Fréttablaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 28
Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna Íslendingar og fleiri Norður-Evrópumenn hefja jólahald sitt klukkan sex á Að- fangadag. Tímamótin leituðu að skýringum á þessu og fundu bestu skýringuna á Vísindavefn- um, í svari Einars Sigurbjörns- sonar prófessors við spurningu lesanda. Svarið fer hér á eftir: Fæðingarhátíð Jesú Krists, jólin, er haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desem- ber, nefnist hjá okkur aðfanga- dagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahalds- ins. Helgin hefst síðan um miðj- an aftan eða kl. 18. Þá er orðið heilagt og í hönd fer jólanóttin. Í þessu fylgjum við Íslend- ingar fornum sið. Helgidaga- og hátíðahald kristinna manna studdist upprunalega við gyð- inglegt tímatal, en hjá þeim hefst dagurinn við sólsetur. Þetta kemur fram í sköpunar- sögunni þar sem segir um hvern dag: Það varð kveld og það varð morgunn ... Utan gyðinglegs landsvæðis var hins vegar ekki miðað við sólsetur heldur við miðaftan. Þetta er í fullu gildi hjá okkur um jólin. Um miðaft- an 24. desember er orðið heil- agt, jólin komin með aftan- söngnum í kirkjunum, 25. des- ember runnin upp. Að loknum aftansöng hefst aðalveisla jól- anna og eftir það eru pakkarnir opnaðir. Að fornu var aðal- messa jólanna um miðnættið eins og fram kemur í mörgum íslenskum þjóðsögum og hefur sá siður víða verið tekinn upp að nýju í þjóðkirkjunni okkar. Okkar siðir eru skemmtilegir og styðjast við forna venju, en við þurfum jafnframt að gæta merkingar þeirra og láta jóla- haldið sjálft ekki hefjast of snemma. Jóladagurinn er 25. desember. Við teljum hann renna upp kl. 18 þann 24. Sama gildir um aðra hátíðisdaga kirkjuársins og raunar sunnu- dagana líka. Hátíðin hefst um miðjan aftan daginn áður. Áður fyrr ó og sums staðar enn meðal nágrannaþjóðanna ó er kirkjuklukkum hringt um mið- aftan á laugardögum og að- fangadögum hátíðanna til að minna á upphaf helginnar. Í fornum reglum sagði að hátíð- irnar jól, páska og hvítasunnu ætti að hringja inn milli kl. 17 og 18 á aðfangadag þeirra. Ég held að þessi venja hafi lagst niður víðast hvar á landinu, en mér er í barnsminni þegar kirkjuklukkum í Reykjavík var hringt í klukkutíma á aðfanga- dögum hátíða. ■ 28 24. desember 2004 FÖSTUDAGUR JÓHANN LANDLAUSI, bróðir Ríkharðs ljónshjarta, fæddist þennan dag 1167. Veisla að loknum aftansöng AÐFANGADAGUR JÓLA: HEILÖG STUND KLUKKAN 18 „Þannig óskum við þess og mælum staðfast- lega fyrir um að enska kirkjan skuli vera ævin- lega frjáls og menn í konungdæmi voru haldi öllu frelsi, réttindum og hlunnindum, sem mælt var hér að framan....“ Þetta er upphafið að lokaklausunni í „Magna Carta“. Jóhann dó árið eftir að hann ritaði undir þessa frelsisskrá enska aðalsins. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Grétar Guðbergsson jarðfræðingur er sjötugur í dag. Heimir Sindrason tann- læknir, formaður Tann- læknafélags Íslands, er sextugur. Hlíf Svavarsdóttir ballerína er 55 ára. Guðjón Bergmann jógakennari er 32 ára í dag. GULLBRÚÐKAUP Hjónin Ástríður Hjartardóttir og Guð- leifur Sigurjónsson eiga gullbrúðkaup (50 ára) í dag, 24. desember. Þau eru stödd erlendis. ANDLÁT Hólmfríður Jónasdóttir frá Sílalæk, Hjarðarhaga 60, Reykjavík, lést 21. des- ember. Ólafur Sveinsson, Safamýri 61, lést 21. desember. Hilda Árnadóttir frá Ásgarði, Vest- mannaeyjum, Lindarsíðu 4, Akureyri, lést 17. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ingi Vigfús Guðmundsson, Skagaseli 9, Reykjavík, lést 16. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þennan dag árið 1814 sömdu Bandaríkjamenn frið við Breta í stríði sem hófst 1812. Friðarsátt- málinn var undirritaður í Ghent í Belgíu. Bandaríkjamenn studdu Napóleon og Frakka í stríði þeirra í Evrópu. Grunnt hafði ver- ið á því góða milli þjóðanna allt frá því að Bandaríkin rifu sig laus frá Bretlandi. Bandaríkjamenn vildu líka launa Frökkum stuðn- inginn í frelsisstríðinu. Banda- ríkjamönnum vegnaði vel fyrst í stað en stríðsgæfan er hverful. Þeir réðust inn í Kanada á þrem stöðum en Bretum tókst að hrinda árásunum. Eftir ósigur Napóleons sóttu Bretar í sig veðrið og í ágúst lögðu þeir Washington undir sig og brenndu Hvíta húsið, þinghúsið og fleiri byggingar til þess að hefna fyrir herverk bandarískra í innrásinni í Kanada. En þótt frið- ur væri saminn á aðfangadag barst fréttin ekki fyrr en næstum tveim mánuðum seinna til Am- eríku, því seglskip voru lengi á leiðinni yfir Atlantshafið. 8. janú- ar 1815 réðst mikill breskur liðs- afli á New Orleans en beið af- hroð. Þetta var síðasta orrustan og fréttir af henni bárust banda- rískum almenningi um svipað leyti og fréttir af friðarsamning- unum í Ghent. HVÍTA HÚSIÐ. Bretar kveiktu í því 1814. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1801 Gufuvagni Trevihicks ekið upp brekku í Cornwall með sjö farþega. Þetta var eiginlega fyrsti bíllinn. 1865 Ku Klux Klan stofnað í Pulaski í Tennessee. 1903 Fyrsta bílnúmerið í Bret- landi, A-1, gefið út. Eigand- inn var Russell lávarður, bróðir Bertrands Russell. 1922 Ava Gardner fæðist í Smith- field í Norður-Karólínu. 1934 Jólakveðjur lesnar í fyrsta sinn í Ríkisútvarpinu, klukk- an 20.30. 1942 Útsendari Frjálsra Frakka drepur Darlan aðmírál í Alsír. 1956 Ungverskir flóttamenn koma til Íslands, 52 talsins. Bandaríkjamenn semja frið við Breta Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér á síðunni má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Elskuleg móðir mín, amma og langamma, Ragnheiður I. Magnúsdóttir frá Prestsbakka, lést miðvikudaginn 15. desember á hjúkrunar- og dvalarheimilinu, Klausturhólum. Jarðsett var þriðjudaginn 21. desember á Prests- bakka á Síðu. Alúðarþakkir til starfsfólks fyrir frábæra umönnun og vistfólks fyrir elskulegt viðmót. Sendum ykkur öllum, vinum og kunningjum, okkar bestu jóla- og nýársóskir. Ingibjörg J. Hermannsdóttir, Magnús H. Axelsson, Daníel Hrafn Magnússon, Melkorka Magnúsdóttir, og fjölskylda. Brautryðjandi í Villta Vestrinu Þennan dag 1809 fæddist Christoph- er Houston Carson í Richmond í Kentucky. Hann gekk seinna undir nafninu Kit Carson og var aðalhetj- an í nýrri bandarískri bókmennta- grein, „Vestrunum“. Stuttu eftir að hann fæddist fluttist fjölskyldan til Howard í Missouri og þar um slóðir hófst slóð margra landnámsmanna á leið til ónuminna landa Ameríku. Leiðin var kölluð „Santa Fe-slóðin“. Kit Carson strauk að heiman og komst til Santa Fe. Þótt hann væri hvorki læs né skrifandi lærði hann spænsku nóg til þess að geta unnið sem túlkur. Hann lagði fyrir sig veiðar og drakk í sig kunnáttu loð- dýrakarla í Klettafjöllunum. Carson byrjaði snemma að eltast við indíána og varð þekktur fyrir dugn- að sinn í því að rekja slóðir. Hann varð fyrst frægur þegar hann að- stoðaði Fremont í landkönnunar- leiðöngrum í Oregon. Fremont var hrifinn af hæfileikum Carsons og réði hann aftur þegar hann kannaði Saltvatnið mikla, Salt Lake, og Sierra Nevada eyðimörkina. Carson fór með Fremont í stríðið við Mexíkó og barðist af mikilli hörku við indíána í Nýja Mexíkó. Þrátt fyrir eilífar skærur við frumbyggj- ana bar Carson mikla virðingu fyrir indíánum og eftir að hann varð eftirlitsmaður með málefnum indíána í Colorado fór hann í leið- angur til Washington til þess að tala máli þeirra. Þá var hann farinn að heilsu og lést skömmu eftir að hann kom úr þeirri ferð, 58 ára gamall. Hann var tvímælalaust frægastur þeirra Bandaríkjamanna 19. aldar sem ruddu landnemum braut um víðar lendur vesturríkjanna. ■ KIT CARSON: Þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. JÓLASTEMNING Á LAUGAVEGINUM Í REYKJAVÍK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.