Fréttablaðið - 28.12.2004, Side 1

Fréttablaðið - 28.12.2004, Side 1
HAMFARIR Enn fjölgar þeim sem týndu lífi í hamfaraflóðunum sem brustu á eftir risaskjálftann á annan dag jóla. Hátt í 24.000 manns eru talin hafa farist, helmingur þeirra bjó á Srí Lanka. Kraftur flóðbylgjunnar var svo mikill að hún barst alla leið til Sómalíu þar sem á annað hundrað manns lést. Milljónir íbúa hamfarasvæðanna eru heimilislausar. Stjórnvöld á svæðinu hafa verið gagnrýnd fyrir að vara ekki við flóðbylgjunni en það tók hana tvær og hálfa klukkustund að berast til Srí Lanka. Því hefði átt að vera svigrúm til að rýma svæði og bjarga mannslífum. Neyðaraðstoð hefur borist víða að, meðal annars frá ís- lensku ríkisstjórninni sem í gær ákvað að láta fimm milljónir króna af hendi rakna. Þá hefur Rauði kross Íslands safnað þre- mur milljónum króna. Sjá síðu 4 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÞRIÐJUDAGUR BAROKKFYRIRLESTUR Klukkan hálf níu í kvöld flytur Eyþór Ingi Jónsson, org- anisti og kórstjóri í Akureyrarkirkju, fyrirlestur á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Akureyr- arkirkju þar sem hann fjallar um tónlist barokktímans. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 28. desember 2004 – 354. tölublað – 4. árgangur ● snæddi steik á rossopomodoro Slappar af í Reykjavík Kiefer Sutherland: ▲ SÍÐA 30 ÞRÁBIÐJA ÞURFTI UM AÐGERÐ Átt- ræður karl var settur á forgangslista fyrir hjartaþræðingu eftir skoðun um miðjan des- ember, en átti að bíða fram í janúar eftir að- gerð vegna fjárskorts. Sonur hans fékk að- gerðinni flýtt með þrákelkni. Sjá síðu 12 GRUNUR UM BROT LÖGREGLU- ÞJÓNS Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá emb- ætti ríkislögreglustjóra hefur verið leystur frá störfum vegna rökstudds gruns um brot í starfi. Maðurinn skráði bíl embættisins á sambýlisbýliskonu sína, sem er lögreglufull- trúi á höfuðborgarsvæðinu. Sjá síðu 6 SKRÍLSLÆTI VÍÐAR ÞEKKT Bæjar- stjóri Grindavíkur segir allra leiða verða leit- að til að koma í veg fyrir að ólæti um mið- nætti á jóladag endurtaki sig. Skrílslæti hafa áður þekkst í Hafnarfirði, á Selfossi og Sauð- árkróki í kringum áramót þó að nokkuð langt sé um liðið. Sjá síðu 8 NÝR FORSETI Í ÚKRAÍNU Viktor Júsjenkó sigraði nafna sinn Janukovitsj í forsetakosningunum í Úkraínu sem fram fóru í fyrradag. Júsjenkó boðar nýja tíma í frjálsu og fullvalda ríki. Verkefnalistinn sem bíður hans er langur. Sjá síðu 10 Kvikmyndir 30 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 24 Sjónvarp 32 ● áramót ● heilsa Keypti hátíðarmat- inn á bensínstöð Dagur Kári Pétursson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS VÍÐA ÉLJAGANGUR Síst þó á austan- verðu landinu þar sem búast má við björtu veðri. Frost 1-8 stig í dag en skammvinn hlýindi á morgun. Sjá síðu 4. Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 JARÐSKJÁLFTI Utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um 26 Ís- lendinga í Asíu. Talið er að aðeins nokkrir þeirra hafi verið á svæð- um þar sem flóðbylgja reið á land í kjölfar jarðskjálftans á annan í jólum sem mældist níu á Richterkvarða. Staðfest er að rúmlega 23 þúsund manns hafi látist. Pétur Ásgeirsson, skrifstofu- stjóri almennrar skrifstofu utan- ríkisráðuneytisins, segir ekkert benda til þess að Íslendingar hafi slasast eða farist. Gert sé ráð fyr- ir að meirihluti þeirra 26 sem eng- ar spurnir hafi borist af hafi ekki verið á hættusvæðum, eins og í Pattaya og Singapúr, en ganga verði úr skugga um það. Pétur segir fjölskyldur nokk- urra þeirra 26 hafa verið í sam- bandi við ráðuneytið. Hér heima óttist fólk af asískum ættum um afdrif ættingja sinna. Somjai Siri- mekha, túlkur hjá Alþjóðahúsi, segir sjö taílenskar fjölskyldur meðal þeirra. Rauði krossinn hef- ur boðið þeim aðstoð við að leita ættingja á hamfarasvæðunum. Rauði krossinn fundaði með áhyggjufullu fólki í húsakynnum sínum í gærkvöld. Þórir Guðmundsson, upplýs- ingafulltrúi Rauða kross Íslands, segir ríflega tvö þúsund hafa hringt í hjálparsíma Rauða kross- ins, 907 2020, og veitt þúsund króna framlag. Stjórnvöld hafi einnig ákveðið að veita fimm milljónir til hjálparstarfsins. Enginn Íslendingur hefur farið utan til hjálparstarfa. Þorsteinn Þorkelsson, sviðstjóri björgunar- sviðs hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, segir krafta Íslend- inga sem starfa í viðbragðsliði Sameinuðu þjóðanna ekki hafa verið óskað að þessu sinni. Þórir segir um 130 manna þjálfaðan hóp veraldarvaktar Rauða krossins vera í viðbragðs- stöðu. Ekki sé þó útlit fyrir að hópurinn fari utan. Pétur segir danska sendiráðið í Bangkok ætla að hlutast til um Ís- lendinga á svæðinu. Þeir geti haft samband við danska hjálparmið- stöð á eyjunni Phuket við Taíland. - gag Sjá síður 2, 4 og 6 STJÓRNMÁL Fréttatilkynning utan- ríkisráðuneytisins númer tvö á þessu ári hefur verið fjarlægð af heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Í fréttatilkynningunni sem gefin var út níunda janúar síðastliðinn, var skýrt frá því að íslenskir sprengjusérfræðingar hefðu fundið kúlur sem hafi innihaldið sinnepsgas. Danskir og enskir sérfræðingar voru sagðir hafa staðfest þá greiningu. Halldór Ás- grímsson, þáverandi utanríkisráð- herra, fagnaði þessum fundi í fjöl- miðlum: „Ég tel að hér sé um að ræða heimsatburð,“ sagði Halldór. „Ég er stoltur og þakklátur ís- lensku sérfræðingunum fyrir þeirra stóra þátt í þessu máli.“ Nokkrum dögum síðar skýrðu erlendar fréttastofur frá því að Ís- lendingar hefðu haft rangt fyrir sér. Ekki var gefin út nein frétta- tilkynning um það að því er séð verður en upphaflega fréttatil- kynningin virðist hafa verið látin hverfa. Elínu Flygenring, skrifstofu- stjóra upplýsingamála utanríkis- ráðuneytisins, var ekki kunnugt um að fréttatilkynningin hefði verið fjarlægð þegar samband var haft við hana í gær. Ekki náðist í Gunnar Snorra Gunnarsson ráðu- neytisstjóra. - ás 18-49 ára Me›allestur dagblaða Allt landið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 69% 43% MorgunblaðiðFréttablaðið Sjö Íslendingar á hættusvæðum 7 af 26 Íslendingum í Asíu eru taldir hafa verið á hættusvæði vegna skjálftans við Súmötru. Rauði krossinn hér aðstoðar fólk við leit að ættingjum. Sinnepsgasfundurinn í Írak: Fréttatilkynningu eytt af heimasíðu ÍSLENDINGA LEITAÐ: * Óþekkt staðsetning á Taílandi 4 Pattaya á Taílandi 11 Taíland nálægt strönd 1 Suðurhluti Taílands 1 Cocin, Indlandi 1 Balí, Indónesíu 6 Singapúr 3 * Heimildir frá utanríkisráðuneytinu FÓRNARLÖMB NÁTTÚRUHAMFARA Syrgjandi foreldrar gráta barn sitt sem skolaði í gær á land við Silfurströnd í bænum Cuddalore, í suðurhluta héraðsins Tamil Nadu í Ind- landi. Flóðbylgjur frá neðansjávarjarðskjálftanum við Súmötru í Indónesíu óðu yfir suður- hluta Indlands á sunnudaginn og urðu hátt í 2.300 manns að bana, auk þess að valda gíf- urlegri eyðileggingu. Tamil Nadu varð einna verst úti í Indlandi þar sem 1.705 biðu bana. AP M YN D Hamfarir við Indlandshaf: 23.700 taldir látnir SÆRÐIR FLUTTIR BURT Slasaður ferðamaður er fluttur um borð í þyrlu á Phi Phi eyjum í Taílandi. Þar varð mikið tjón á annan í jólum þegar flóðbylgjur af völdum neðansjávar- skjálftans sem þá brast á skullu yfir þennan vinsæla ferðamannastað sem er í héraðinu Krabi í suðurhluta Taílands. AP M YN D /A PI C H AR T W EE R AW O N G

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.