Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 49
37FIMMTUDAGUR 23. desember 2004 Hugljúf fjölskyldusaga Furðulegt háttalag hunds um nótt er ljúf og skemmtileg bók. Sögu- maðurinn er 15 ára einhverfur ung- lingur sem heitir Kristófer. Lögregl- an handtekur hann í misgripum fyrir morðið á nágrannahundinum Well- ington og í kjölfarið ákveður hann að bregða sér í líki hetju sinnar Sherlock Holmes, leysa gátuna og skrifa bók um það. Kennarinn hvet- ur Kristófer áfram með skriftirnar en þegar pabbi hans les uppkastið og áttar sig á því hvað strákurinn hefur komist á snoðir um tekur hann bók- ina af honum og harðbannar frekari leynilögregluleiki. Upp frá því hefst spennandi atburðarás þar sem Kristófer þarf að takast á við ótta sinn við mannmergð og óþekkt um- hverfi. Persóna sögumannsins er með ólíkindum trúverðug. Höfundur bókarinnar, Mark Haddon, starfaði með einhverfum á unga aldri og nýtir hann sér þá reynslu afar vel. Kristófer vill ekki láta snerta sig, höndlar illa nýja staði og allt sem er gult eða brúnt. Rautt er honum hins vegar að skapi, sem og stærðfræði og eðlisfræði. Þar sem bókin er skrifuð af honum er textinn mjög lit- aður af áhugamálum hans. Samtöl- in eru einföld og lýsingar á öðru fólki og umhverfi barnslegar og hnitmiðaðar. Þótt sýn Kristófers á heiminn sé afskaplega framandi er hún um leið heillandi og furðulega rökræn, sem ýtir vel undir þá sann- færandi mynd sem dregin er upp af einhverfum einstaklingi. Það er ekki hægt að komast hjá því að hafa samúð með Kristófer. Hann er einlægur og heiðarlegur en á í gífurlegum vandræðum með að tjá sig við fólk sem hann ekki þekkir. Eins fá persónur foreldra hans ríka samúð lesenda þrátt fyrir galla sína. Þó að maður sé ekki sammála ýmsum ákvörðunartök- um foreldranna skilur maður þær upp að vissu marki. En það er einmitt lykilatriði í vel heppnaðri skáldsögu sem þessari. Persónurn- ar eru raunsæjar, gera mistök og læra af þeim. Öll fjölskyldan á það sameiginlegt að sýna þroska eftir því sem líður á bókina, sem gerir söguna enn mannlegri og áhuga- verðari fyrir vikið. Þetta er fyrsta skáldsaga höfund- ar og er hún listilega vel skrifuð. Þýðingin er jafnframt stórfín en hugsanlega hefði mátt vera meira samræmi í íslenskun á mannanöfn- um og stofnunum. Annað hvort eru öll heitin íslenskuð eða engin. Að öðru leyti er málnotkun, þýddur stíll og frágangur nær óaðfinnanlegur. Furðulegt háttalag hunds um nótt er í raun bók fyrir alla aldurshópa. Sagan er allt í senn lærdómsrík, fyndin, spennandi og hugljúf. Hún hlaut Whitbread-verðlaunin fyrir bestu skáldsöguna árið 2003, enda er þetta sérlega ánægjuleg lesning sem veitir lesendum merkilega góða innsýn í hugmyndaheim ein- hverfra og talsvert betri skilning á þeim vandamálum sem þeir og fjöl- skyldur þeirra standa frammi fyrir í lífinu. BÓKMENNTIR HLYNUR PÁLL PÁLSSON Furðulegt háttalag hunds um nótt Höf: Mark Haddon Þýð: Kristín R. Thorlacius Útg: Mál og menning MARK HADDON Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.