Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 35
15MÁNUDAGUR 27. desember 2004 AF NETINU SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Jólin og jóladagurinn En hvers hefjast hin íslensku jól ekki á jóladag heldur daginn áður? Það er vegna þess að helgidagahald kristinna manna studdist upphaflega við gyðing- legt tímatal þar sem sólarhringurinn var talinn hefjast við sólsetur. Í kristnum sið var sólsetur skilgreint við miðaftan, eða kl. 18. Þetta gildir raunar um aðra hátíð- isdaga kirkjuársins og raunar sunnudag- ana líka. Hátíðin hefst um miðaftan dag- inn áður. Sums staðar er kirkjuklukkum hringt um miðaftan á laugardögum og aðfangadögum hátíða til að minna á upphaf helginnar. Því má segja að við miðaftan í kvöld hefjist hátíð sem er sambland af fornri trú á persneskan sólguð, hátíð helgaðri rómverskum frjó- semisguð og fæðingarhátíð sólguðs en allir þessir þræðir tengdust síðan í hátíð sem helguð er spámanni af gyðingaætt- um. En áður en sú hátíð kom til sögunn- ar drukku Íslendingar jól og munu lík- lega gera það um langan aldur. Sverrir Jakobsson á murinn.is Íhaldið samt við sig. Íhaldið er samt við sig. Það má að minnsta kosti segja um Vefþjóðviljann. Í gær tók hann að kvarta undan því að at- vinnuleysisbæturnar hefðu verið hækk- aðar. Fyrir þeirri umkvörtun Vefþjóðvilj- ans eru tvær ástæður. Önnur ástæðan er sú „að einhverjir verða að greiða þessar bætur og þessir einhverjir eru eins og venjulega skattgreiðendur.“ Og hin ástæðan er sú að vegna hækkunar atvinnuleysisbóta verði minni hvati fyrir atvinnulaust fólk að leita sér að vinnu, enda standi það jafnvel frammi fyrir því að það borgi sig varla eða alls ekki að vinna. Samkvæmt þessu álítur Vefþjóð- viljinn sem sagt að fólk nenni ekki að vinna og vilji heldur liggja í leti á kostn- að ríkisins. Í samræmi við það segir hann hreint út: „Með því að hækka at- vinnuleysisbætur var félagsmálaráð- herra að taka ákvörðun um að auka at- vinnuleysi í landinu.“ Þórður Sveinsson á mir.is Jólaglögg Eftir að hafa fylgst með jólaglögginni hjá Wernham-Hogg-pappírsfyrirtækinu í Slough virðast önnur jólaglögg og mannfagnaðir fölna í samanburði. Enda skyldi engan undra. Þannig eru vænissjúkir yfirmenn til allrar hamingju ekki á hverju strái og samstarfsmönn- um kemur iðulega bærilega saman þegar þeir eru komnir í glas. Reyndar fullvel ef marka má nýlega könnun breskra fjölmiðla, en þeir greindu frá því að jólaglögg væru kjörlendur fyrir framhjáhald á milli samstarfsmanna. Þótt því hafi ekki beinlínis verið gert skóna er fullljóst að samstarfsmenn virðast jafna út margra ára uppsafnaða gremju yfir því hver tók eiginlega heft- arann eða kláraði síðustu Homeblest- kexkökuna í einu allsherjar kynsvalli og er það vel. Halldór Benjamín Þorbergsson á deiglan.com Stéttaskiptingin Það er hreinlega svívirðilegt að meðan ríkustu fjármagnseigendurnir greiða í ár 12% af sínum 60 milljóna heildar árs- tekjum í skatt skuli fátækt fólk, lífeyris- þegar og aðrir sem rétt skríða yfir 100 þúsund krónur á mánuði greiða um 14% af sínum heildartekjum í skatt. Þeir efnaminni eru skattpíndir en þeir efna- mestu lifa í skattaparadís. M.a. þess vegna á fátækt fólk ekki fyrir jólamatn- um eða lítilli gjöf til barna sinna. Hjálp- arsamtökin bjarga þar því sem bjargað verður. Ekki ríkisstjórnin. Jólaglaðningur ríkisstjórnarinnar í ár var vænn skatta- pakki til þeirra efnamestu. Á sama tíma nú í desember felldi hún tillögu um að veita atvinnulausum jólauppbóta – jóla- uppbót eins og aðrir hafa í þjóðfélaginu. Líka þeir efnamestu – sem sitja við borðin sem svigna undan öllum jólakræsingunum. Jóhanna Sigurðardóttir á althingi.is/johanna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.