Fréttablaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 8
8 24. desember 2004 FÖSTUDAGUR ASALI FÆR JÓLAGJÖF Ljónsunginn Asali sem er í Taronga dýra- garðinum í Sydney í Ástralíu fékk að opna einn jólapakka í gær, á undan okkur hinum. Ekki er alveg vitað hvert innihaldið var en það mun þó hafa verið nokkuð blóðugt. Hagkaup og Velferðarsjóður barna: Veittu styrk upp á fjórar milljónir GÓÐGERÐARMÁL Finnur Árnason framkvæmdastjóri Hagkaupa og Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi ráðherra og framkvæmdastjóri Velferðasjóðs barna afhentu í vik- unni Mæðrastyrksnefnd og Hjálp- arstofnun Kirkjunnar styrk að upp- hæð 4 milljónir króna til kaupa á jólagjöfum fyrir börn og unglinga. Með þessum styrk vilja Hagkaup og Velferðarsjóður barna leggja sitt af mörkum til þess mikla góðgerða- starfs sem Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnun kirkjunnar standa að. Ingibjörg Pálmadóttir hefur ver- ið framkvæmdastjóri Velferðar- sjóðs barna undangengin tvö ár en sjóðurinn er samstarfsverkefni Íslenskrar erfðagreiningar og heil- brigðisráðuneytisins. Á síðastliðn- um fimm árum hefur sjóðurinn var- ið um 300 milljónum til velferðar- mála barna. Þetta eru önnur jólin í röð sem Hagkaup leggja til styrk til Mæðra- styrksnefndar en þau sinna einnig ýmsum öðrum góðgerðarmálum. ■ 800 ÞÚSUND GESTIR Á meðan á verkfalli grunnskólakennara stóð voru flettingar á heimasíðu Kenn- arafélags Reykjavíkur 800 þús- und. Frá því er greint á heimasíð- unni að lagt hafi verið kapp á að koma síðunni í loftið tímanlega fyrir verkfall. Flestar hafi flett- ingarnar verið 40.000 á sama sól- arhringnum í verkfallinu. VIÐRÆÐUM FRESTAÐ Kjaravið- ræðum samninganefnda starfs- manna og eigenda Norðuráls hefur verið frestað fram yfir ára- mót. Kjarasamningur starfs- manna rennur út um áramótin. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir menn ekki farna að takast á um kröfurnar að neinu marki: „Við erum rétt farnir að ræðast við“. ■ KJARAMÁL Fjölbraut við Ármúla: Skólameistari valinn SKÓLAMÁL Gísli Ragnarsson, aðstoð- arskólameistari við Fjölbrautaskól- ann í Garðabæ, verð- ur næsti skólameist- ari Fjölbrautaskól- ans við Ármúla. Gísli tekur við stjórn 1. janúar. Gísli er ráðinn til fimm ára. Hann tekur við af Sölva Sveinssyni, sem mun taka við starfi skóla- stjóra Verzlunar- skóla Íslands. Gísli starfaði sem aðstoðar- skólameistari frá 1985. Hann var valinn úr hópi tíu umsækjenda og mælti skólanefnd Fjölbrautaskóla Ármúla einróma með ráðningu hans, samkvæmt vef menntamála- ráðuneytisins. - gag Þingflokkur Frjálslynda flokksins sendir landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökkum fyrir það liðna. HÁSKÓLI ÍSLANDS Konur eru í meiri- hluta í uppeldisgreinum og hjúkr- unarfræði og hefur sókn karla í þær greinar ekki aukist jafnmikið undanfarin ár og sókn kvenna í hefðbundnar karlagreinar. Af öll- um deildum er hlutfall kynjanna ójafnast í hjúkrunardeild en þar eru 97 prósent nemenda konur. Í raunvísindadeild eru konur fjölmennari en karlar en þar er misskiptingin mikil í sumum skorum. Í stærðfræðideild eru þær til dæmis bara 30 prósent, eðlisfræðiskor fjórðungur eða 24 prósent og í matvælafræði 74 pró- sent. Í verkfræðinni eru karlmenn yfirleitt í meirihluta, eða 72 pró- sent, en þó hefur sókn kvenna aukist síðustu ár. Í umhverfis- og byggingaverkfræði eru konur 51 prósent en í tölvunarverkfræði- skori eru þær aðeins 12 prósent. Í viðskipta- og hagfræðideild eru konur í meirihluta, eða 53 prósent. Konurnar eru fleiri í viðskiptaskori en hagfræðiskori. Þær eru 58 prósent í viðskiptun- um en 37 prósent í hagfræðinni. Berglind Rós Magnúsdóttir, jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, segir að konur séu að meðaltali eldri en karlarnir þegar þær koma í háskólann. Þær séu að meðaltali 28 ára meðan karlarnir séu 26 og það kunni að vera ein af ástæðunum fyrir því hvers vegna konur eru svo margar í skólanum. Hún segir að svo virðist sem meiri virðing sé fyrir námi, sem í hugum flestra tengist karl- mennsku, og því sé ásókn beggja kynja meiri í þær greinar. Þessum hugmyndum þurfi að breyta ef rétta eigi kynjahlutföll. Mikil- vægt sé að karlar sinni kennslu-, uppeldis- og hjúkrunarstörfum. Innan Háskóla Íslands er verið að kanna af hverju karlar sækja ekki meira í hjúkrunarfræðina, ekki síst þar sem hlutfall þeirra er hærra í nágrannalöndunum. Stúlkur eru fjölmennari en piltar á framhaldsskólastigi og virðast piltarnir frekar hverfa frá námi. Erlendar rannsóknir sýna að sjálfstraust stúlkna eykst með meiri menntun meðan sjálfstraust karla virðist óháðara menntun- inni. Konurnar sækja ekki bara námsgráðu heldur líka þor til að hafa rödd og áhrif í samfélaginu. ghs@frettabladid.is Konur eldri en karlarnir Konur í grunnnámi, meistaranámi og doktors- námi við Háskóla Íslands eru 63 prósent nemenda miðað við 20. október 2004. Nánari upplýsingar má sjá á www.hi.is/page/jafnrettismal. IÐNAÐUR Heimsmarkaðsverð á áli hefur ekki verið hærra að meðal- tali frá árinu 1995. Eftirspurn áls hefur aukist hraðar á árinu en á síðustu tuttugu árum. Í fyrsta skipti í fjögur ár er eftirspurn meiri en framboð. Hrannar Pétursson upplýsinga- fulltrúi Alcan segir framleiðslu í áverinu í Staumsvík ekki verða aukna verulega vegna mikillar eftirspurnar. Framleiðslan hafi þó aukist þar síðustu ár. Hún verði 178 þúsund tonn, þremur prósentum meiri en á árinu á undan: „Það verður erfiðara á hverju ári að bæta við. Við erum ekki að stækka verksmiðjuna en reynum að fá meira út úr því sem við höfum.“ Hrannar segir að þrátt fyrir að vel gangi um þessar mundir sé óljóst hvort álverið stækki: „Það er verið að skoða málin í rólegheitun- um. Við erum hluti af mjög stóru fyrirtæki sem rekur tuttugu álver og verið er að skoða kostina hér og meta þá gegn kostum annars stað- ar.“ - gag ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK Í BAKSÝN HAUKAHEIMILISINS Álnotkun í Kína hefur aukist svo mikið að ríkið er að verða það áhrifamesta í heimin- um. Fyrir tíu árum notuðu Kínverjar einn fjórða af því sem Kanar nýttu. Á næsta ári er spáð að þeir fari fram úr Bandaríkja- mönnum. Framleiðsla áls í Straumsvík ekki aukin verulega: Hæsta álverð í níu ár FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N BERGLIND RÓS MAGNÚSDÓTTIR Jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands telur með- al annars að virðing fyrir námi, sem í hug- um flestra tengist karlmennsku, sé meiri og því sæki bæði kynin meira í þær greinar. SÖLVI SVEINSSON Fráfarandi skólameistari. FRÁ AFHENDINGUNNI Frá vinstri: Finnur Árnason, Arndís Arnarsdóttir, Ingibjörg Pálmadóttir, Margrét K. Sigurðardóttir, Amalía Jóna Jónsdóttir, Aðalheiður Fransdóttir og Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar. Veðrið á aðfangadag: Spáð stormi fyrir austan VEÐUR Veðurstofa Íslands spáir stormi á Austur- og Norðaustur- landi upp úr hádegi í dag. Á Norð- austurlandi má gera ráð fyrir vax- andi norðvestanátt og snjókomu eða éljum víða og vindhraða upp á fimmtán til tuttugu metra við ströndina og því ekkert ferðaveð- ur. Frost verður tíu til tuttugu stig í dag, kaldast í innsveitum, en talsvert mildara á morgun. Frost verður tíu til tuttugu stig en verð- ur talsvert mildara á jóladag. Nokkuð hvasst verður á höfuð- borgarsvæðinu í dag og búast má við éljum og skafrenningi því meðfylgjandi. Samkvæmt veður- stofu er spáð norðaustanátt og vindhraða upp á fimm til tíu metra á sekúndu og frosti um átta til fjórtán stig. Á jóladag hlýnar og má gera ráð fyrir fimm til tíu stiga frosti. Á Suðurlandi er spáð skafrenn- ingi og kulda, sjö til átján stigum, en kaldast verður til inn til lands- ins, en veður verður mildara á jóladag eins og víðast hvar. - bs EKKERT FERÐAVEÐUR Spáð er snjókomu og stormi á Austur- og Norðausturlandi í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.