Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 10
10 Jóhannes Páll II páfi messaði á jóladag og hvatti til friðar. Þetta er 27. jólamessa Jó- hannesar Páls, en hann var kjörinn páfi í október árið 1978. Æskuárin Áður en Jóhannes Páll varð páfi hét hann Karol Josef Vojtila. Hann fæddist hinn 18. maí 1920 í smábænum Wadowici í Pól- landi. Foreldrar hans voru strangtrúaðir kaþólikkar og faðir hans vildi að Karol lærði til prests. Hann missti móður sína níu ára gamall. Karol þótti afburða náms- maður og íþróttamaður á sínum yngri árum. Átján ára gamall innritaðist Karol í háskóla í Kraká og nam bókmenntafræði og leiklist. Við hernám Þjóðverja árið 1939 var skólanum lokað. Þremur árum seinna fékk Karol köllun til að gerast prestur og settist á skólabekk í leynilegum prestaskóla. Árið 1946 var hann vígður til prests en tók við sinni fyrstu stöðu árið 1949 í Kraká. Prestsskapurinn Meðfram prestsstörfum og heimspeki- námi hlaut Karol prófessorsstöðu í guð- fræði við kaþólska háskólann í Lúblin, sem var eini kaþólski háskólinn í Sovét- ríkjunum. Árið 1958 var hann settur vígslubiskup í Kraká og vígður erkibiskup sex árum seinna. Árið 1967 gerði Páll VI páfi hann að kardínála við Vatíkanið. Páfastóll Þegar Jóhannes Páll dó á páfastóli eftir skamma setu árið 1978 kom það mörgum á óvart að Karol var valinn eftirmaður hans. Þá fékk hann nafnið Jóhannes Páll II. Hann er fyrsti páfinn sem er af slavnesku bergi brotinn. Hann var auk þess fyrsti páfinn í 455 ár sem var ekki ítalskur og sá yngsti í 132 ár. Jóhannes Páll hefur ekki aðeins lát- ið mál kirkjunnar sig varða heldur líka al- þjóðamál. Hann gagnrýndi harðstjóra á borð við Augusto Pinochet á sínum tíma og studdi verkalýðshreyfinguna Samstöðu í Póllandi. Árið 1981 reyndi byssumaður að ráða páfann af dögum. Enginn páfi hefur ferðast víðar en Jóhannes Páll. Hann hefur farið í 95 opinberar heimsóknir út fyrir Ítal- íu og 141 innanlands. Sem biskup Rómar hefur páfi vísiterað 301 af 334 kirkjusókn- um borgarinnar. Fyrsti Slavinn á páfastóli HVER ER? PÁFINN 27. desember 2004 MÁNUDAGUR Velflestir misstu velflest Á annan í jólum í fyrra reið jarðskjálfti yfir Bam í Íran með þeim afleiðingum að 27.000 manns létu lífið. Ári síðar reyna eftirlifendurnir að færa samfélagið í samt horf eins og frekast er kostur HAMFARIR Í gær var eitt ár liðið frá jarðskjálftanum mikla sem reið yfir borgina Bam í Íran. Hátt í þrjátíu þúsund manns týndu lífi enda var borgin rústir einar eftir hamfarirnar. Uppbyggingarstarf gengur hægt en bítandi og hafa Ís- lendingar aðstoðað við áfallahjálp og sálrænan stuðning. Einhugur um enduruppbyggingu Þórir Guðmundsson, upplýsinga- fulltrúi Rauða kross Íslands, er nýkominn frá Bam. „Þetta var eins og ég ímynda mér að Dres- den hafi litið út strax eftir síðari heimsstyrjöld, það var allt í rúst þarna ennþá,“ segir hann. 27.000 manns fórust í skjálftunum en sennilega er sá íbúi vandfundinn í þessari 120.000 manna borg sem ekki hefur orðið fyrir áföllum vegna hamfaranna. „Það má eig- inlega segja að velflestir hafi misst velflest sitt, bæði hús og húsbúnað og allt saman.“ Bam er í miðri eyðimörk og allt í kring eru sandauðnir. Skjálftinn var allstór, 6,5 á Richter-kvarða, og var auk þess mjög grunnur og beint undir borginni. Því varð eyðileggingin jafn mikil og raun bar vitni. Bæði yfirvöld og íbúar eru ein- huga um að reisa borgina úr rúst- um og þannig var nýtt sjúkrahús opnað á dögunum. Talsvert hefur verið unnið við að hreinsa til í rúst- unum og fólk er eitthvað byrjað að byggja hús sín á ný. Flestir búa hins vegar í eins konar gámahýs- um sem stjórnvöld hafa útvegað og einhverjir í tjöldum á lóðum sínum. Kalt er á þessum slóðum um þessar mundir og fer frostið niður í tíu gráður á nóttunni. Íslendingar við áfallahjálp Engum dylst hvílíkar hörmungar slíkar hamfarir eru fyrir alla sem í hlut eiga. Margir grófust undir húsum sínum og komust lífs af en misstu ef til vill alla ættingja sína. Eftirlifendur eru margir hverjir enn í losti og eiga að vonum erfitt með að taka þátt í samfélaginu á nýjan leik. Depurðin heltekur þetta fólk og það endurupplifir at- burðina í sífellu í huganum. Heimilisofbeldi hefur aukist, svo og eiturlyfjaneysla. Rauði kross Íslands hefur í samstarfi við systursamtök sín í Danmörku og íranska Rauða hálfmánann síðastliðna mánuði veitt þeim sálrænan stuðning sem um sárt eiga að binda. Þórir segir að þúsundir manna hafi fengið slíka áfallahjálp, sem felst einkum í hópmeðferð þar sem fólki gefst kostur á að tala um reynslu sína. Á sínum tíma söfnuðust 5,5 milljónir króna hérlendis handa íbúum Bam en auk þess lagði rík- isstjórnin til fé. Þessir peningar eru nú notaðir til að reisa Bambúa upp úr öskustónni og segir Þórir að árangurinn af hjálpinni sé það góður að búist sé við að hún verði fyrirmynd að slíkri vinnu í fram- tíðinni. Mannlegur harmleikur Vesturlandabúum hættir stundum til að líta á mannfallið í hamförum í þróunarlöndunum sem tölulega staðreynd en ekki mannlegan harmleik. Þórir hitti með eigin augum fólk sem hafði gengið í gegnum þyngri raunir en orð fá lýst. „Ég hitti konu sem tók þátt í aðstoðinni hjá okkur, Fariba Shahmoradi. Hún sagði mér frá því að húsið sitt hefði hrunið ofan á sig. Hún var föst í nokkra klukkutíma undir rústunum og við hliðina á henni var systir hennar og tvö börn hennar. Þau dóu öll. Það var alveg augljóst að hún var ekki búin að ná sér eftir þetta og sjálfsagt mun hún aldrei gera það.“ Þúsundir barna misstu for- eldra sína en flestum þeirra hefur verið komið til ættingja sinna. Sum eru þó á munaðarleysingja- hælum, sem að Þóris sögn virðast mjög vel rekin. Margt fólk flutti burt strax eftir skjálftann en nokkur hluti þess hefur snúið aftur þar sem döðluuppskeran var í haust. Eitt ár er þó of stuttur tími fyrir íbúa Bam til að koma öllu í samt lag á ný, að líkindum munu mörg sár- anna aldrei gróa. Engu að síður reyna borgarbúar að horfa fram á veginn og taka eitt skref í einu í áttina að einhverju sem kallast getur eðlilegt líf. sveinng@frettabladid.is LJÓNYNJAN MARÍA OG UNGARNIR HENNAR TVEIR María og ungarnir búa í dýragarði í Gauhati á Indlandi og ekki annað að sjá en að þau uni hag sínum vel. BÖRNIN Í BAM Flestum þeirra barna sem misstu foreldra sína í skjálftanum var komið til ættingja en einhver búa þó á munaðarleysingjahælum. FARIBA SHAHMORADI Fariba grófst í rústunum ásamt systur sinni og tveimur börnum hennar. Hún komst ein lífs af. ÞÓRIR GUÐMUNDSSON M YN D IR Þ Ó R IR G U Ð M U N D SS O N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.