Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 18
SKAMMDEGI Sól er farin að rísa á sjóndeildarhringnum á ný eftir að skammdegið náði hámarki í fyrradag. Eins og gengur er mönnum misvel við myrkrið, sumir kunna vel við kertaljós í rökkrinu, aðrir leggjast í þung- lyndi og enn aðrir nota húmið til sannkallaðra myrkaverka en af þeim er víst nóg á þessum árs- tíma. Bjart yfir Íslandi Myrkrið var í meira lagi í fyrra- dag og þótti mörgum landsmönn- um nóg um. Það er hins vegar staðreynd að þótt dimmt sé hér á þessum árstíma þá búa fáar þjóð- ir við meiri birtu en einmitt Íslendingar. Í Almanaki Háskóla Íslands segir að birtustundir eru nokkru fleiri á norðurhveli jarð- ar og nær heildarbirtutíminn há- marki nálægt 69. breiddargráðu. Ísland er örlitlu sunnar á hnettin- um og því er hér bjart í um það bil 5.500 klukkustundir á ári, tæplega fimmtán klukkustundir að jafnaði á dag. Fólk sem býr á miðbaug jarðar nýtur aftur á móti birtunnar aðeins í tæpar þrettán klukkustundir daglega. Á hinn bóginn er birtunni hér- lendis mjög misskipt því myrkrið safnast á veturna en ljósið á sumrin. Það er þó huggun harmi gegn að heldur meira er af birtunni því á sumarsólstöðum er bjart allan sólarhringinn á meðan sólin skín í nokkrar klukkustundir við vetrarsól- hvörf. Myrkraverk Eðli málsins samkvæmt eykst álagið á raforkukerfinu yfir vetrarmánuðina. Ólíkt því sem margir halda þá er rafmagns- notkun ekki mest á aðfangadags- kvöld þegar útvarpsmessan glymur og jólalambið stynur. Samkvæmt uppplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur nær notkunin hámarki síðustu dag- ana fyrir jól, bæði vegna myrk- ursins og viðbótarlýsingarinnar vegna jólanna, og fer þá raf- magnsnotkun- in upp í 164 megavött. Til samanburðar þá er núver- andi fram- leiðslugeta Nesjavallavirkjunar 90 megavött. Þrátt fyrir alla lýsinguna nota misindismenn skammdegið gjarnan til ýmiss konar myrkra- verka. Geir Jón Þórisson, yfir- lögregluþjónn í Reykjavík, segir innbrotum hafi fjölgað talsvert þetta haustið frá því í sumar og má gera því skóna að myrkrið hafi þar eitthvað að segja. Að innbrotunum frátöldum virðist lítil fylgni á milli afbrota og birtu, þó eru hótanir af einhverj- um ástæðum algengari að vetr- arlagi að því er fram kemur í af- brotatölfræði ríkislögreglustjóra fyrir síðasta ár. Þungt í fólki Myrkrið getur farið svo illa í fólk að það leggst hreinlega í þunglyndi. Skammdegisþunglyndi er nánast óþekkt við mið- baug en tíðni þess eykst eftir því sem nær dregur pólunum. Það vekur hins vegar athygli að algengið er helmingi lægra á Íslandi en það ætti að vera miðað við legu landsins. Fræðimenn hafa leitt að því getum að slíkt þunglyndi sé arfgengt og þeir sem hafi verið hrjáðir af því fyrr á öldum hafi síður gifst og eignast börn. Þannig hafi náttúruval dregið úr skammdegisþunglyndi hérlend- is. Björn Harðarson sálfræðing- ur segir talsvert um að fólk kvarti yfir depurð vegna myrk- ursins. Slíku fólki er hægt að veita einfalda meðferð með ljósalömpum en lyfjameðferðir eru einnig notaðar. Björn álítur að margir skelli skuldinni á myrkrið þegar eitt- hvað annað er raunveruleg orsök vanlíðanarinnar, til dæmis skóla- leiði og ótti við einelti sem eðli- lega blossar upp á haustin þegar myrkrið fer að færast yfir. „Síð- an má ekki gleyma að þegar sumir finna fyrir þunglyndi þá keyra þeir sig enn lengra niður. Þetta getur gerst þannig að fólk kvíðir fyrir skammdeginu, svo þegar skammdegið kemur þá telur fólkið að þar með hljóti það að vera orðið þunglynt.“ Góðu frétt- irnar eru að þessu má sem betur fer snúa við og segja að jákvæð- ar hugsanir sporni beinlínis við þunglyndi. „Heilalínurit sýna að serótónínflæði í heilanum nær jafnvægi eftir hugræna meðferð þar sem neikvæðum hugsunum er breytt í jákvæðar og rökréttar hugsanir,“ segir Björn. Rómantík í rökkrinu Þeir eru hins vegar fjölmargir sem kunna ekkert síður vel við myrkur en birtu. „Öll sköpun verður til í myrkri móðurkviðar- ins,“ segir Árni Þórarinsson blaðamaður sem er annálaður nátthrafn. „Yfirleitt hefur myrk- ur engin áhrif á mig, hvorki til góðs né ills. Mér líður bara ágæt- lega í myrkri alveg eins og í birtu, og í kulda ekki síður en hita,“ bætir hann við. Rétt eins og Björn telur Árni að myrkrið sé í mörgum tilvikum gert að blóraböggli fyrir sálarangist. „Ef hið innra ljós manna er við- kvæmt og veikt þá hafi myrkur slæm áhrif. Ef maður getur frek- ar fundið það innra með sér frek- ar en að leita að því í hinu ytra þá held ég að allir eigi möguleika á að lifa myrkrið bærilega af.“ Síðan má ekki gleyma því að vetrarkuldinn og myrkrið eru á margan hátt rómantískur tími. Tracy Cox, höfundur bókarinnar Súperflört, segir að aðstæður hérlendis yfir vetrarmánuðina til daðurs og ástaratlota séu afar heppilegar. „Nú er svo mikið rökkur og tími fyrir kertaljós en þá stækka sjáöldrin og augun verða fallegri. Síðan vill fólk hjúfra sig hvort upp að öðru í kuldanum til að fá yl, jafnvel þegar það er innandyra. Kuldinn og myrkrið úti gerir þetta að verkum,“ sagði hún í viðtali við blaðið fyrir nokkru. Margt býr þannig í myrkrinu sem smám saman fer að kveðja okkur, sumum til gleði en öðrum til ama. sveinng@frettabladid.is 18 Framkvæmdaráð Evrópusambandsins mælist til þess að að haldið verði áfram verndaraðgerðum vegna innflutnings á eldislaxi til Evrópusambandsríkja. Toll- arnir áttu að gilda í 200 daga frá 15. ágúst síðastliðnum. Aðgerðunum er helst beint gegn Norðmönnum. Ísland er í flokki bandarískra, kanadískra og rússneskra eldislaxframleiðenda. Þau lönd flytja helst inn villtan lax til Evrópu. Guðbrandur Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir helstu breytingarnar nú að Chile þurfi einnig að greiða tolla og sett verði lágmarksverð á laxinn. Hvaða áhrif hafa áframhaldandi tollar á eldislax á íslenskan útflutning? Við getum ekki fullyrt hver áhrifin verða. Tollarnir voru settir á um mitt sumar og það hækkaði ekki verð á laxi. Áhrifin voru eiginlega þveröfug við það sem vonast var til með þessum varnarað- gerðum, því verðið lækkaði. Hefur kvótinn sem íslensk fyrirtæki fengu ásamt kanadískum, bandarísk- um og rússneskum verið fullveiddur? Nei, hann var aðeins notaður að litlu leyti. Ætti utanríkisráðuneytið að beita sér fyrir því að aflétta tollunum? Já, það er okkar opinbera stefna, við viljum ekki tolla á svona afurðir al- mennt séð. Það getur kostað seinna þó það sé hagstætt núna. - gag GUÐBRANDUR RÚNARSSON Tollarnir höfðu þveröfug áhrif TOLLAR Á LAX Í EVRÓPU SPURT OG SVARAÐ Smygl á kókaíni hefur verið í kastljósinu en Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur lagt hald á alls um 1,8 kíló af þessu efni í mánuðinum. Það er meira magn en lagt var hald á allt árið í fyrra. Yfir- völd segja að margt bendi til að neyslu- hlutfall milli eiturlyfjategunda hafi breyst og munar þar mest um aukna kókaínneyslu, sem virðist vera að teygja sig niður eftir aldursstiganum. Hvað er kókaín? Kókaín er hvítt duftkennt efni sem er unnið úr kókalaufi og dregur nafn sitt af því. Kókaín er mjög ávanabindandi efni sem veldur um stund sælu- og vellíð- unartilfinningu, eirðarleysi og spennu. Efnafræðilega er það skylt amfetamíni. Kókaín er yfirleitt sogið upp í nefið en hægt er að umbreyta því svo hægt sé að reykja það og er það þá yfirleitt kall- að krakk. Hvaðan kemur kókaín? Kókalaufin sem kókaín er unnið úr vaxa í Andesfjöllum í Suður-Ameríku, í hluta Amazon-frumskógarins og á eyjunni Jövu í Indónesíu. Kókaín er að mestu leyti til unnið og flutt út úr löndum við Andesfjöll, sér í lagi Kólumbíu, Perú og Bólívíu, en eiturlyfjabarónar hafa gert sig mjög gildandi þar og hafa tögl og hagldir í löndunum. Kókaínvandinn hef- ur einnig farið vaxandi í Mexíkó. Hverjar eru aukaverkanir kókaíns? Kókaín hefur fyrst og fremst áhrif á taugakerfið og hjarta- og æðakerfið. Það veldur skammvinnri sælu hjá þeim sem neytir þess sem og aukinni orku. Aukaverkanir geta verið skjálfti í hönd- um, hraður hjartsláttur, svimi, ógleði, út- víkkun augnsteina og hár líkamshiti. Þegar víman líður hjá er ekki óalgengt að fólk finni fyrir kvíða, þunglyndi og þreytu. Fyrst sækjast menn gjarnan eftir kókaíni vegna vellíðunarkenndarinnar sem það veitir en verði þeir háðir því er það notað til að forða sér frá vanlíðan. Ofneysla kókaíns getur leitt til krampakasta, hjartaslaga, heilablóðfalls eða dauða. Skammvinn sæla HVAÐ ER? KÓKAÍN 23. desember 2004 FIMMTUDAGUR Margt býr í myrkrinu Kolsvart skammdegið grúfir yfir Íslandi um þessar mundir þótt hilli undir að daginn taki að lengja. DRUNGALEGUR DESEMBER Misindismenn fremja gjarna myrkraverk í svartasta skammdeginu, margir leggjast í þung- lyndi en jafnframt nota elskendur tækifærið og hjúfra sig hvorir upp að öðrum. BRRRRRRR Fílstarfinum Mekong leist illa á hitastigið í lauginni sinni þegar hann dýfði rananum ofan í hana í vikunni. Nokkurt frost hefur verið í Leipzig í Þýskalandi þar sem Mekong býr en slíkur kuldi er fílum lítt að skapi. M YN D A P BJÖRN HARÐARSON TRACY COX FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.