málsins, sem sé brot gegn við- skiptabanni á Júgóslavíu árið 1992, og telur að stjórnvöld hefðu átt að ígrunda málið betur og horfa á það í alþjóðlegu samhengi. „Viðskiptabanninu var komið á vegna ógnarstjórnar sem reynt var að stöðva með öllum tiltækum ráðum og ankannalegt af skák- sambandinu og stjórnvöldum að blása bara á það í dag.“ Þá segir Baldur boð stjórnvalda til handa Fischer einkennilegt, með tilliti til þess að þau hafi áður verið treg til að veita fólki pólitískt hæli og dvalarleyfi. „Við höfum í raun verið allt of treg til þess og sýnt óttalega þvermóðsku hvað það varðar að aðstoða fólk sem hingað hefur leitað í neyð sinni.“ Masako Suzuki, lögmaður Fischers, gerir aðra tilraun í dag til að funda með japönskum yfir- völdum og ræða mögulega lausn hans úr haldi. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers, kom í ljós á fundi í gær að gögn vegna Fischers höfðu verið flutt í japanska utanríkisráðuneytið. Hann segir lögmanninn þeirrar skoðunar að yfirvöld ytra reyni að tefja málið og draga, hvort sem það sé að beiðni Bandaríkjamanna eða af öðrum sökum. „Alla vega er málið orðið það stórt að það hefur verið flutt til ráðuneytisins,“ segir Sæmundur og er nokkuð vonsvik- inn yfir því hversu hægt þokast. Hann sagði vonir hafa staðið til að hægt yrði að fljúga utan fyrir hádegi í gær. „Svo virðist sem klukkan gangi hægar þarna en annars staðar.“ olikr@frettabladid.is Stjórnvöld hefðu átt að ígrunda betur Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði, telur að ígrunda hefði átt betur ákvörðunina um að bjóða Bobby Fischer landvistarleyfi. Hann telur málið ekki munu skaða samskipti Íslands, Bandaríkjanna og Japans. SÆMUNDUR PÁLSSON „Það er mikið álag sem fylgir þessu um- stangi,“ sagði Sæmundur og kvaðst vera með heimspressuna á herðunum vegna máls Fischers. BALDUR ÞÓRHALLSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR Baldur segir það sérstakt hversu mikið pólitískt vægi mál Bobbys Fischer hafi fengið hér og kveðst tæpast sjá fyrir sér að utanríkisráðherrar annarra landa myndu blanda sér í ámóta mál með beinum hætti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.