Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR ÍÞRÓTTAMAÐUR KEFLAVÍKUR Í dag verður kjöri á íþróttamanni Keflavík- ur lýst, en athöfnin fer fram í félagsheim- ili Íþróttabandalags Reykjanesbæjar að Hringbraut 108 í Keflavík og hefst stund- víslega klukkan átta í kvöld. Útnefna á íþróttamann hverrar deildar. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 27. desember 2004 – 353. tölublað – 4. árgangur ● er mikill rokkari í sér Sigurvegari Popp- punktskeppninnar Stefán Máni: ▲ SÍÐA 46 FORELDRAR MEÐAL BRENNU- VARGA Fullorðið fólk kveikti í áramóta- brennunni í Grindavík á miðnætti á jóla- dag. Slökkviliðstjórinn segir einkennilegt að fræða börnin um eldhættur þegar foreldrar sumra þeirra kveikja í ólöglegum brennum á jólunum. Sjá síðu 6 JÚSJENKO SPÁÐ SIGRI Samkvæmt útgönguspám hafði leiðtogi stjórnarandstöðu Úkraínu, Viktor Júsjenko, 15 prósentum fleiri atkvæði í annarri umferð forsetakosninga þar í landi en andstæðingur hans, Viktor Janúkovitsj forsætisráðherra. Sjá síðu 6 VÖKNUÐU VIÐ ÞJÓFA Brotist var inn á fjórum stöðum í Reykjavík frá því klukkan fimm á jóladagsmorgun og til klukkan ell- efu um kvöldið. Húsráðandi í Breiðholti vaknaði við þrusk og kom að þjófum í eld- húsinu. Sjá síðu 4 Kvikmyndir 22 Tónlist 22 Leikhús 22 Myndlist 22 Íþróttir 22 Sjónvarp 24 Sigrún Ágústsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Góðhestar á gardínum ● fasteignir ● hús ● heimili Fimmtudagar Me›allestur dagblaða Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 68% 43% MorgunblaðiðFréttablaðið KÓLNAR Á NÝ Éljagangur sunnan og vestan til en bjartviðri allra austast. Hiti við eða undir frostmarki. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 LÖGREGLUMÁL Berglind Kristins- dóttir, lögreglufulltrúi í skatta- og efnahagsbrotadeild Ríkislög- reglustjóra, er útskrifuð úr lög- regluháskóla bandarísku alríkis- lögreglunnar, FBI. Berglind var í hópi 249 nem- enda frá 24 löndum sem útskrif- aðist 10. desember, ein af átján konum. Hún er fimmti Íslend- ingurinn síðustu fimmtán ár sem lýkur ellefu vikna námi við skólann. „Námið tók í. Ég valdi mér áfanga og lauk þeim annað hvort með prófi eða verkefnaskilum. Námið var því töluverð vinna og tímasókn mikil,“ segir Berglind: „Ég valdi til dæmis að fara í yfirheyrslutækni. Þar voru margir nýir punktar og margt sem maður getur tileinkað sér.“ Berglind segir starfsaldur þeirra sem stunduðu námið að meðaltali hafa verið um sautján ár. Námið hafi hún stundað á hervelli sem standi um 65 kíló- metra utan Washington-borgar. Hún hafi verið tilnefnd af Har- aldi Johannessen ríkislögreglu- stjóra til þess. Síðast hafi lög- reglumaður frá Íslandi farið utan árið 2001. - gag Meira en tíu þúsund látnir Ekki er talið að Íslendingar sem eru á slóðum jarðskjálftans í Indlandshafi hafi meiðst. HAMFARIR Talið er að yfir 10 þús- und manns hafi látið lífið af völd- um flóðbylgja sem gengu yfir sex Asíuríki við Indlandshaf í gær í kjölfar öflugasta jarðskjálfta síð- ustu 40 ára. Talið er að hamfarirn- ar hafi sett líf meira en milljón manna úr skorðum. Skjálftinn átti upptök sín skammt vestur af eyjunni Súmötru í Indónesíu. Á þeim slóðum mætast jarðflekar þar sem svonefndur Indó-Ástralíufleki gengur undir Evrasíuflekann með tilheyrandi umbrotum. Skjálftinn var 8,9 stig á Richter-kvarða og námu jarð- skjálftamælar hann um allan heim, meðal annars hér á landi. Við jarðskjálftann lyftist sjávarbotninn þannig að gífurleg- ar flóðbylgjur mynduðust og fóru um sex metra háar á ógnarhraða yfir Indlandshaf. Þær brotnuðu svo á strandlengjum landanna beggja vegna Bengalflóa. Í Indónesíu, Sri Lanka og á Indlandi skoluðust heilu þorpin á braut, sóldýrkendur bárust á haf út og snorkkafarar lömdust yfir kóral- rif í túristalendum Taílands. Á Maldíveyjum, eyjaklasa suður af Indlandi sem er um 2.500 kíló- metra frá upptökum skjálftans, varð mikið tjón en eyjarnar rísa hvergi hærra en 1,8 metra yfir sjávarmál. Neyðarvakt var komið á í utan- ríkisráðuneytinu í gær vegna ís- lensks ferðafólks sem er á ferð í Asíu og setti fjöldi ættingja sig í samband við ráðuneytið til þess að spyrjast fyrir um afdrif Íslend- inga sem staddir eru á hamfara- svæðunum. Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi skaðast í flóð- unum, en í gærkvöld hafði þó ekki náðst í nokkurn hóp fólks ennþá. Á lista ráðuneytisins yfir Íslend- inga á þessum slóðum voru um 65 manns. Símasamband við ham- farasvæðin var stopult, en í utan- ríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að reynt yrði að að- stoða fólk eftir megni í gegnum ræðismenn á viðkomandi stöðum eða norrænu utanríkisþjónustuna. Fregnir bárust þó af því að stöku ferðamenn hefðu verið hætt komnir og mörgum var mjög brugðið. Talsvert er af erlendum ferðamönnum á skjálftasvæðun- um og er fjölmargra saknað. -óká/shg/ht Sjá síður 2, 4 og 8 BERGLIND KRISTINSDÓTTIR Segir námið hjá FBI hafa verið strembið. Það eigi örugglega eftir að nýtast henni vel, sérstaklega við yfirheyrslur. FLÓÐBYLGJAN Ómar Valdimarsson vinnur á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins í Indónesíu. Hann segir að eyðileggingin sé ótrúleg. „Það kemur tveggja til fjögurra metra hár vatnsveggur á 5-600 kíló- metra hraða. Fólk er varnarlaust og kastast fleiri hundruð metra. Landið er algjörlega flatt eftir og bara ræturnar standa upp úr.“ Hann hafði heyrt af konu sem var í sólbaði á Phuket og lá á ströndinni þegar hún sá vatnsvegginn allt í einu yfir sér. Hún átti fótum fjör að launa, komst inn í næsta hús sem síðan fylltist af sjó og eyðilagðist. Konunni varð ekki meint af. Ómar segir náttúruhamfarir svo tíðar á þessu svæði að eitthvað gerist að meðaltali rúmlega tvisvar á dag, jarðskjálftar vikulega. Rauði krossinn hafði náð sam- bandi við eitt hérað af sex seinni partinn í gær. Neyðarsveitir höfðu verið kallaðar út og svo fóru starfs- menn á svæðisskrifstofum í Bang- kok og Delí að skipuleggja viðbrögð alþjóðahreyfingarinnar. - ghs Sjá nánar síðu 8 Var í lögregluháskóla bandarísku alríkislögreglunnar: Íslensk kona útskrifast frá FBI Ómar Valdimarsson: Fólk er varnarlaust AFLEIÐINGAR FLÓÐBYLGJU Á INDLANDI Sjálfboðaliðar að störfum eftir að flóðbylgja gekk yfir strönd í borginni Madras í suðurhluta Tamil Nadu héraðs á Indlandi í gær. ÍBÚAR FLUTTIR Á BROTT Íbúar í Lhokseumawe í Aceh-héraði í Indónesíu voru fluttir burt í vörubílum lögreglu eftir að flóðbylgjur gengu yfir bæinn í gær. Yfirvöld og sjónarvott- ar báru að þegar flæddi út hefði víða mátt sjá lík drukknaðs fólks skorðuð uppi í trjám.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.