Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 32
Leitaðu þar sem úrvalið er mest Fasteignavefur Vísis er með flestar fasteignir á skrá af öllum fasteignavefjum landsins skv. talningu 1. - 7. nóvember. • Ný og betri leitarvél • Flestar skráðar fasteignir • Markvissari leit • Mesta úrvalið - örugg niðurstaða Ný og leiftursnögg myndasíða Öflugt þjónustu- ver á Sauðárkróki! „Íbúðalánasjóður þjónustuver, góðan daginn“ er svarið sem tug- þúsundir Íslendinga fá þegar þeir hringja í Íbúðalánasjóð. Við- skiptavinir sjóðsins vilja stund- um byrja á því að spjalla um veðrið áður en þeir bera upp erindið. „Ja, það er leiðinda- veður hjá okkur í dag,“ segja þeir kannski. „Nei, alls ekki. Það er sól og blíða hjá okkur hér á Sauðár- króki!“ gæti svarið allt eins verið því þjónustuver Íbúðalána- sjóðs er á Sauðárkróki. Nútíma- tækni gerir að verkum að ekki skiptir öllu máli hvar vinna í þjónustufyrirtæki eins og Íbúða- lánasjóði fer fram og hægt er að flytja störf og verkefni frá höf- uðborgarsvæðinu til landsbyggð- arinnar án þess það komi niður á þjónustustigi fyrirtækja. Þjónustuver Íbúðalánasjóðs er lykilþáttur í starfsemi sjóðs- ins þar sem hlutverk þess er að liðsinna viðskiptavinum um hvaðeina sem snertir starfsem- ina. Starfsfólk sjóðsins á Sauðár- króki hefur staðið sig með mik- illi prýði, það hafa viðskiptavinir sjóðsins staðfest í þjónustukönn- unum og beint við stjórnendur sjóðsins. Starfsemi Íbúðalánasjóðs hófst á Sauðárkróki við stofnun sjóðsins 1. janúar 1999 og eru starfsmenn þar nú 15 talsins. Þjónustuverið á Sauðárkróki tekur við 20 til 25 þúsund símtöl- um í hverjum mánuði, um 1200 á dag, og má ætla að fjöldi símtala aukist enn vegna breytinganna á greiðslumatinu. Hluti þeirra er frá fasteignasölum og starfsfólki banka, en þjónustuverið sér um mikilvæga þjónustu við þessa aðila. Þjónustuverið sér einnig um aðstoð vegna vefsins íbúðalán.is. En verkefni þjónustuversins eru mun víðtækari en símsvörun einungis. Þjónustuverið sér til dæmis um vörslu og eftirlit með u.þ.b.180 þúsund skuldabréfum. Það felur meðal annars í sér yfir- ferð á því hvaða skuldabréf eru til staðar, afgreiðslu á skulda- bréfum vegna uppboða og aflýs- ingu skuldabréfa auk þess sem afstemmingar vegna nýstofn- aðra skuldabréfa fara fram á Sauðárkróki. Einnig sér starfsfólk á Sauð- árkróki um fleiri hundruð heim- ilisfangabreytingar vegna lána á hverjum mánuði auk fjölmargra annarra verkefna sem of langt mál væri að telja upp. Næst þegar þið heyrið í sím- anum „Íbúðalánasjóður þjón- ustuver, góðan daginn“, þá er ekki úr vegi að láta hugann reika eitt augnablik norður í Skaga- fjörð, þar sem starfsmaður Íbúðalánasjóðs situr fyrir svör- um. Höfundur er sviðsstjóri þróunar- og almanna- tengsla Íbúðalánasjóðs. SELDAR EIGNIR Á AKUREYRI* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 10/12-16/125/11 - 11/11 TÍMABIL 0 5 10 15 20 21 2014 12/11 - 18/11 14 19/11-25/11 25 26/11-3/12 19 4/12-9/12 FRÍKIRKJAN í Reykjavík HALLUR MAGNÚSSON HÚSIN Í BÆNUM Fríkirkjan í Reykjavík stendur við Fríkirkjuveg og speglast gjarna í tjörninni þegar gott er veður. Kirkjan var vígð árið 1903 og var hönnuð af Sigvalda Bjarnasyni. Fyrsti presturinn var séra Ólafur Ólafsson frá Arnarbæli en nú gegnir séra Hjörtur Magni Jóhannsson embættinu. Kirkjan var orðin of lítil ári eftir að hún var vígð og því var lagst í ýmsar endurbætur en árið 1940 fékk kirkjan á sig þá mynd sem hún hefur enn í dag. Orgelið í kirkjunni er frá árinu 1926 og þótti þá með þeim þremur bestu á Norð- urlöndum. Fríkirkjan í Reykjavík var friðuð 1. janúar árið 1990 fyrir ald- urssakir. 25 FJÖLDI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.