Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 11
11ÞRIÐJUDAGUR 28. desember 2004 BROTTFLUTNINGI MÓTMÆLT Brestir eru komnir í samstöðu landnema gegn brottflutningnum. Brottflutningur frá Gasa: Landnemar láta undan ÍSRAEL, AP Tuttugu fjölskyldur í ísraelskri landnemabyggð hafa lýst sig viljugar til að flytjast frá hinu umdeilda Gasa-svæði. Þetta er fyrsta fólkið til að fallast á fyrirætlanir Ariels Sharons, for- sætisráðherra Ísraels, um brott- flutning Ísraela frá Gasa svæðinu og hluta Vesturbakkans. Þótt um sé að ræða lítinn hluta landnema Gasa-svæðisins má segja að þetta séu fyrstu merki þess að brestir séu að koma í mót- spyrnu íbúa svæðisins gegn Shar- on. Hingað til hafa íbúarnir staðið saman og mótmælt öllum áform- um um brottflutning. ■ Japanskar konur: Megi verða keisarar TÓKÝÓ, AP Næsti keisari japanska ríkisins verður hugsanlega kona en endurskoðun á reglum sem banna kvenkyns keisara stendur nú yfir. Enginn drengur hefur fæðst inn í japönsku keisarafjölskylduna síðan á sjöunda áratug síðustu aldar. Það getur því enginn tekið við keisara- dæminu eftir að krónprinsinn Naru- hito fellur frá nema reglunum verði breytt en þær voru settar eftir síð- ari heimsstyrjöldina. Átta konur hafa verið keisarar Japans í 1.500 ára sögu keisaradæmisins. ■ Palestínskir fangar: 159 sleppt VESTURBAKKINN, AP Ísraelsmenn slepptu 159 palestínskum föngum í gær til að lýsa vinsemd í garð nýrra stjórnvalda í Palestínu. Leiðtogi Palestínumanna og forsetaframbjóðandi, Mahmoud Abbas, lýsti ánægju sinni með ákvörðun Ísraelsmanna en sagði Ísraelsmenn einnig þurfa að frelsa Palestínumenn sem setið hafa í ísraelskum fangelsum í lengri tíma. Ísraelar hafa enn um 7.000 Palestínumenn í haldi og Abbas er beittur miklum þrýstingi heima- fyrir á að þeim verði sleppt. ■ Reykingar: Óvægin herferð REYKINGAR Ný og óvægin auglýs- ingaherferð gegn reykingum er far- in af stað í Bretlandi. Vonast er til að þúsundir manna muni í kjölfarið hætta að reykja á næsta ári. Í einni auglýsingunni sjást börn standa við legstein föður síns skömmu eftir jarðarför hans og í annarri reynir móðir að segja börn- um sínum að hún sé komin með krabbamein. Yfirskrift auglýsing- anna er: „Hættu að reykja – það er eina leiðin til að vernda fjölskyld- una þína“. Samkvæmt rannsóknum munu um 3.000 manns deyja í Bret- landi úr sjúkdómum tengdum reyk- ingum á milli jóla og nýárs. ■ Nýr vaxtarstuðull ungbarna í bígerð: Ekki gert ráð fyrir erlendum börnum HEILBRIGÐISMÁL Allir sem þekkja til ungbarnaeftirlits hér á landi kann- ast við vaxtarkúrfuna sem notuð er til að mæla hæð og þyngd barna. Vaxtarstuðullinn kemur frá Svíþjóð og þótt hann eigi ágætlega við ís- lensk börn er ekki sömu sögu að segja um börn af erlendum uppruna sem iðulega ná ekki upp í lægstu staðalfrávik. Atli Dagbjartsson barnalæknir vinnur að gerð íslensks staðals sem koma á í stað þess sænska en athygli vekur að erlendu börnin eru ekki tekin inn í þá vinnu. „Þegar við vorum að gera þessar kúrfur höfðum við útlendinga ekki með. Við gerðum alveg íslenskan staðal til að ná þessu alveg.“ Þar að auki ein- skorðist frávikin frá normalkúrf- unni hingað til ekki við börn sem eru af erlendu bergi brotin. „Til dæmis er höfuð- stærð íslenskra barna meiri en þeirra sænsku.“ „Þetta eru í sjálfu sér heldur ekki svo mikil frá- vik að menn geti ekki notað hvaða staðal sem er,“ segir Atli. Hann bætir við að þegar vöxtur barna er skoðaður skiptir litlu máli hvar á kúrfunni þau séu ef vaxtarhrað- inn sé eðlilegur. „Menn vita það vel í samfélaginu hvernig þessu er háttað.“ -at ATLI DAGBJARTSSON BARNALÆKNIR Vinnur að íslensk- um vaxtarstuðli fyrir ungbörn. UNGBARNAEFTIRLIT Vaxtarstaðlarnir sem notaðir eru miða ekki við börn af erlendum uppruna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.