Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 55
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 GUÐ Framundan eru jólin, þegar viðminnumst þess að Jesús fædd- ist. Jesús var Guð og líka maður. Guð varð maður. Hann varð eins og við í þeirri von að við myndum vilja verða eins og Hann. GUÐ vill ekki neyða okkur til samfélags við sig. Hann vill að við viljum vera með honum. Hann er hin fullkomna ást. Hann neyðir okkur ekki til að elska sig. Hann vill ekki að við séum þrælar sínir. Hann vill að við verðum ástfangin af Honum af fúsum og frjálsum vilja. Hann elskar okkur skilyrðis- laust. En Hann gefur okkur frelsið til að velja. EN HVER er Guð? Hann er ekki jólasveinninn. Hann er ekki ein- hver eldri maður sem á heima uppí himingeimnum. Guð er ekki ill- gjarn eða langrækinn. Guð ber ekki ábyrgð á illverkum mann- anna. Þegar þjóðarleiðtogar fara í stríð í Guðs nafni eru þeir einfald- lega að ljúga. Guð tekur engan þátt í stríðum þeirra. Hann þjáist fyrir þau. Guð stendur ekki á bakvið ill- verkin sem framin eru í heiminum. Það er ekki Guði að kenna að við áttum slæma æsku. Guð er kær- leikur. „Hvað sem þú gerir einum minna minnstu bræðra, það gerir þú mér,“ sagði Hann. Allt illt sem við gerum öðrum gerum við Guði. En allir sem eru í kærleikanum eru í Guði, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Guð er hafinn yfir allar kenningar. EINU sinni hélt ég að ég væri guð. Einn daginn áttaði ég mig á því að það hlyti að vera til eitthvað merkilegra afl í alheiminum en ég. Þá fór ég að leita að Guði. Og ég fann kærleikann. Guð er alltaf hérna og núna. Hann býr í okkur og Hann býr í öðru fólki. GUÐ er ekki í trúarbrögðunum. Trúarbrögðin eru mörg. Guð er alltaf bara einn Guð. Kærleikurinn er ekkert frábrugðinn hjá búddist- um eða hjá hindúum, eða kristnum. Kærleikurinn er sjálfstæður og sjálfum sér nógur. Hann stendur með lítilmagnanum og sakleysingj- unum. Hann fyrirgefur endalaust og tekur alltaf við okkur aftur og aftur hvað sem við höfum gert Honum. Hann yfirgefur okkur aldrei. Af öllum undrum veraldar er kærleikurinn mestur. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. ■ JÓNS GNARR BAKÞANKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.