Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 6
6 28. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Embætti ríkislögreglustjóra: Aðstoðaryfirlögregluþjónn grunaður um brot í starfi LÖGREGLA Aðstoðaryfirlögreglu- þjónn hjá embætti ríkislögreglu- stjóra hefur verið leystur frá störfum vegna rökstudds gruns um brot í starfi. Maðurinn skráði bíl embættisins á sambýliskonu sína, sem er lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, árið 2001. Þá notaði hann, á þessu ári, bíl embættisins í eigin þágu. Jón Bjartmarz, yfirlögreglu- þjónn hjá ríkislögreglu, segir embættið hafa beint erindi sínu um aðstoðaryfirlögregluþjóninn til ríkissaksóknara, dómsmála- ráðuneytis og Ríkisendurskoðun- ar 20. desember síðastliðinn. Maðurinn sá um bílamiðstöð embættisins og sá meðal annars um að koma bílum, sem embætt- ið var hætt að nota, á uppboð. Einn þeirra bíla skráði hann á sambýliskonu sína eins og bíllinn væri seldur án þess að greiðsla bærist. Á þessu ári notað hann síðan einn bíla embættisins til einkanota í stað þess að koma honum í sölu. Ríkissaksóknari hefur fengið málið til rannsóknar og mun ákveða hvort maðurinn verður ákærður fyrir brot sín. Í dóms- málaráðuneytinu verður ákveðið hvernig tekið verður á stöðu mannsins hjá ríkislögreglustjóra sem hann var skipaður í af ráð- herra. - hrs Jarðskjálftar valda ekki flóðbylgjum hér Jarðhræringar valda ekki flóðbylgjum hér við land nema við mjög sérstakar aðstæður að sögn jarðeðlisfræðings. Mestu öldurnar myndast í mjög djúpum lægðum en hæst hefur hafalda mælst 25,2 metrar við Íslandsstrendur. FLÓÐBYLGJUR Ölduhæð við Ísland er með því mesta sem þekkist að sögn Gísla Viggóssonar, forstöðu- manns á Siglingastofnun Íslands. Strendur landsins eru því víða vel varðar miklum öldugangi ólíkt þeim svæðum þar sem 10 metra há flóðbylgja gekk á land í kjölfar jarðskjálftans í Asíu á sunnudag. Hæsta alda sem mælst hefur við strendur landsins var 25,2 metrar en þessi ölduhæð mældist við Vestmannaeyjar og Garðskaga 9. janúar árið 1990. Ölduhæðin olli gríðarlegum sjávarflóðum við Eyrarbakka og Stokkseyri og náði allt frá Vík í Mýrdal í austri að Snæfellsnesi í vestri að sögn Gísla. „Þessar stóru haföldur mynd- ast þegar mjög djúpar lægðir eru mjög lengi að grafa um sig yfir Atlantshafinu,“ segir Gísli. „Veð- urhæð þarf að vera mikil og það verður að blása mjög lengi.“ Einnig þurfi stórstreymi að fara saman við mesta öldugang af völd- um lægðarinnar að sögn Gísla. Jarðhræringar valda hins veg- ar ekki flóðbylgju hér við land nema við mjög sérstakar aðstæður að sögn Páls Einarssonar jarðeðl- isfræðings. „Jarðskjálftar sem valda flóð- bylgjum eru oftast tengdir lóðrétt- um hreyfingum í jarðskorpunni, það þarf að sparka svolítið undir hafsbotninn til þess að flóðbylgja myndist,“ segir Páll. „Flestir jarð- skjálftar við landið tengjast lárétt- um hreyfingum í jarðskorpunni en ef hafsbotninn hreyfist bara lárétt verður vatnið ekkert vart við það og engin flóðbylgja verður til.“ Páll segir flóðbylgjur á borð við þá sem gekk á land í Asíu á sunnu- dag mjög sjaldgæfar í Atlantshafi. „Þær finnast fyrst og fremst í Kyrrahafinu en koma örsjaldan fram í Indlandshafi eins og gerðist á sunnudaginn,“ segir Páll. Flóðbylgjur geta einnig mynd- ast við það að eldfjöll hrynja í sjó fram. Slíkir atburðir séu afskap- lega fátíðir að sögn Páls en gerist þó. helgat@frettabladid.is ■ EVRÓPA ■ MANNSKAÐAFLÓÐ VEISTU SVARIÐ? 1Hvað var jarðskjálftinn við Súmötruá annan í jólum mikið öflugri en hefð- bundinn Suðurlandsskjálfti? 2Hvað heitir nýkjörinn forseti Úkra-ínu? 3Hvenær kveiktu Grindvíkingar í ára-mótabrennunni sinni? Svörin eru á bls. 30 ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 69 40 1 2/ 20 04 www.urvalutsyn.is 2 vikur – Verð frá: 54.900 kr.* M.v. 4 í smáhýsi með 2 svefnherb. í 14 nætur Bahia Meloneras smáhýsi 1 vika – Verð frá: 39.900 kr.* M.v. 4 í smáhýsi með 2 svefnherb. í 7 nætur *Innifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Brottfarir 5., 12. og 26. janúar - Aukaflug 19. janúar - Örfá sæti laus 2. og 9. febrúar Fáðu ferðatilhögun, nánari upp- lýsingar um gististaðina og reiknaðu út ferðakostnaðinn á netinu! Nánari u pplýsing ar á www.u rvalutsy n.is 26. desember 2004 Öflugasti jarðskjálfti síðustu 40 ára kemur af stað flóðbylgjum sem fara yfir þúsund- ir kílómetra og bresta á ströndum að minnsta kosti fimm Asíuríkja. Yfir 20 þús- und létu lífið. 17. júlí 1998 Jarðskjálfti sem reið yfir norðurströnd Papúa Nýju-Gíneu gat af sér flóðbylgju sem kostaði um 2.000 manns lífið og skildi þúsundir til viðbótar eftir heimilis- laus. 16. ágúst 1976 Flóðbylgja varð yfir 5.000 manns að bana í Moro-flóasvæðinu við Filippseyjar. 28. mars 1964 Jarðskjálfti sem reið yfir á föstudaginn langa í Alaska kom af stað flóðbylgju sem reið yfir Alaskastrendur í kaf og lagði þar þrjú þorp í rúst. Í Alaska varð flóðið 107 manns að bana, fjórum í Oregon í Bandaríkjunum og 11 í Kaliforníu. 22. maí 1960 Flóðbylgja sem sögð var hafa náð allt að 11 metra hæð banaði um 1.000 manns í Chile og olli skemmdum á Hawaii, þar sem 61 fórst, auk Filippseyja, Okinawa og í Japan þegar hún flæddi yfir Kyrrahaf. 1. apríl 1946 Jarðskjálfti í Alaska býr til flóðbylgju sem varð fimm að bana þegar viti eyðilagðist við North Cape. Nokkrum klukkustundum síðar náði bylgjan ströndum Hilo á Hawaii þar sem 159 fórust og tugmillj- ónatjón varð. 31. janúar 1906 Ógnarmikill neðansjávarskjálfti setti í kaf hluta borgarinnar Tumaco í Kólumbíu og skolaði burt nær hverju húsi á ströndinni milli Rioverde í Ekvador og Micay í Kól- umbíu. Talið er að á milli 500 og 1.500 hafi látist. EYÐILEGGING VEGNA ÖLDUGANGS Gríðarleg sjávarflóð ollu mikilli eyðileggingu á Eyrarbakka og Stokkseyri 9. janúar 1990 en þá mældist ölduhæð úti fyrir Suðurlandi 25,2 metrar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA LANDBÚNAÐUR Nú milli jóla og nýárs funda forsvarsmenn förg- unarverksmiðjunnar Kjötmjöls ehf. með hugsanlegum kaupend- um. Fyrirtækið, sem brennir slát- urúrgang í kjötmjöl, hefur átt í rekstrarerfiðleikum og blasir að sögn Torfa Áskelssonar verk- smiðjustjóra lítið annað við en að hætta rekstrinum ef ekki rætist úr. Hann gagnrýnir að verksmiðj- an fái ekki að selja afurðir sínar, sem eru kjötmjöl og fita, sem loð- dýra- eða svínafóður. Þá segir hann að ekki hafi fengist leyfi til að selja afurðir til Asíu þar sem kaupandi vilji nota kjötmjölið í gæludýrafóður. Þá svíður svínabændum að fá ekki að kaupa fitu úr verksmiðj- unni til að blanda í fóður, en tekið var fyrir þá notkun fyrir nokkru síðan. Gunnar Ásgeirsson, svína- bóndi á Grísagarði, segir að í stað- inn verði svínabændur að kaupa sojaíblöndunarefni frá Brasilíu. „Þetta eykur hjá okkur fóður- kostnað,“ segir hann og telur að kostnaðarauki til neytenda geti jafnvel farið yfir tíu prósent. - óká Kjötmjölsverksmiðja í kröggum: Kaupviðræður standa yfir Í SLÁTURHÚSI Kjötmjölsverksmiðjan á Suðurlandi starfar nú á riðusvæði og hefur ekki verið heimilað að selja afurðir sínar. Í staðinn hefur kjötmjölið sem unnið er úr sláturúrgangi verið urðað. Hætti hún rekstri þarf að fara að urða sjálfan sláturúrganginn með tilheyrandi umhverfis- spjöllum. FLUGELDAR Notkun og sala flugelda takmarkast við tímabilið 28. desember til 6. janúar. Meðferð flugelda: Strangar reglur FLUGELDAR Þótt flugeldar teljist sjálfsagður hlutur á þessum tíma árs gilda strangar reglur um með- ferð þeirra. Almenn notkun og sala flugelda er bönnuð nema á tímabil- inu 28. desember til 6. janúar og má þá einungis nota þá milli klukkan níu á morgnana til miðnættis, nema með leyfi frá lögreglustjóra. Þar er nýársnóttin að sjálfsögðu undan- skilin. Einnig er öll sala á flugeldum til barna yngri en 12 ára bönnuð og fullorðnir verða að hafa eftirlit með flugeldanotkun þess aldurshóps. ■ LÉTUST Í GASSPRENGINGU Tíu lét- ust eftir gassprengingu í fjölbýlis- húsi í austurhluta Frakklands í fyrrakvöld. Flest dauðsföllin urðu við það að þrjár efstu hæðir húss- ins féllu saman í kjölfar spreng- ingarinnar. Tólf voru fluttir særðir á sjúkrahús. EMBÆTTI RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA Ríkissaksóknari fer með rannsókn á meintum brotum mannsins og mun í framhaldinu taka ákvörðun um hvort hann verði ákærður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.