Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 4
4 27. desember 2004 MÁNUDAGUR Ferðamenn í suðurhluta Taílands: Hlupu öskrandi frá ströndinni TAÍLAND, AP „Allt í einu voru göt- urnar á kafi í sjó og fólk hljóp öskrandi frá ströndinni,“ sagði Ástralinn John Hyde, sem var í jólafríi á suðurhluta Taílands þegar gífurleg flóðbylgja gekk þar yfir. „Straumurinn tók fólkið með þrátt fyrir að það væri ennþá á mótorhjólunum sínum,“ sagði annar ástralskur ferðamaður, Simon Morse. „Flóðbylgjan tók bíla með sér og ýtti þeim áfram eftir veginum. Þeir rákust síðan á ýmsa hluti á leiðinni.“ Eigandi tveggja ferðamanna- staða á Phi Phi-eyjum, þar sem Hollywood-myndin The Beach með Leonardo DiCaprio í aðal- hlutverki var tekin upp, sagði að flóðbylgja hefði tekið með sér 200 af íbúðunum sínum, ásamt starfsmönnum og viðskiptavin- um. „Ég er hræddur um að marg- ir erlendir ferðamenn hafi týnt lífi og einnig mikið af starfsfólk- inu mínu,“ sagði hann. Óttaðist hann að um 700 manns hefðu verið úti á strönd þegar bylgjan skall á. ■ JARÐSKJÁLFTI Jarðskjálftinn við Súmötru varð vegna jarðfleka- hreyfinga. Ragnar Stefánsson jarðeðlisfræðingur segir að gífur- leg orka leysist úr læðingi við slík- ar aðstæður og geti flóðbylgjur sem myndast af þeim sökum borist þúsundir kílómetra. Hann telur enga hættu á slíkum skjálftum við Ísland. Jarðskjálftinn undan ströndum Súmötru varð í gærmorgun á þús- und kílómetra löngu misgengi en það er hluti af skjálftabelti sem teygir sig frá Indónesíu allt vestur að Miðjarðarhafi. Þarna gengur Indó-Ástralíuflekinn undir Evr- asíuflekann með tilheyrandi um- brotum. Ragnar Stefánsson jarðeðlis- fræðingur telur litlar líkur á fleiri stórum skjálftum á þessum stað í bili. Hins vegar kann skjálftinn í gær að auka líkur á skjálftum vest- ur eftir beltinu þar sem spenna er fyrir. Þannig má vera að stór skjálfti á Níkóbareyjum austur af Indlandi í gær tengist Súmötru- skjálftanum. Þegar jarðskjálftar verða undir hafsbotninum við slík flekamót lyftist sjávarbotninn um nokkra metra eftir endilangri sprungunni og ryður frá sér ókjörum af sjó. Því mynduðust margra metra háar flóðbylgjur í kjölfar skjálftans með hræðilegum afleiðingum. Ragnar segir þessar bylgjur geta ferðast þúsundir kílómetra en þeim þverr krafturinn eftir því sem fjær dregur upptökunum. Sé litið til orkulosunar er Súmötruskjálftinn um 5.000 sinn- um öflugri en Suðurlandsskjálft- arnir árið 2000. Hins vegar er munurinn á áhrifunum ekki mikill að öðru leyti en því að svæðið sem varð fyrir miklu tjóni í Suður- landsskjálftunum var margfalt minna en svæðið í skjálftanum í gær. Ragnar telur engar líkur á að slíkar hamfarir geti orðið hérlend- is, því jarðskorpan hér er þynnri og bindur því minni orku. „Þunn spýta miðað við þykkan planka,“ segir hann. sveinng@frettabladid.is Innbrot á jólanótt: Vöknuðu við þjófa LÖGREGLA Brotist var inn á fjórum stöðum í Reykjavík frá því klukk- an fimm á jóladagsmorgun og til klukkan ellefu um kvöldið. Hús- ráðandi í Breiðholti vaknaði við þrusk og kom að tveimur inn- brotsþjófum í eldhúsinu. Þjófarn- ir ruku tómhentir á brott. Á öðru heimili í Breiðholti fór innbrotsþjófur tómhentur á brott þegar húsráðandi kom að honum. Á heimili í austurborginni var far- tölvu, skartgripum og fleiru stolið í innbroti. Þjófarnir komust inn um ólæsta svalahurð. Lögregla hefur ákveðna menn grunaða um innbrotin. - hrs PÁFI BIÐUR FYRIR FÓRNAR- LÖMBUNUM Margir ferðamenn og pílagrímar voru saman komnir til að hlýða á ræðu Jóhannesar Páls páfa á Péturstorginu í Páfagarði. Páfi bað fyrir fórnarlömbum ham- faranna í Suðaustur-Asíu og harm- aði að slíkir atburðir skyldu hafa orðið í miðri jólahátíðinni. Einnig kallaði páfi á aðgerðir frá alþjóða- samfélaginu til að aðstoða þjóðirn- ar sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum hörmungum. EVRÓPUSAMBANDIÐ SENDIR FJÁR- HAGSAÐSTOÐ Þrjár milljónir evra voru sendar frá Evrópusamband- inu til Suðaustur-Asíu um leið og fréttir bárust af jarðskjálftunum. Fjárhagsaðstoðinni verður komið til skila í gegnum Rauða krossinn og önnur mannúðarsamtök. SAMÚÐARKVEÐJUR FRÁ PÚTÍN Vladimír Pútín Rússlandsforseti sendi samúðarkveðjur til leiðtoga ríkjanna sem urðu að þola mest mannfall eftir jarðskjálftann. Rúss- ar máttu sjálfir þola eitthvert mannfall en einhver rússnesk fórn- arlömb eru á lista yfir látna ferða- menn. BANDARÍKIN LEGGJA FÓRNAR- LÖMBUM LIÐ George Bush Banda- ríkjaforseti sendi fórnarlömbum jarðskjálftans samúðakveðjur í gær. Þá sagði Bush að Bandaríkin myndu leggja sitt af mörkum til þeirra þjóða sem verst urðu úti í náttúruhamförunum. BRETADROTTNING VOTTAR SAMÚÐ Elísabet Bretadrottning vottaði fórnarlömbum flóðanna í Asíu sam- úð sína í gær. Drottningin sagðist taka hamfarirnar í Asíu mjög nærri sér. ■ JARÐSKJÁLFTINN Ferð þú í jólaboð? Spurning dagsins í dag: Fékkstu góðar jólagjafir? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 30% 70% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun ALLT Á KAFI Bátar og bílar voru á kafi víða um strendur suðurhluta Indlands eftir flóðbylgjuna. Fiskibátar á Indlandi: Eins og úr pappír INDLAND, AP P. Ramanamurthy, fer- tugur íbúi í Kakinada á suðurhluta Indlands, var harmi lostinn þegar hann horfði út á sjó er flóðbylgjan gekk þar yfir. „Mér dauðbrá þegar ég sá fjöld- ann af fiskibátum svífa um á risa- stórum öldunum. Þeir fóru fram og aftur í sjónum eins og þeir væru búnir til úr pappír,“ sagði hann. „Fjömörgum bátum hvolfdi en sjó- mennirnir reyndu hvað þeir gátu til að að halda sér í þá. Þeir enduðu síð- an í sjónum. Þetta var skelfilegt.“ ■ S: 552 5070 við JL-Húsið Opið 08:00-18:30 Þar sem fiskurinn stoppar stutt SKATA LÚÐA - LAX VIÐ SJÁVARSÍÐUNA Á INDLANDI Sjómönnum hefur verið ráðlagt að halda sig heima við næstu daga af ótta við fleiri flóðbylgjur. Indverskir sjómenn: Veri heima MADRAS, AP Sjómönnum við suður- strönd Indlands hefur verið ráðlagt að halda sig heima við næstu tvo daga af ótta við flóðbylgjur. Mikil flóðbylgja í kjölfar jarðskjálftans í Asíu í gær kostaði að minnsta kosti 1.900 manns lífið á suðurströnd Ind- lands og jafnaði heimili fjölda fólks við jörðu. Flóðbylgjan kom íbúum og yfir- völdum í opna skjöldu. „Það er eng- in trygging fyrir því að fleiri flóðbylgjur fylgi ekki í kjölfarið og því höfum við ráðlagt sjómönnum að sækja ekki sjó næstu daga,“ sagði fræðimaður við jarðeðlisfræðistofn- unina í Hyderabad í gær. ■ RAGNAR STEFÁNSSON GENGIÐ EFTIR STRÖND Evrópskir ferðamenn ganga eftir strönd í Phuket í Taílandi eftir að flóðbylgja gekk þar yfir. STÆRSTU JARÐSKJÁLFTAR SÖGUNNAR Jarðskjálftinn vestur af Súmötru í gær var sá stærsti sem mælst hefur í fjörtíu ár og fimmti stærsti skjálftinn síðan mælingar hófust. 5.000 sinnum öflugri en Suðurlandsskjálftar Jarðflekahreyfingar í hafinu vestur af Súmötru ollu risi sjávarbotnsins sem orsakaði hinar mannskæðu flóðbylgjur. Ragnar Stefánsson segir orkulosunina 5.000 sinnum meiri en í Suðurlandsskjáltunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.