Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 1
● var ekki valinn til túnis Snorri Steinn Guðjónsson: ▲ SÍÐA 24 Þýðir ekkert að væla MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR FRIÐARGANGA Íslenskar friðarhreyf- ingar standa að blysför niður Laugaveg- inn á Þorláksmessu. Safnast verður sam- an á Hlemmi klukkan 17:30 og lagt af stað klukkan 18. Eva Líf Einarsdóttir flytur ávarp, fundarstjóri verður Davíð Þór Jóns- son rithöfundur. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 23. desember 2004 – 351. tölublað – 4. árgangur ● á snjóþotum Með hangikjöt Reykfélag: ▲ SÍÐA 42 EKKI TRUFLANDI ÁHRIF Fréttir af rannsókn lögreglu og skattyfirvalda hafa ekki áhrif á viðskipti félagsins erlendis að mati Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs. Sjá síðu 2 SIÐLAUS STEFNA OG KALDAR JÓLAKVEÐJUR „Siðlaus stefna og kald- ar jólakveðjur“ segir Ögmundur Jónasson alþingismaður um hækkanir á komugjöld- um til lækna. Ný gjaldskrá tekur gildi um áramót. Sjá síðu 4 FARSÆLLA FYRIR FLOKKA AÐ BJÓÐA FRAM SÉR Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að R-lista samstarfið gagnist stjórnarandstöðuflokkunum betur en Framsóknarflokknum. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 32 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 24 Sjónvarp 40 ● jólin koma ● heimili ● tíska Býr til engla úr leir Hafdís Brandsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS ÍSKALT OG VINDASAMT Þannig eru horfurnar í veðrinu fram á annan í jólum. Snjókoma eða él norðan til en bjart syðra. Talsvert frost um allt land. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 1 Opið í dag 10-23 dagur til jóla Jólagjafahandbókin - vinningsnúmer dagsins: 49973 Ferð til San Francisco! KJARAMÁL Félag leikskólakennara og Launanefnd sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamning í gærkvöldi. Ef samningurinn verður samþykktur í atkvæða- greiðslum, mun hann gilda til 30. september 2006. Atkvæða- greiðslum þarf að vera lokið fyrir lok janúar. Tveir hópar leikskólakennara munu fá mestar launahækkanir; yngsti hópurinn og þeir sem sinna deildarstjórn. Meðallauna- hækkanir deildarstjóra verða um 20 prósent við lok samnings- tímans. Tekið verður upp allt að tveggja prósenta mótframlag vinnuveitenda vegna séreignar- lífeyrissparnaðar. Þá verða gerðir fastlaunasamningar við leikskólastjóra á grundvelli samningsins. Björg Bjarnadóttir formaður Félags leikskólakenn- ara segir það hafa verið baráttu- mál lengi og slíkum samingum sé því fagnað. Launakostnaður sveitarfélaga hækkar um rúman milljarð á tímabilinu eða um 13 prósent. Karl Björnsson, formaður samninganefndar launanefndar- innar, segir mikilvægt að samn- ingar hafi náðst í vinsamlegum kjarasamningum, án átaka. Þar hafi skipt máli að ekki var samið undir þeirri formlegu ógn sem felst í því að félagar hafi boðað til verkfalls. Björg segir samn- inganefnd leikskólakennara sátta við innhald samningsins miðað við samningstíma, en vildi lítið tjá sig um hann fyrr en hann verði kynntur fyrir trúnaðar- mönnum nú í dag. - ss Leikskólakennarar: Mesta hækkunin til deildarstjóra VERSLAÐ FYRIR JÓLIN Fámennt var á Laugaveginum í gærkveldi og kalt, nú síðustu dagana sem landsmenn hafa fyrir jólainnkaupin. DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur karl- maður, Sigurbjörn Sævar Grétars- son, var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Vest- fjarða fyrir kynferðisbrot gegn fimm drengjum á aldrinum tólf til fjórtán ára. Sigurbjörn var ákærður fyrir brot gegn sjö drengjum en sak- felldur fyrir að tæla fjóra þeirra til kynmaka, annarra en samræðis og að hafa brotið gegn blygðunarsemi drengjanna fimm, meðal annars með því að sýna þeim klámmyndir af fullorðnu fólki og ungum drengj- um. Drengjunum fimm voru dæmd- ar bætur, frá 50.000 krónum til 700.000 króna. Brotin, sem Sigurbjörn var sak- felldur fyrir, áttu sér stað á árun- um 2002 til 2004. Hann var einnig ákærður fyrir brot sem áttu að hafa gerst á árunum 1991 til 1994, en þeirri bótakröfu var vísað frá dómi. Maðurinn er fyrrverandi lög- reglumaður á Patreksfirði og starf- aði sem forstöðumaður félagsmið- stöðvar bæjarins. Lögreglan gerði húsleit á heimili hans fyrir ári síð- an og í kjölfarið var hann yfir- heyrður og úrskurðaður í gæslu- varðhald. Í dómi Héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi orðið að líta til þess að maðurinn hafi sem forstöðumaður félagsmiðstöðvar haft boðvald yfir drengjunum og þeir litið upp til hans. Þá hafi for- eldrar drengjanna treyst honum fyrir þeim en hann brugðist því trausti. Sigurbjörn hafi rætt við drengina um kynlíf og sýnt þeim klámmyndir á viðkvæmu þroska- stigi, að því er virðist undir því yfirskini að hann væri að fræða þá. Hann hafi með þessu virst á kerfis- bundinn hátt hafa leitast við að gera þá móttækilega fyrir kynmök- um. Það hafi farið eftir viðnáms- þrótti drengjanna hversu langt hann gekk. Þykir Héraðsdómi sú aðferð sýna skýran og einbeittan brotavilja Sigurbjörns. Í dómnum segir að ljóst þyki að brotin gegn drengjunum séu til þess fallin að valda þeim sálrænu tjóni sem geti haft alvarlegar af- leiðingar fyrir sjálfsmynd þeirra og þroska, en sumir þeirra hafi upp- lifað skömm og sektarkennd vegna brotanna. Ákærði þótti ekki eiga sér neinar málsbætur. - ghg Fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot Fyrrverandi lögreglumaður og forstöðumaður félagsmiðstöðvar á Patreksfirði var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm drengjum. Héraðsdómur segir hann hafa sýnt einbeittan brotavilja. Brotin eru sögð hafa alvarlegar afleiðingar á sjálfsmynd drengjanna. Vísindamenn: Fundu nýjar dýrategundir INDÓNESÍA, AP Fjölþjóða hópur vís- indamanna hafa uppgötvað fjölda nýrra dýrategunda í hellum á af- skekktum stað í Kalimantan-héraði í Indónesíu. Meðal þeirra eru áður óþekktar fisktegundir, ný kakka- lakkategund, tvær sniglategundir sem ekki hafa sést áður og plöntur. Tegundirnar fundust eftir að- eins fimm vikna rannsóknarvinnu vísindamannanna á svæði þar sem skógarhögg er stundað. Í kjölfar rannsóknanna segja vísindamenn- irnir gríðarlega mikilvægt að vernda svæðið fyrir skógarhöggi, námuvinnslu og eldi. Ef slíkt yrði ekki gert, gætu fjölmargar dýrategundir dáið út, án þess að nokkur vissi að þær hefðu nokkru sinni verið til. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.