Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 44
Kvikmyndin Í takt við tímannverður frumsýnd á öðrumdegi jóla. Myndin greinir að mestu frá sömu persónum og komu fram í hinni geysivinsælu Með allt á hreinu, nema hvað nú eru þær per- sónur 22 árum eldri og væntanlega reyndari líka. Þau Kristinn Styrkársson Proppé og Harpa Sjöfn Hermundar- dóttir eru sem fyrr í forgrunni en örlögin réðu því að leiðir þeirra skildu á þjóðhátíð í Herjólfsdal fyrir margt löngu vegna skyndi- legrar ferðar til Kaupmannahafnar, með smá viðkomu í Osló. Stuðmenn eru í upphafi myndar lítið tríó á hótelbar á Spáni, þó að hljómsveitarstjórinn Frímann eigi sér enn drauma um mikinn frama á tónlistarbrautinni. Stuðmenn vita líka að Ísland er land tækifæranna, þar sem nýsköpunarverkefnin bjóð- ast hvert sem litið er. Dúddi er löngu hættur að róta og leggur nú stund á öllu andlegri störf og virðist sá eini sem hefur slegið almenni- lega í gegn. En þar með er ekki öll sagan sögð. Tímabært framhald Aðspurður segir Ágúst Guðmunds- son leikstjóri að helsti munurinn á myndunum sé auðvitað aldursmun- urinn. „Innan um miðaldra fólk er tónninn svolítið annar,“ segir hann. „Ég held samt sem áður að okkur hafi tekist að viðhalda stemning- unni úr hinni fyrri án þess að vera að endurtaka hana.“ Miðað við vinsældir fyrri mynd- arinnar má ætla að pressan sé mikil á Ágústi fyrir þessa mynd. Hann segir að ákveðið hafi verið að bíða með að gera framhaldsmyndina í öll þessi ár einmitt vegna þessarar pressu. Það hafi verið fyrst núna sem menn treystu sér í að fylgja myndinni eftir. En hvað með Dúdda, hvernig stendur hann sig í nýju myndinni? „Eggert Þorleifsson hefur heilmikla leikreynslu. Það hefur verið yndislegt að sjá hann leika þetta hlutverk, sem greinilega stendur honum nærri. Hann gæti haldið áfram að leika Dúdda í hverri myndinni á fætur annarri, alveg eins Peter Sellers gerði með Clouseau varðstjóra.“ Drakúla rís úr gröfinni Wesley Snipes snýr aftur sem vam- pírubaninn Blade í framhaldsmynd- inni Blade: Trinity sem verður frumsýnd annan í jólum. Myndin hefst á því að vampíruleiðtogar heimsins eru að reyna að endurlífga sjálfan Drakúla, forföður þeirra. Þegar hann rís upp kallar hann sig Drake og er þeim óhugnanlegu eig- inleikum gæddur að geta verið á ferli í dagsljósi. Auk þess að þurfa að eiga við Drake gera vampíruleiðtogarnir Blade enn erfiðara fyrir þegar þeir siga bandarísku alríkislögreglunni, FBI, á hann. Telur hún að þar sé á ferðinni bandbrjálaður morðingi. Blade og lærifaðir hans, Whistler (Kris Kristoffersson), þurfa á allri mögulegri hjálp að halda og leita til hóps mennskra vampíra sem dóttir Whistlers, Abigail (Jessica Biel), leiðir. Fast við hlið hennar stendur Hannibal King (Ryan Reynolds). Lokaorrust- an á eftir að verða æsileg enda mætast þar stálin stinn. Ljóst er að Blade á í höggi við sinn erfiðasta andstæðing til þessa og þarf að taka á öllu sem hann á ætli hann að bera sigur úr býtum. Wesley Snipes, sem er að leika Blade í þriðja sinn, hefur leikið í fjölmörgum þekktum myndum í gegnum tíðina. Meðal annars má þar nefna New Jack City, White Men Can’t Jump, Mo’ Better Blues, Jungle Fever og Demolition Man. Kris Kristofferson, sem sömuleiðis hefur leikið í öllum Blade-myndun- um, er einnig liðtækur tónlistar- maður. Kom hann hingað til lands fyrr á árinu og hélt eftirminnilega tónleika í Laugardalshöll. ■ 32 23. desember 2004 FIMMTUDAGUR Ómissandi á DVD Peter Jackson lokar Hringadróttinssöguþríleik sínum með glæsibrag með þess- um veglega kassa sem inniheldur The Return of the King í lengdri útgáfu þar sem leikstjórinn hefur bætt tæplega 50 mínútum af efni við útgáfuna sem frum- sýnd var í kvikmyndahúsum fyrir síðustu jól. Þá fylgir gríðarlegt magn aukaefnis með í pakkanum ásamt nýrri tónlist eftir Howard Shore. [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ „Wake up. Wake up. Wake up, sleepies. We must go, yeeees, we must go at once.“ - Þolinmæði verður seint talin til helstu dyggða hins slímuga Gollris, síst af öllu þegar allt snýst um Hringinn eina. Stuðmenn og Drakúla í takt við tímann DÚDDI Dúddi á andlegu nótunum í myndinni Í takt við tímann. Eggert Þorleifsson sló í gegn á sínum tíma sem Dúddi í myndinni Með allt á hreinu. Jólagjöf til þín Það er sælla að gefa en þiggja, þess vegna höfum við hjá Ömmubakstri ákveðið að bæta við einni flatköku í pakkana hjá okkur yfir jólin, þannig að þegar þú opnar flatkökupakka næst, þá færðu fimm flatkökur í staðinn fyrir fjórar. Svo viljum við óska öllum landsmönnum nær og fjær, gleðilegra jóla og farsælls komandi árs. Starfsfólk Ömmubaksturs OCEAN’S TWELVE Litskrúðuga þjófagengið er mætt aftur til leiks og fer nú um Evrópu rænandi og ruplandi. Ocean’s Twelve „Ocean’s Twelve gerir meira út á grín en spennu og léttir og góðir sprettir halda manni ágætlega við efnið á milli þess sem maður getur dáðst að Róm. Það leynir sér líka ekki að leikararnir hafa skemmt sér konunglega við gerð myndarinnar og galsinn er smitandi þannig að ránin verða aukaatriði. Áherslan er á persónurnar og létt flipp sem er gott mál.“ ÞÞ Saw „Endaprettur Saw er líklega óvæntasti endir sem sést hefur í bíó frá því að Morgan Freeman fann hausinn á Gwyneth Paltrow í pappakassa í Seven.“ ÞÞ Íslenska sveitin „Íslenska sveitin er á köflum mjög smart, skemmti- lega tekin en er fyrst og fremst skemmtileg heim- sókn til Íslendinga í byssuleik og þeir eru vitaskuld mátulega sveitalubbalegir eins og við er að búast.“ ÞÞ The Polar Express „Sagan sem hér er sögð er einföld og sígild og það má segja að hér sé boðið upp á tæknivætt til- brigði við gamalt stef þar sem rauði þráður mynd- arinnar er mikilvægi þess að finna hinn sanna anda jólanna innra með sér og skynja friðinn og gleðina sem fylgir hátíðinni.“ ÞÞ Open Water „Myndin er alls ekki gallalaus en eftir stendur samt frumleg saga sem á köflum er bæði hrikalega spennandi og skelfilega átakanleg.“ EÁ Bad Santa „Sérstaklega skemmtileg og hressandi svört kómedía fyrir þá sem hafa vott af gálgahúmor. Billy Bob Thornton fer á kostum sem drykkfelldur jóla- sveinn, svarti dvergurinn Tony Cox sýnir stórleik sem jólaálfur og Lauren Graham leikur vergjarna gyð- ingastelpu með blæti fyrir jólasveinum. Hittir beint í mark.“ EÁ The Grudge „Þessi hrollur sver sig í ætt við The Ring og nær upp skemmtilega óhugnanlegri stemningu. Frá- sögnn er hins vegar brotakennd þannig að spennuföll verða jafn óðum og myndin nær aldrei almennilegu flugi. ÞÞ Evrópska teiknimyndin Búi og Símon: Leiðin til Gayu verður frumsýnd hérlendis á annan í jólum. Myndin er í þrívídd með ævintýralegum blæ og hlotið hefur lof fyrir falleg- ar teikningar. Myndin er byggð á persónunum Búa og Símoni úr sjónvarps- þáttunum „Ævintýri Búa og Símons“ sem notið hafa mik- illa vinsælda erlendis. Gaya er stórkostleg veröld, paradís með mögnuðu og lit- fögru landslagi og afar sérstök- um íbúum. Dag einn er töfra- steini rænt þaðan og halda þá hetjurnar Búi og Símon við þriðja mann yfir í aðra vídd til að endurheimta dýrgripinn. Þar ganga hlutirnir ekki al- veg eins fyrir sig og þeir eiga að venjast. Miklar svaðilfarir eru framundan og óvíst hvort hetjunum takist að snúa aftur til Gayu með töfrasteininn mikla. ■ Ofurtöffarinn Nicolas Cage fer með aðalhlutverkið í ævintýra- myndinni National Treasure sem verður frumsýnd hérlendis á ný- ársdag. Myndin fjallar um fjársjóðs- leitarann Benjamin Franklin Gates sem leitar að fjársjóði sem enginn telur að hafi nokkurn tím- ann verið til nema hann. Eftir að hafa leitað víðs vegar um heiminn og fengið fjöldann allan af vís- bendingum kemur í ljós að hann hefur leitað langt yfir skammt. Fjársjóðskort er falið aftan á fornu skjali sem hefur að geyma sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkj- anna. Það sem Gates hélt að væri lokapúslið í púsluspilinu er þvert á móti aðeins byrjunin á miklum ævintýrum. Miskunnarlaus brjál- æðingur (Sean Bean) ásælist skjalið og þarf Gates að taka á öllu sem hann á til að það falli ekki í rangar hendur. Nicolas Cage er einn af fremstu leikurum Hollywood í dag. Hann virðist geta ráðið við hvaða hlutverk sem er, hvort sem um er að ræða hasarmyndahetju eða alka með sjálfseyðingarhvöt sem hann lék svo eftirminnilega í Leaving Las Vegas. Hlaut hann Óskarsverðlaunin eftirsóttu fyrir hlutverkið. Leikstjóri National Treasure er John Turtletaub sem á m.a. að baki myndirnar Cool Runnings, Phenomenon og The Kid með Bruce Willis í aðalhlut- verki. ■ NATIONAL TREASURE Benjamin Franklin Gates leitar að fjársjóði um víða veröld í ævintýramyndinni National Treasure. Leitin að þjóðargerseminni BÚI OG SÍMON Teiknimyndin Búi og Símon: Leiðin til Gayu verður frumsýnd hérlendis á annan í jólum. Töfrasteinn endurheimtur BLADE OG FÉLAGAR Blade fær góða aðstoð frá þeim Abigail og Hannibal King í baráttunni við Drake.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.