Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 10
Úkraína loksins frjáls Viktor Júsjenkó sigraði nafna sinn Janukovitsj í forsetakosningunum í Úkraínu sem fram fóru í fyrradag. Júsjenkó segir þjóð sína loksins vera frjálsa. KÆNUGARÐI, AP Viktor Júsjenkó bar sigur úr býtum í forsetakosningun- um í Úkraínu sem haldnar voru ann- an dag jóla. Kjörsókn var góð og ekki eru taldar líkur á að brögð hafi verið í tafli. Stuðningsmenn Viktors Janukovitsj eru ósáttir við úrslitin og óttast að misrétti í landinu muni aukast. Úkraínumenn gengu að kjör- borðinu á nýjan leik á sunnudaginn en hæstiréttur landsins ógilti kosn- ingarnar sem haldnar voru í síðasta mánuði þar sem framkvæmd þeirra var meingölluð. Kjörsókn var góð en ríflega 77 prósent skráðra kjós- enda nýtti atkvæðisrétt sinn. Þegar 97 prósent atkvæðanna höfðu verið talin höfðu tæp 53 prósent greitt Júsjenkó atkvæði sitt en rúm 43 prósent merkt við nafn Janukovitsj. Munurinn á frambjóðendunum var minni en gert hafði verið ráð fyrir. Útgönguspár sýndu allt að tuttugu prósentustiga mun á fram- bjóðendunum en þegar talið hafði verið upp úr kössunum nam hann ekki nema tíu prósent. Engu að síð- ur var Júsjenkó ánægður með úr- slitin. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar þakkaði hann stuðningsmönnum sínum sem vikum saman höfðust við úti á torgum og strætum höfuð- borgarinnar í vetrarkuldunum og mótmæltu úrslitum fyrri kosning- anna. „Í dag hefur úkraínska þjóðin sigrað, ég óska ykkur til hamingju,“ sagði hinn rúnum risti leiðtogi við mannfjöldann á aðaltorgi Kænu- garðs í fyrrakvöld. „Við höfum ver- ið sjálfstæð í fjórtán ár en ekki ver- ið frjáls. Nú getum við hins vegar horft fram á veginn því Úkraína hefur öðlast fullveldi og frelsi“ Tólf þúsund kosningaeftirlits- menn voru í Úkraínu til að tryggja að kosningarnar færu rétt fram. Þeim bar saman um að kosningarn- ar hefðu farið heiðarlega fram og allir hnökrar hefðu verið minni- háttar. Janukovitsj var orðinn svartsýnn um sigur áður en kjörfundi lauk en lofaði öflugri stjórnarandstöðu. Stuðningsmenn hans höfðu í frammi mótmæli, til dæmis í iðnaðarborg- inni Donetsk og sögðust óttast að klofningurinn á milli þjóðarbrot- anna í landinu myndi aukast. Margir þeirra kváðust styðja að hinn rúss- neskumælandi austurhluti landsins klyfi sig frá vesturhlutanum. ■ 28. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli: Stefnt að opnun í dag SKÍÐI Ef veður leyfir verður skíða- svæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri opnað klukkan 11 í dag. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, for- stöðumanns Skíðastaða, er kom- inn þokkalegur snjór í fjallið en þó minni en niður í byggð á Akur- eyri. Fimm starfsmenn Skíða- staða unnu í gær við að flytja til snjó í fjallinu svo hægt verði að opna skíðaleið meðfram Fjarkan- um og Hólabraut. „Það spáir suðvestanátt og hugsanlegt að veðrið verði ágætt en þó gæti brugðið til beggja vona. Töluverður skafrenningur hefur verið í fjallinu, og snjór safnast í lægðum, en þetta lítur þokkalega út,“ sagði Guðmundur Karl. Ef veðrið verður skaplegt er ætlunin að skíðasvæðið verði opið til klukkan 16 í dag eða á meðan birtu gætir. Í fyrra var skíðasvæðið í Hlíð- arfjalli opnað 13. desember en að jafnaði er svæðið opnað almenn- ingi síðari hluta janúarmánaðar. kk@frettabladid.is Skrifstofuvörur á tilboði í janúar Ljósritunarpappír, bréfabindi, töflutúss og gatapokar Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Nýr o pnun artím i í ver slun RV: R V 20 26 Mopak ljósritunarpappír 500 blöð í búnti 278.- m.v sk Bréfabindi A4 8cm kjölur A4 5cm kjölur 148.- m .vsk Töflutúss 2mm 4 lita sett 298.- m.v sk Krabbameins- félagsins Vinningar í happadrætti Útdráttur 24. desember 2004 Audi Sportback, 2.490.000 kr. 86615 Bifrei› e›a grei›sla upp í íbú›, 1.000.000 kr. 110270 Vinningar Bi rt á n áb yr gð ar Byrja› ver›ur a› grei›a út vinninga 10. janúar nk. Úttekt hjá fer›askrifstofu e›a verslun, 100.000 kr. 233 422 1133 3484 4488 5049 5847 6960 7712 8400 9735 10756 11062 11673 12952 13044 13870 14029 14287 14612 15863 16250 16792 18351 19188 20234 20550 20623 20654 20846 21323 22245 23826 24859 26027 26058 26549 27160 28413 28442 28760 30411 31627 31814 33674 33855 34590 35356 36600 36672 37620 39197 39216 39502 42567 43104 44085 44723 45304 46954 46979 48672 49088 49444 49952 50159 51986 55073 55413 56241 56444 59126 60846 62399 64705 66158 67281 67742 68713 69079 69621 70888 71105 71306 73040 73369 73375 74098 75225 76374 76575 77799 77910 78492 78500 78987 79645 82540 82625 82713 83337 83385 83573 84390 85065 86397 87488 87930 88024 90191 90267 91098 91225 92408 92520 93100 93311 93374 93557 93698 94654 95134 95191 95685 96326 97248 97863 98460 101169 101891 102032 102552 103668 104655 105707 106429 106789 108801 110177 110745 111419 111504 113630 113937 113958 114078 114750 115308 117215 118266 118514 119839 120008 122516 123028 123119 123943 124048 125030 125588 125757 126083 126414 130180 130381 132428 132469 134883 Handhafar vinningsmi›a framvísi fleim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins a› Skógarhlí› 8, sími 540 1900. Krabbameinsfélagi› flakkar landsmönnum veittan stu›ning Viktor Júsjenkó: Baráttan rétt að byrja ÚKRAÍNA, AP Þrátt fyrir að Viktor Júsjenkó hafi staðið í ströngu und- anfarnar vikur þá má segja að bar- áttan hefjist fyrir alvöru nú þegar hann sest í stól forseta. Þjóðin er klofin í afstöðu sinni til nýja for- setans og stefnumála hans og er- lendir þjóðarleiðtogar bíða átekta. Efnahagur landsins er með miklum ágætum um þessar mund- ir en fáeinir auðkýfingar hafa þar töglin og hagldirnar. Þeir studdu flestir Janukovitsj í kosningunum, erkifjanda Júsjenkós. Ráðamönnum í Kreml líst illa á stefnu Júsjenkós í utanríkismálum en hann lítur hýru auga til aukins samstarfs við Vesturlönd. Eitt af fyrstu verkefnum Júsjenkós verð- ur að bæta ímynd sína gagnvart Pútín Rússlandsforseta. Erfiðasta verkefnið verður að sameina úkraínsku þjóðina á nýj- an leik. Íbúar austurhluta lands- ins eru mjög tortryggnir í garð Júsjenkós. Viðbúið er að þeir fari fram á aukið sjálfstæði, bæði í stjórnmálum og efnahagsmálum. Það er lykilatriði fyrir Viktor Júsjenkó að róa þessa landa sína eigi hann að verða farsæll í emb- ætti. ■ VIKTOR JÚSJENKÓ Júsjenkó ávarpaði stuðningsmenn sína í gærmorgun ásamt konu sinni Katerynu. Hann sagði þjóðina vera hinn raunverulega sigurvegara kosninganna. ÚRSLIT Í ÚKRAÍNSKU FORSETAKOSNINGUNUM Júsjenkó 52,44 % Janukovits 43,77 % BROSMILDUR STAÐARHALDARI Guðmundur Karl brosir breitt þessa dagana enda útlit fyrir að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verði opnað í fyrra fallinu. FRÉTTAB LAÐ IÐ /KK AP M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.