Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 35
Menn eiga að vera heiðarlegir og segja hlutina eins og þeir raunverulega eru. Þess vegna eiga þeir sem vilja moka Reykjavíkurflugvelli burtu að segja söguna eins og hún er. Menn flytja ekki innanlandsflug frá Reykjavík og til Keflavíkur- flugvallar. Verði Reykjavíkur- flugvelli sópað burt eins og bráðabirgðaborgarstjórinn Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson, oddviti VG, í borginni segja, þá leggst innanlandsflug af í núverandi mynd. Það sem eftir stendur verður hvorki fugl né fiskur. Séum við ekki lengur velkom- in til Reykjavíkur með flugi, eins og nú heyrist mjög sagt, þá er ekki annað en að laga sig að því. Færa starfsemi sem tengist fluginu frá Reykjavík, bæta landsamgöngur, stytta leiðir og hefja jafnhliða flutning stjórn- sýsluþjónustunnar í auknum mæli út í byggðirnar. Því fyrr sem örlög Reykja- víkurflugvallar verða ráðin, því fyrr verðum við að hefjast um þetta handa. Þess vegna skiptir það okkur máli að vita hvort ein- hver innistæða sé fyrir hótun- unum. Manni er sagt að Alfreð Þorsteinsson sé hinn raunveru- legi valdamaður í Reykjavíkur- borg. Það er nauðsynlegt að hann svari þess vegna því hvort hann vilji ryðja flugvellinum burt. ■ Innistæða fyrir hótununum? 23FIMMTUDAGUR 23. desember 2004 Ég fékk áminningu um daginn. Ég skal útskýra það betur, en fyrst vil ég segja ykkur litla ferðasögu. Þarsíðustu helgi heimsótti ég dóttur mína og kærastann hennar til Stuttgart í Þýskalandi. Stuttgart hlýtur að vera menningarborg. Þarna eru framleiddir Mercedes Benz og Porsche. Og Stuttgart-ballett- inn, Ríkisóperan og Fílharmón- íusveitin; allt ber það hróður borgarinnar um heiminn. Menn- ingarborg. Um það vitnaði líka tilkomumikil stytta af hinu orð- haga skáldi Schiller, gerð af Bertel Thorvaldsen. Stuttgart liggur í dalverpi. Í miðbænum – þar sem ég hélt til – er vítt til veggja. Hátt til lofts líka auðvitað, eins og oftast er undir berum himni. Mikil torg með tjörnum og trjágróðri – og fólki. Góðu og fallegu fólki. Út frá miðbænum dreifist borgin um hæðirnar í kring. Á einni slíkri hæð liggur gata dóttur minnar. Rétt þar hjá, við hliðina á tónlistarskólanum, er Urban- straße. Þaðan tekur ekki nema 10 mínútur að ganga slakkann niður í miðborgina. Það gerðum við nokkrum sinnum þá tvo daga sem ég stóð við. Í fyrstu bæjar- ferðinni sýndi dóttir mín mér þau látlausustu minnismerki sem ég hef séð: Götusteina. Urbanstraße er lagt smáu til- höggnu grjóti eða steinum. Við hús númer 31a eru tveir þessara steina öðruvísi en allir hinir. Þeir standa hlið við hlið og eru úr kopar eða álíka málmi. Það er líkt og þeir haldist í hendur. Á öðrum steininum er þessi áletrun: Hér bjó Bella Schloss, fædd 1894. Flutt út 1941. Riga. Skotin 26. mars 1942. Á hinn steininn er letrað: Hér bjó Margrit Schloss, fædd 1932. Flutt út 1941. Riga. Skotin 26. mars 1942. Steinarnir við Urbanstraße 31a eru ekki marg- orðir og þessi orð festust mér í minni. Samt varð ég að nema staðar í hvert sinn sem við átt- um leið hjá húsinu – og lesa. Vegna þess – held ég – að það er erfitt að trúa. Trúa því að fyrir örfáum áratugum hafi ein mesta menningarþjóð Evrópu gengist algjörri villimennsku á hönd. Afsiðað sjálfa sig á örskömmum tíma. Ég veit ekki, lesendur mínir, hvað ykkur finnst. Mér segir þetta það, að siðað samfé- lag, menningin, sé aðeins þunnt skæni. Undir kraumar villi- mennskan. Ekki svo að skilja að þetta þunna skæni sé lítils virði. Þvert á móti. Það er brothætt fjöregg – dýrmætara og við- kvæmara en allt sem við eigum. Grunnurinn að útrýmingu Gyðinga í Þýskalandi var lagður með orðum. Virðingin var það fyrsta sem þeir voru sviptir. Það var gert með orðum. Þeir voru niðurlægðir. Kallaðir ónefnum. Síðan voru þeir sviptir atvinnu, svo eigum og síðast nafni. Að lokum voru þeir aðeins númer sem auðvelt var að stroka út. Slíkur er máttur orðsins. Orðs- ins, sem mannskepnan ein býr yfir, ásamt Guði. Þá er að segja frá áminning- unni: Meðan ég virti fyrir mér minnismerkin við Urbanstraße 31a varð mér líka hugsað hingað heim. Ekki vegna þess að Ísland og Hitlers-Þýskaland eigi eitt- hvað sameiginlegt. Slíkur samanburður væri fáránlegur. Mér varð hins vegar hugsað til þess hvað við umgöngumst orð af miklu gáleysi. Uppnefni og fúkyrði nokkurra einstaklinga í garð þeirra sem hafa gagnrýnt þátt íslenskra ráðamanna í inn- rásinni í Írak eru nærtækt dæmi. Þau orð voru ætluð til þess að niðurlægja. Ekki rök- ræða. Minnismerkin við Urban- straße urðu mér áminning, áminning um það að gæta orða minna. Það er á ábyrgð borgaranna að gagnrýna stjórnvöld. Hitt er misskilningur – mikill misskiln- ingur – að lýðræði gangi út á það að kjósa sér nokkurs konar einræðisherra á fjögurra ára fresti; jafnvel þótt þeir væru tveir. Ákvörðun eins eða tveggja ráðherra um að leggja nafn Íslands við hernaðarinnrás í Írak er ámælisverð. Innrásin hefur þegar kostað tugþúsundir saklausra borgara lífið. Það vantar að vísu töluna (númer kannski?), en þetta var fólk af holdi og blóði – held ég. Og við, Íslendingar, höfum glatað ein- hverju dýrmætu. Þessa skoðun á að vera hægt að láta í ljósi og rökstyðja án þess að fá á sig ónefni og orðskrípi. Að minnsta kosti frá þeim sem heita ráða- menn þjóðarinnar. Nú stendur yfir fjársöfnun í nafni Þjóðarhreyfingarinnar til að kosta kröftug andmæli gegn yfirlýstum stuðningi Íslands við hernaðinn í Írak. Ég heiti á les- endur að kynna sér málefnið og styðja það – með því að leggja inn á söfnunarreikning í Sparisjóði Reykjavíkur númer 833 eða hringja í síma 90-20000. Látið það ekki bíða. Segjum skoðun okkar óhikað – spörum ekki brosið. En förum gætilega með orð. ■ EINAR K. GUÐFINNSSON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN REYKJAVÍKUR- FLUGVÖLLUR HJÖRTUR HJARTARSON HUGLEIÐIR ÁBYRGÐ BORGARANNA ÓMISSANDI Á JÓLUNUM! A›alatri›i› vi› a› skapa fullkomna jólastemningu er a› huga a› smáatri›unum. Sulturnar frá Den Gamle Fabrik eru í senn smáatri›i og a›alatri›i í jólamatnum, enda hafa Íslendingar gætt sér á fleim í meira en flrjá áratugi. Fullkomna›u jólin á flinn hátt me› sultunum frá Den Gamle Fabrik. Máttarorð og morð Það er á ábyrgð borgaranna að gagnrýna stjórnvöld. Hitt er misskilningur – mikill mis- skilningur – að lýðræði gangi út á það að kjósa sér nokkurs konar einræðis- herra á fjögurra ára fresti; jafnvel þótt þeir væru tveir. ,, Séum við ekki lengur velkomin til Reykjavíkur með flugi, eins og nú heyrist mjög sagt, þá er ekki annað en að laga sig að því. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.