Fréttablaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 44
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Dreifing: 515 7520 Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 – fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Rauðklæddur vágestur Alveg er það merkilegt eins ogÚtlendingastofnun hefur staðið sig í að halda alls konar slekti frá landinu að hinn ameríski Santa Claus skuli fá að valsa um hér ár eftir ár og stofna atvinnuöryggi íslenskra alvörujólasveina í hættu. Danskir vítisenglar eru snúnir niður í Leifsstöð og sendir aftur niður í undirheima Kaupmanna- hafnar með næstu vél, og meira að segja friðsamir stúdentar frá Úkra- ínu eru sendir heim ef grunur leik- ur á því að þeir búi hér í ástlausu hjónabandi. HÆTT ER VIÐ að afrískir töfra- læknar eða kínverskir hómópatar fengju hér óblíðar viðtökur ef þeir smygluðu sér inn í landið og færu að praktísera hér í leyfisleysi og héldu því fram að þeir væru hinir einu og sönnu kunnáttumenn í sínu fagi og íslenskir læknar væru að- eins lélegar eftirlíkingar. Í ljósi þessa er það furðulegt að hinn bandaríski brúsaskeggur skuli hafa komist upp með að praktísera skrípalæti sín á Íslandi í meira en hálfa öld án landvistarleyfis og leggja í rúst þá fornu og þjóðlegu atvinnugrein íslensku jólasvein- anna að hræða börn með gassa- gangi. Í ÖÐRUM LÖNDUM hefur verið gripið til sérstakra ráðstaf- ana gegn þessum rauðklædda vá- gesti. Víða í Þýska sambandslýð- veldinu hefur hann verið gerður út- lægur og lýst hefur verið yfir „jóla- sveinalausum svæðum“, þar sem hvítskegg er bannað að láta sjá sig. Hérlendis er þessu á annan veg farið. Santa Claus hefur lagt undir sig megnið af starfsvettvangi jóla- sveinanna og ríkir einn á gleðisam- komum, jólatrésskemmtunum og í kringlum og smáralindum. SYNIR GRÝLU OG LEPPALÚÐA mega snapa gams meðan hinn bandaríski keppinautur þeirra veður hér uppi vegabréfslaus og enginn spyr um atvinnuleyfi. Þarna eru vissulega stórir hagsmunir í húfi því að reiknimeistarar hafa komist að þeirri niðurstöðu að íslensk börn fái gjafir að andvirði 200 milljón króna í skóinn á aðventunni – áður en brestur á með alvöru jólagjafir á að- fangadagskvöld. Ef ekki verður tekið á þessu máli fyrr en síðar líður að því að við förum að segja „Merry Christmas“ við börnin okkar í stað þess að segja: GLEÐILEG JÓL! BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.