Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 20
Verndardýrlingur Ís- lands er Þorlákur Þór- hallsson. Þorlákur fæddist á Hlíðarenda í Fljótshlíð. Hann hlaut góða menntun í Odda á Rangárvöllum, hjá Eyjólfi Sæmundssyni fróða. Hann virðist hafa tekið prestvígslu áður en hann náði tví- tugsaldri. Hann varð biskup í Skálholti frá 1178 til dauðadags 1193. Um það leyti sem hann dó var hann að huga að því að hverfa af biskupsstóli og fara aftur í klaustur. Þorlák- ur stundaði nám í Frakklandi (París) og Englandi (Lincoln). Hann var sex ár utan- lands og varð fyrir áhrifum af endurbóta- hreyfingum í kirkjunni á tólftu öld. Eftir að hann koma heim varð hann munkur í Kirkju- bæ á Síðu og ábóti í ný- stofnuðu klaustri í Þykkvabæ, fyrsta Ágústínusarklaustrinu á Íslandi. Hann var kjörinn biskup þegar hann var fjörutíu og fimm ára gamall. Á biskupsstóli reyndi hann að bæta siðferði presta og leikmanna og auka sjálfstæði og völd kirkjunn- ar. Sjálfur var hann ókvæntur, andstætt mörgum klerkum og biskupum um hans daga. Hann krafðist þess að leikmenn létu eignarrétt sinn yfir kirkjueignum í hendur kirkjunnar. Um þetta snerust staðamálin. Ekki náði Þorlákur miklum ár- angri í þessu enda var við öfluga andstæðinga að eiga. Þeirra á meðal var Jón Loftsson í Odda, sem þar að auki hafði tekið systur Þorláks frillutaki. Þetta sveið Þor- láki líklega öðru fremur. Þorlákur Þórhallsson var þegar á sínum dög- um tignaður sem helgur maður. Í sögu hans, sem kom út í ágætri út- gáfu, segir af helgi hans og sögur eru þar um jarteinir. Við andlátið skáru menn hár hans og varðveittu sem helgan dóm. Jarteinasögurnar mögnuðust. Fjórum vetrum eftir andlátið vitjaði hann í draumi prests eins fyrir norðan og mælti svo fyrir um, að líkami sinn skyldi tekinn úr jörðu og með áheitum prófað, hvort því fylgdi einhver helgi. Prestur sagði Brandi biskupi á Hólum draum sinn, og fleiri bættust við, sem vildu láta reyna á helgi Þorláks. Hann var blessaður fimm árum eftir dauðann en þá lét eftirmaður hans og frændi, Páll Jónsson, taka upp bein hans og gera honum kapellu. Á Péturs- messu og Páls þann 29. júní leyfði Páll Jónsson biskup í Skálholti landsmönnum að heita á Þorlák biskup og hafa á honum átrúnað sem helgum manni. Þrem vikum síðar, 20. júlí 1198, voru beinin bor- in í kirkju. Er sá dagur honum síð- an helgaður og kallast Þorláks- messa á sumri. Mörg kraftaverk voru skrásett og þökkuð fyrirbæn hans. Sumarið 1199 var Þorláksmessa á vetri í lög leidd, og skyldi syngja hana á andláts- degi Þorláks, 23. desem- ber. Þorlákstíðir eru honum helgaðar, gregoríanskur söngur sem varðveittur er á skinnbókarblöðum frá miðöldum, elsti vitnis- burður um fornan messusöng Íslendinga. Heimildir eru um varðveislu Þorláks- skríns í Skálholti fram á 19. öld. Kirkja var rifin 1802 og voru seldir á uppboði ýmsir gripir, meðal annars Þorláks- skrín. Fljótlega varð Þorlákur helgi dýrling- ur á íslandi þótt ekki kæmist hann í hina op- inberu dýrlingatölu kirkjunnar. Um fimm- tíu kirkjur voru helgað- ar honum í kaþólskum sið. Allt til þessa hafa menn heitið á Þorlák til árnaðar, til dæmis við bruggun. Er sá siður sprottinn af jartein í sögu dýrlingsins og enn trúa Íslendingar því að ef heitið er á hann „komi ekki skjaðak í ölið“. Margir halda því fram að skötuát á Þorláksmessu sé vest- firskur siður. Svo er ekki. Skötuát tíðkaðist um allt vestanvert landið og austur í sjávarbyggðir sunnan- lands. Að eta fisk á Þorláksmessu á sér rætur í því að dagurinn er síðasti dagur jólaföstu en þá neyttu menn ekki kets í pápískum sið. Þorláksmessa á vetri var not- uð til þrifa og þvotta á fyrri tíð. Þá var algengt að fólk ætti ekki föt til skiptanna. Því var mikilvægt að fá þurrt veður til þess arna á Þorláks- messu, því allir vildu vera í hrein- um leppum á jólunum. Því var þurrkur þennan dag kallaður „fá- tækraþerrir“. Þótt Íslendingar hefðu helgi á Þorláki sínum leið langur tími þar til kennivald kirkj- unnar samþykkti hann. 1984 lýsti Jóhannes Páll páfi II loks yfir því að Þorlákur Þórhallsson væri „verndardýrlingur Íslands“. ■ 20 23. desember 2004 FIMMTUDAGUR „Hafið ekki áhyggjur - þeir koma til þess að frelsa mig.“ - Þetta voru síðustu orð hans en rættust ekki því þeir myrtu hann. Dagur Þorláks helga TÍMAMÓT: ÞORLÁKSMESSA AÐ VETRI JOSEPH SMITH JR. Upphafsmaður mormónahreyfingarinnar fædd- ist þennan dag. Hann var drepinn af æstum múg 1844. timamot@frettabladid.is ÞORLÁKUR HELGI Sumarið 1199 var Þorláksmessa á vetri í lög leidd, og skyldi syngja hana á andlátsdegi Þorláks, 23. desember. Þorlákstíðir eru honum helgaðar. Þennan dag árið 1968 var áhöfnin á bandaríska njósnaskipinu Pueblo látin laus úr haldi, eftir ell- efu mánaða vist. Skipið, með 83 manna áhöfn, var hertekið af Norður-Kóreumönnum 23. janúar 1968 og héldu þeir því fram að skipið hefði rofið landhelgi Norð- ur-Kóreu. Johnson Bandaríkjafor- seti varð ævareiður. Hann hélt því fram að taka skipsins tengdist nýárssókn Þjóðfrelsisfylkingarinn- ar, Tet-sókninni, þótt ekki væri unnt að færa sönnur á það. Bandaríkjastjórn reyndi að fá Ör- yggisráð SÞ til þess að fordæma töku Pueblo og þrýsti á Sovétríkin um að fá Norður-Kóreu til þess að sleppa áhöfninni. Ellefu mánuðir liðu án þess að þessar tilraunir bæru árangur og áhöfnin sætti illri meðferð í prísund Kim Il Sung. Það var ekki fyrr en skipstjórinn skrifaði undir játningu um að hann hefði verið að njósna um Norður-Kóreu að áhöfnin var látin laus. Játningarskjalið var svo not- að í áróðursstríði norðanmanna gegn höfuðríki heimsvaldasinn- anna, Bandaríkjunum. Johnson forseti var harðlega gagnrýndur heima fyrir linkind og hvernig hann hefði haldið á málinu. Gagnrýnendur héldu því fram að beita hefði átt Norður-Kóreu refs- ingum og viðskiptaþvingunum. Málið var enn eitt áfallið fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart kommúnistaríkjunum. NJÓSNASKIPIÐ PUEBLO: Norður- Kóreumenn létu áhöfnina lausa þennan dag 1968 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1620 Uppbygging hafin í Plymouth í Massachusetts, fyrstu nýlendu Evrópu- manna á austurströnd Am- eríku. 1905 Páll Ólafsson skáld lést, 68 ára gamall. Hann orti m.a. „Ó, blessuð vertu sumar- sól“. 1944 Liðhlaupinn Eddie Slovik tekinn af lífi. Fyrsti Banda- ríkjamaðurinn til þess að hljóta þau örlög síðan í borgarastríðinu. 1956 Nixon, varaforseti Banda- ríkjanna, heimsækir Ísland. 1958 Minnihlutastjórn Emils Jóns- sonar tekur við völdum. 1968 Átök verða í miðbæ Reykja- víkur: „Þorláksmessuslagur- inn“. 1986 „Voyager“, fyrsta loftfarið, lýkur hringferð um jörðina án þess að taka eldsneyti á níu dögum. Áhöfnin af Pueblo látin laus Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Árni Guðmundur Jónsson frá Öndólfsstöðum sem lést á heimili sínu, Höfðabrekku 27, Húsavík, laugardaginn 18. desember, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju miðviku- daginn 29. desember kl. 14.00. Þorgerður Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Þórveig Kristín Árnadóttir, Sighvatur Rúnar Árnason, Eva Björg Jónsdóttir, Hervör Alma Árnadóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Sólveig Ása Árna- dóttir, Gunnar Svanbergsson, Arngerður María Árnadóttir, Elmar Þór Gilbertsson og barnabörn. Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Einar E. Torfason Iðunnarstöðum, Lundarreykjadal, andaðist á sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 1. desember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðríður Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og afabörn. Elskuleg móðir okkar Unnur H. Lárusdóttir lést á líknardeild Landakots mánudaginn 20. desember. Jón Magnússon, Ástþór Magnússon, Jónína Magnúsdóttir og Elsa Magnúsdóttir. AFMÆLI Helga Ingimundardóttir er níræð í dag. Óli Tynes fréttamaður er sextugur. Jón Baldursson bridgemeistari er fimm- tugur. Halldór Einarsson „Hen- son“ er 57 ára. Skúli Hansen er 54 ára í dag. Eyjólfur Valdemarsson yfirverkfræðing- ur hjá RÚV er 55 ára. Jónína Bjartmarz alþingismaður er 52 ára. Atli Hilmarsson hand- boltamaður er 45 ára í dag. Árni Blandon sálfræð- ingur er 54 ára. ANDLÁT Unnur H. Lárusdóttir lést mánudaginn 20. desember. Guðrún Finnbogadóttir ljósmóðir lést sunnudaginn 19. desember. Hulda Valdimarsdóttir lést föstudaginn 17. desember. Gunnar Einarsson, Vallarbraut 2, Njarð- vík, lést föstudaginn 10. desember. Jarð- arförin hefur farið fram í kyrrþey. Inga Wiium frá Fagradal lést laugardag- inn 18. desember. Guðlaug Einarsdóttir lést mánudaginn 20. desember. JARÐARFARIR 13.00 Lilja Ólafsdóttir, Sörlaskjóli 78, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju. Fastur liður í Þorláksmessu höfuð- borgarinnar eru tónleikar Bubba Morthens á Borginni. Við slógum á þráðinn til Bubba og spurðum hann hvað væri langt síðan hann byrjaði á þessu. „Þetta er í 21. skipti.“ Og uppselt? „Seldist upp fyrsta daginn.“ En platan, hvernig gengur hún? „Hún er líka uppseld, hjá útgef- anda. Einhver eintök sjálfsagt eftir í búðunum.“ Hvernig leggjast jólin í þig? „Ég er edrú og í góðu skapi. Er það ekki það sem máli skiptir? Maður siglir bara jákvæður og æðrulaus inn í hátíðirnar. Eina verkefnið mitt þessa stundina er að rifja upp söfnunarnúmerið hjá Þjóðarhreyfingunni gegn Íraks- stríðinu. Ég vona að ég geti lagt þeim lið og skora á fólk að gefa smápening í þetta. Þúsundkall, það væri fínt!“ ■ BUBBI MORTHENS Í 21. skipti á Borginni Allt uppselt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.