Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Dreifing: 515 7520 Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 – fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 19” *Meðalmánaðargreiðsla á 48 mánaða tölvukaupaláni VÍS. Umsóknin er afgreidd á staðnum á innan við mínútu. **Miðað við jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. Gerir þér kleift að lesa allar gerðir minnis- korta. Allar mynd- og hljóðtengingar einnig að framan. Fire wire, 2 USB tengi, Smart Media/XD, Memory Stick, SD/MMC, Smart Card, Compact Flash, SVHS, Audio. Media Bay Það er auðvelt að tengja tölvuna þína við sjónvarp. Nú getur þú spilað DVD myndir út af tölvunni meðan þú heldur áfram að vinna í ritvinnslunni. TV OUT Firewire Gerir stafræna myndvinnslu að veruleika. Nú er leikur einn að færa myndskeið af stafrænni tökuvél og klippa í tölvunni. AMD Athlon 64 er öflugasti AMD örgjörvinn í heimilisvélar sem fáanlegur er í dag. Alvöru kraftur í leikina og alla almenna vinnslu. AMD örgjörvi 119.988 Staðgreitt 3.414 Tölvukaupalán 48 mán. * 9.999 Vaxtalaust 12 mán. ** 5547IS MEDION V6 AMD64 Clawhammer SE2 •AMD Athlon64 3000+ •nVidia GeForce FX5500 8xAGP, •128 MB, ViVo,DVI-I; 8x AGP, DirX9 •256 MB DDR-RAM PC3200 (400MHz) •160 GB 7200 rpm (BB) •DVD skrifari •Media Bay •19’’ hágæða CRT skjár Verslanir BT eru opnar í dag frá kl. 11:00 til 18:30 BT Smáralind er opin frá kl. 11:00 til 19:00 BT Kringlan er opin frá kl. 10:00 til 18:30 FYLGIR ALVÖRU KRAFTUR 3.414 FYLGIR Veglegur hugbúnaðarpakki fylgir Stór flugeldapakki fylgir ! Rítalín handa jólasveinum Kæru jólasveinar. Það er ekki ráðnema í tíma sé tekið svo að ég sendi ykkur – með góðum fyrirvara – óskir mínar um gjafir á næstu jól- um. Í allsnægtum þeim sem ég er svo heppinn að búa við verður ómögulegra með hverju ári fyrir vini og vandamenn að velja handa mér jólagjafir. Ég á allt til alls nema flatan sjónvarpsskerm, jörð á Rang- árvöllum og fjallajeppa. Hins vegar er ég lítil og einföld sál og auðvelt að gleðja mig með heimatilbúnum smámunum, barnateikningum, heimagerðri kæfu eða sultutaui. RAUSNARFÓLK sem á meiri pen- inga en tíma getur glatt mig með því að stuðla að því að fátæk börn í Langtburtistan þurfi ekki að svelta í hel og fái jafnvel að læra að lesa og hugsanlega spjör á kroppinn. Þetta getur maður græjað með því að hafa samband við einhver mannúðarsam- tök og borga eitthvert smotterí á mánuði. Afrit af slíkri kvittun mundi kæta mig enn þá meira en röndótt bindi úr fínasta silki hannað af sjálf- um Armani og Boss eða jafnvel raf- magnað nuddtæki. ÞRÁTT FYRIR allt verð ég þó að viðurkenna að ég er veikur fyrir bókum og háður þeim sið að liggja í bælinu á stórhátíðum og lesa. Þessi jólin fékk ég fínar bækur: Kleifar- vatn, Stjörnuatlas og Norræn saka- mál 2004. Til að viðhalda þessari lestrarhefð væri skynsamlegt að konan mín og synir fengju yfirráð yfir hæfilegum bókagjafakvóta til að friða gamla manninn um hátíð- arnar. KÆRU JÓLASVEINAR! Ég bið ykkur um að misvirða ekki við mig þótt ég afþakki að þið ómakið ykkur með heilan hestburð af gjöfum til mín næstu jól. Þetta gjafavesen er orðið dáldið manískt. Kannski hefur Grýla mamma gleymt að gefa ykkur rítalín? Mér finnst alveg passlegt að konan mín og ég fáum að halda áfram að skiptast á pökkum, og að öðru leyti snúist þessi hátíð um að gleðja börnin smá, bæði þau sem eru í okkar nánustu fjölskyldu, og þau sem líka standa okkur nærri á annan hátt og eru fátækust í fjölskyldu þjóðanna. Gjafir handa börnum minna mig á jólabarnið og barnið í sjálfum mér og öll börn alls staðar sem eiga heimtingu á því að við tök- um ábyrgð á hamingju þeirra. BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MÁNUDÖGUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.