Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 8
8 27. desember 2004 MÁNUDAGUR GÍFURLEG EYÐILEGGING Kona grætur eftir að flóðbylgja eyðilagði hús hennar í strandbyggðum Colombo á Sri Lanka í gær. Gríðarstórar flóðbylgjur sem orsökuðust af neðansjávarjarðskjálfta upp á 8,9 á Richter-kvarða gengu yfir strandbyggðir Asíu við Indlandshaf og urðu yfir 10.000 manns að bana. Jarðskálfti yfir 7 á Richter úti fyrir Bangladess: Tvö börn fórust og eignatjón mikið BANGLADESS, AP Að minnsta kosti tvö börn fórust í öflugum jarð- skjálfta upp á 7,4 á Richter suður af Bangladess. Að sögn björgun- arsveita og veðurfræðinga komu fram sprungur í jörð og flóð- bylgjur mynduðust. Skjálftinn átti upptök sín á hafi úti, um 1.000 kílómetra suður af hafnar- borginnni Chittagong í suður- hluta landsins, að því er fram kom í tilkynningu Veðurstofu Bangladess. Börnin sem fórust drukknuðu eftir að báti sem þau voru í með fimmtán öðrum ferðamönnum hvolfdi í öldugangi úti af ferða- mannabænum Kuakata, um 150 kílómetra suður af höfuðborg- inni Dakka. Þá var í gær þriggja sjómanna saknað að auki, eftir að bát þeirra hvolfdi í Satkhira- héraði í suðurhluta landsins. Jarðsjálftar af þessari stærð eru sjaldgæfir í Bangladess, enda voru íbúar þar í landi skelf- ingu lostnir þegar hann gekk yfir. Í strandbæjum er fólk sagt hafa flúið heimili sín í skelfingu þegar skjálftinn og eftirskjálft- ar, sem stóðu í nærri eina og hálfa mínútu, riðu yfir. ■ Heppin að vera ekki farin á ströndina Átta Íslendingar dveljast á Phatong-strönd í Taílandi. Þeim líður illa en halda hópinn og reyna að gera sér lífið bærilegt. Óvissa ríkir um framhald ferðalagsins innan hópsins. JARÐSKJÁLFTI Hópur átta Íslendinga er á nokkurra vikna ferðalagi í Taílandi og hefur dvalist á hóteli við Phatong-ströndina á Phuket-eyju síðustu daga. Hópurinn var seinn á ströndina í gærmorgun, sem betur fer má segja því að hann sat á ver- öndinni og var að borða morgun- verð þegar flóðbylgjan skall á. Ís- lendingarnir sáu hana aldrei. Þeir sáu bara hvernig vatn flæddi upp úr skólpræsunum og allar götur fyllt- ust af vatni. Á örskammri stundu fylltist hótelið af fólki sem sótti í ör- yggi og skjól og mynduðust þar nokkurs konar flóttamannabúðir. Friðrik Árnason prentsmiður er í hópnum ásamt konu sinni, Díönu Lantom Huiphimai, og sjö ára syni þeirra, Tómasi. „Við erum lifandi en okkur líður illa, alveg herfilega. En það er enginn slasaður. Við erum bara að bíða eftir annarri flóðbylgju hér á hótelinu,“ sagði Friðrik í sím- tali síðdegis í gær. Sjö klukkutíma tímamunur er á Íslandi og Taílandi og var því að nálgast miðnætti í Taílandi. Tómas sonur þeirra Díönu var farinn að sofa en þau hjónin áttu ekki von á að geta sofnað, ekki frek- ar en hinir Íslendingarnir í hópnum. „Við erum að bíða eftir einhverju sem er búist við að komi en kemur kannski ekki. Við höldum hópinn en það er hver inni á sínu herbergi,“ sagði hann. Friðrik segir að Íslendingarnir hafi ekki séð flóðbylgjuna koma yfir. „Við sáum þegar skólpræsin fylltust og vatn kom upp um allt. Rafmagnið fór af og kom ekki aftur fyrr en áðan. Við erum á sjálfu svæðinu og fréttum að heiman hvað er að gerast. Við vitum ekki meira. Gatan fylltist bara af vatni og flæddi nánast upp í anddyrið. Nú þurfum við að bíða, við eigum von á eftirskjálfta og flóðbylgju. Við erum uppi á herbergi og höfum raf- magn. Við vonum það besta. Her- bergið okkar er á þriðju hæð og her- bergi hinna Íslendinganna líka. Hót- elið er byggt það hátt uppi að við óttumst ekki flóðið. Við erum bara að upplifa það sem innfæddir þurfa að uplifa,“ sagði hann. Óvissa ríkir Hjónin Margrét Þorvaldsdóttir og Jónas B. Sigurþórsson eru í hópnum á Phatong-ströndinni. Mar- grét lýsir atburðunum í gærmorgun þannig: „Við sátum niðri á verönd í morgunverði og vorum á leið niður á strönd. Við vorum eitthvað sein fyrir þegar við sáum fólk byrja að hlaupa um allar götur og það varð mikill hraði, píp og læti. Svo spýtt- ist vatn upp úr öllum holræsum. Hótelið er uppi á hæð þannig að flóðið náði ekki nema næstum því upp í anddyri en það var allt á floti fyrir utan okkur. Öll strandlengjan, þar sem við höfum verið síðustu daga, er auð og tóm. Það er allt far- ið, gróður og allar byggingar, hvort sem það er McDonald's, búðir eða annað. Fullt af fólki hefur látið líf- ið,“ sagði hún. Lætin urðu mikil þegar flóð- bylgjan reið yfir og það leið yfir fólk á veröndinni. Íslendingarnir horfðu á straum fólks koma frá ströndinni „upp eftir og upp á hótel til okkar til að reyna að komast á þurrt. Hótelið fylltist af fólki,“ sagði Margrét. Fólkið beið flóðið af sér á hótelinu og fór svo þegar það varð fært og vatnsflaumurinn hafði rénað. „Fólkið er búið að forða sér enda er allt orðið þurrt í kringum okkur núna. En við höfum ekkert mátt fara. Okkur var bara sagt að fara ekkert og enginn mátti koma til okkar. Við vitum ekkert og ætlum bara að athuga stöðuna á morgun [í dag]. Við fáum voðalega litlar upp- lýsingar og vitum bara að flugvöll- urinn er lokaður. Við fáum meiri upplýsingar að heiman en hér. Svo er rafmagnið komið og þá höfum við aðeins séð fréttir um þetta í sjónvarpinu.“ Íslendingarnir hafa verið á ferðalagi í Taílandi frá 15. desem- ber og verða þar á ferðalagi fram yfir áramót. Fyrstu dagarnir fóru í heimsókn í heimahérað Díönu, konu Friðriks. Síðan var ætlunin að vera í hálfan mánuð á Phatong-ströndinni samkvæmt upprunalega skipulag- inu. Flóðið setur þó svolítið strik í reikninginn. Margrét og Friðrik eru sammála um að mikil óvissa ríki í hópnum með framhaldið. „Við ætluðum að færa okkur aftur en núna vitum við ekkert hvað við gerum eða hvar við stöndum. Við vitum það kannski betur á morgun. Það er búið að vera raf- magnslaust og matarlaust hérna. Rafmagnið er komið á aftur og við höldum hópinn. Okkur líður ágæt- lega og við reynum að vera róleg. Við erum hér uppi á hóteli og förum hvergi,“ sagði Margrét. Friðrik sagði að hópurinn myndi taka ákvörðun um framhaldið í dag eða á morgun. „Við erum ekki í ástandi til að meta það núna,“ sagði hann. Hótelstarfsmennirnir sæju um hópinn og gerðu það vel. Þá hefur Díana unnið á þessu svæði. Hún þekkir það því mjög vel og er öllum hnútum kunnug. Friðrik bað fyrir kveðju til allra heima á Íslandi. ghs@frettabladid.is HÚSLEIT Í HAFNARFIRÐI Tveir menn um tvítugt voru hand- teknir eftir að tvö grömm af amfetamíni eða kókaíni fundust í bíl þeirra. Í framhaldinu var gerð húsleit á heimili þeirra þar sem fundust átján grömm af sama efni. Báðir hafa mennirnir áður komið við sögu lögreglu. BÁTUR LOSNAÐI FRÁ BRYGGJU 220 tonna bátur losnaði frá bryggju í miklu hvassviðri á Höfn í Hornafirði aðfaranótt jóladags. Báturinn endaði óskemmdur úti í Mikley, sem er við innsiglinguna að höfn- inni. Stór tengivagn sem var skammt frá bryggjunni fauk hálfur út í sjó. Þá fauk ýmis- legt lauslegt um bæinn. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Forstjóri Atlanta: Yfirgefa hótelið í öryggisskyni FLÓÐBYLGJAN Flugfélagið Atlanta er með rúmlega 100 starfsmenn, þar af innan við tuttugu Íslend- inga, vegna pílagrímaflugs í Indónesíu og Malasíu og frakt- flugs í Malasíu. Hafþór Hafsteins- son, forstjóri Atlanta, segir að starfsmennirnir hafi verið langt frá hamfarasvæðinu. „Okkar fólk fann voðalega lítið fyrir skjálftanum,“ segir hann. „Í Medan, sem er nær upptökum skjálftans, þurftu áhafnir að yfir- gefa hótelið í öryggisskyni en í Kuala Lumpur og Djakarta hafði þetta ekki nein áhrif á okkar fólk.“ - ghs Jólagjöf til þín Það er sælla að gefa en þiggja, þess vegna höfum við hjá Ömmubakstri ákveðið að bæta við einni flatköku í pakkana hjá okkur yfir jólin, þannig að þegar þú opnar flatkökupakka næst, þá færðu fimm flatkökur í staðinn fyrir fjórar. Svo viljum við óska öllum landsmönnum nær og fjær, gleðilegra jóla og farsælls komandi árs. Starfsfólk Ömmubaksturs – hefur þú séð DV í dag? Rændi banka í Danmörku og endaði á Sólheimum FÓLK LEITAR AÐ EIGUM SÍNUM Miklir skjálftar og flóð gengu yfir Asíu í gær. Á myndinni má sjá fólk á Sri Lanka leita að eigum sínum eftir að flóðbylgja af völdum jarðskjálfta upp á 8,9 reið yfir. Í gær varð einnig jarðskjálfti upp á 7,4 úti af strönd Bangladess. Á FERÐALAGI Í TAÍLANDI Margrét Þorvaldsdóttir og Jónas B. Sigurgeirsson sátu ásamt öðrum Íslendingum að morgunverði á hóteli um kílómetra frá Phatong-strönd þegar flóðbylgjan skall á. Myndin er úr einkasafni þeirra og ekki tekin í Taílandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.