Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 37 stk. Keypt & selt 33 stk. Þjónusta 28 stk. Heilsa 11 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 14 stk. Tómstundir & ferðir 8 stk. Húsnæði 5 stk. Atvinna 4 stk. Tilkynningar 3 stk. Góðan dag! Í dag er Þorláksmessa, 23. des., 358. dagur ársins 2004 Reykjavík 11.22 13.27 15.32 Akureyri 11.38 13.12 14.45 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Ég verð að vera heima hjá mömmu og ég verð að fá hamborgarhrygginn og ég verð að fá grænar baunir með,“ segir Magni og heldur áfram að telja upp allt það sem verð- ur að gerast á jólunum eins og að skreyta jólatréð með yngri systur sinni á Þorláks- messu og dreifa pökkunum á aðfangadag. „Þetta verður bara allt að vera eins og það hefur alltaf verið annars eru ekki jól,“ seg- ir Magni og hlær þótt honum sé grafalvara. „Eftir að búið er að opna pakka bruna allir til ömmu og borða kökur, sem er dálít- ið brjálað eftir allan matinn en samt frá- bært. Því næst er farið til frænda míns í næsta húsi þar sem við í unglingadeildinni spilum fram eftir nóttu,“ segir Magni og vonar að Popppunktur verði spilið í ár svo hann eigi nú einu sinni séns á að vinna. „Á jóladag er svo 100 manna veisla heima hjá mömmu og pabba en þá eiga þau brúðkaupsafmæli og stórfjölskyldan mætir öll,“ segir Magni sem þykist samt sem áður ekki vera sérlega mikið jólabarn og bróðir hans skáki honum á því sviði. „Bróðir minn var eitt sinn að hengja upp jólaseríu á hús- ið en tókst að hrynja niður og þurfti nánast að mata hann á aðfangadag, mér fannst það mjög fyndið, þó að hann hafi ekki hlegið,“ segir Magni og hlær prakkaralega enda liggur vel á honum þessa dagana þar sem plata hans og félaga hans í Á móti sól hefur selst upp tvisvar. „Mér finnst þetta bara alveg frábært,“ segir Magni, sem brosir breitt þessi jólin. kristineva@frettabladid.is Jólin eins á hverju ári jol@frettabladid.is Friðarganga á Akureyri verður í kvöld kl. 20. Gengið verður frá Menntaskólanum á Akureyri við Eyrarlandsveg. Embla Eir Odds- dóttir mun flytja ávarp og Kór Akureyrarkirkju syngur, en göngu- kerti verða seld á staðnum. Grundvöllur göngunnar er í fyrsta lagi almennar jólaóskir um frið, í öðru lagi fordæm- ing á þeim hern- aði sem dregur nú heiminn inn í nýja skálmöld og í þriðja lagi fullkomin andstyggð á allri aðild Íslands að stríðs- rekstri í fjarlæg- um löndum. Slagorð friðargöng- unnar eru: Hernámsliðið út úr Írak! Enga aðild Íslands að stríði og hernámi! Ljóð og Skata á Sægreifanum. Birna Þórðar les upp úr ljóðabók sinni Birna / BIRNA á Sægreifan- um í Tryggvagötu, verbúð nr. 8 í dag milli kl. 12 og 13. Sægreifinn er lítill veitingastaður aftan við Hamborgarabúllu Tomma og geta menn sest þar niður og bragðað á skötunni og fengið kaffi, konfekt og snafs á eftir. Sægreifinn er einnig lítil verslun þar sem seldur er reyktur áll, siginn fiskur, humar, skata og jafnvel jólagæsin. Magni Ásgeirsson hlakkar til jólanna en viðurkennir þó ekki að hann sé mikið jólabarn. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU fyrir jólin FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR JÓLIN KOMA BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Eru regnbogar auglýsingar frá Guði? URR bolir BLS. 8 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Magni Ásgeirsson er íhaldssamur á jólin og borðar alltaf heima hjá mömmu. FRÉTTAB LAÐ IÐ /STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.