Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 20
[ ]HillurNú er aðeins liðið á jólin og því um að gera að reyna að koma öllum gjöfunum fyrir.Taktu til í hillum og skápum og raðaðu vel og skipulega inn í þá aftur. Svo er ekkivitlaust að kaupa sér nýjar hillur til að sýna allar nýju og fínu gjafirnar. Franski ræðismaðurinn Brillouin sótti um leyfi árið 1908 til að byggja sér stórt einbýlishús í Reykjavík en erfiðlega gekk að fá leyfið því burðarvirki hússins þótti ótraust. Eftir talsvert þref og íhlutun ráðherra Íslands fékkst leyfið og húsið var reist árið 1909. Húsið er án efa eitt það glæsileg- asta í Reykjavík og er löngu orðið eitt af kennileitum borgarinnar. Í húsinu blandast saman norsk og frönsk áhrif en eiginkona Brillou- in var norsk, og var húsið til- höggið frá Noregi. Húsið er í Jugendstíl sem var vinsæll á þessum tíma. Gengið er inn í viðhafnarstofu á fyrstu hæðinni þar sem nafn Brillouins er ritað gullnu letri yfir dyrunum ásamt byggingarár- talinu. Í kjallara hússins eru geymslur, þvottahús og straustofa, en á aðalhæðinni eru sex herbergi, eldhús, búr og snyrtiherbergi. Á efri hæðinni voru einnig sex her- bergi og baðherbergi með baðkari og vatnssalerni. Húsið hefur að geyma mikla sögu og bjó Einar Benediktsson skáld þar lengi vel auk þess sem það hýsti breska sendiráðið um tíma. Reykjavíkurborg keypti húsið um 1958 og stóð þá til að rífa það, en Gústaf E. Pálsson borgar- verkfræðingur heillaðist af því og hóf að endurgera það í sinni upp- runalegu mynd. Reykjavíkurborg notar Höfða sem móttökuhús og árið 1986 mættust þar á sögufræg- um fundi þeir Ronald Reagan og Mikhael Gorbatsjof og er sá fund- ur talinn hafa markað upphafið að endalokum kalda stríðins. Og nú á haustdögum tilkynnti Þórólfur Árnason um uppsögn sína sem borgarstjóra á blaðamannafundi í húsinu. Nýlistasafnið MOMA (Museum Of Modern Art) í New York fékk landslagsarkitektinn Ken Smith til að hanna tvo garða á þak yfir hluta safnsins og hefur hann lokið hönn- uninni. Þar sem Smith mátti ekki nota neinar lifandi plöntur í garð- inn sökum þess að engin hætta má vera á leka í gegnum þakið eru garðarnir samsettir úr tilbúnum efnum. Hann ætlar að nota um 185 plaststeina ásamt 560 gerviskóg- um í kassa, 135 kíló af brotnu gleri og 4 tonn af endurunnu muldu plasti. MOMA opnaði nýlega eftir miklar endurbætur en garðurinn verður ekki tilbúinn fyrr en í lok febrúar og þá verður opnuð sýning tengd landslagsarkitektúr. Sögufræga viðhafnarhúsið Höfði Höfði er eitt þekktasta og fallegasta hús í Reykjavík, en til stóð að rífa það í kringum 1958. Franskur ræðismaður, Brillouin að nafni, lét byggja Höfða árið 1909. Óskum ykkur farsæls komandi árs og þökkum viðskipin á því liðna Strandgötu 41 - 220 Hafnarfjörður - www.hf.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Ken Smith landslagsarkitekt hefur hann- að skóg úr gerviefnum á þak MOMA. Gerviskógur með plaststeinum Engar lifandi plöntur mega vera á þaki MOMA en forsvars- menn safnsins dóu ekki ráðalausir. [ HÚSRÁÐ ] Matarsódi gegn fitunni Nokkur ráð til að þrífa flísar. Fallegar flísar eru vinsæl skreyting í eldhús. Svo þær haldi sínum sjarma er mikilvægt að þrífa þær vel og vandlega endrum og eins. Hér eru nokkrar ábendingur um hvernig er hægt að ná fitu af flís- um. 1. Stráðu smá matarsóda á rakan svamp til að ná fitu af brúnun- um örugglega. 2. Þrífðu skítinn á milli flísanna með tannbursta og notaðu blöndu af ediki og lyftidufti eða matarsóda og sítrónusafa. Hafðu það á í nokkrar klukku- stundir og skolaðu síðan af. 3. Þrífðu fitugar flísar með sítrónusafa. [ NÝTT Á MARKAÐNUM ] Ný tæki hjá Málningu Spara tíma og erfiði. Fyrirtækið Málning Í Kópavogi hef- ur fengið umboð fyrir það nýjasta á markaðnum þegar kemur að málningu, spörslun, þjónustu eða verkfærum til málningar og spörsl- unar. Hér er um að ræða tæki til að sparsla gifsveggi, samskeyti, skrúfugöt, kverkar, horn og kanta. Þessi tæki eru alger bylting í með- höndlun gifsveggja eins og kemur fram á vefsíðu Málningar. Enn fremur spara tækin mikla vinnu og eru mjög létt í meðförum. » FA S T U R » PUNKTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.