Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 16
17 SVONA ERUM VIÐ Þúsundir fórust í Asíu þegar flóðbylgja skall á land eftir jarðskjálfta sem átti upptök sín vestur af eyjunni Súmötru. Helen Ólafsdóttir hefur starfað sem frið- argæsluliði á Sri Lanka frá 12. desem- ber. Hún lá í frítíma sínum á sólarströnd í borginni Colombo, sem vestrænir ferðamenn sækja, þegar aldan reið yfir á öðrum degi jóla: „Við höfðum nokkrar sekúndur til að hlaupa. Ég reis upp og heyrði hróp og köll. Þá var byrjað að flæða yfir [sól]bekkinn hjá mér. Ég hafði ekki meiri tíma en svo,“ segir Helen. „Það fór allt af stað. Meira að segja sól- hlífar sem höfðu verið grafnar langt í jörðu. Sjórinn hreif allt með sér en það sluppu allir óhultir.“ Helen segir að jarð- skjálftinn, sem var níu á Richterkvarða, hafi ekki fundist á svæðinu. Flóðbylgjan hafi skollið á austurströnd Indlands um tveimur tímum frá upptökunum en að- eins síðar á vesturströnd landsins. Eng- ar viðvaranir hafi borist. „Við áætlum að þar sem við vorum á ströndinni í Colombo hafi vatnið hækk- að mjög snögglega um í það minnsta tvo metra ef ekki þrjá,“ segir Helen. Eyðileggingin sjáist víða en strandstað- urinn hafi sloppið vel miðað við önnur svæði landsins. Helen segir enn óljóst hve margir hafi farist í landinu. Það sé torfarið og því geti tekið nokkrar vikur að meta ástand- ið að fullu og það manntjón sem hafi orðið. Helen segir norrænu friðargæsluna sem hún starfi með á vegum utanríkisráðu- neytisins einblína á að koma upplýsing- um á milli Tamíl Tígra og stjórnvalda. Ótrúlegt sé að fylgjast með því hvernig fylkingarnar geti nú unnið saman að hjálparstarfi þrátt fyrir hörð átök þeirra á milli. Hafði nokkrar sekúndur til að forða sér HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HELEN ÓLAFSDÓTTIR 28. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Flugeldaverð aldrei hagstæðara Gengi Bandaríkjadals kemur flugeldaglöðum til góða því verð sprengiefnisins stendur í stað eða lækkar frá því í fyrra. Ætla má að flugeldar séu fluttir inn í 30 stórum gámum. Einhverra nýjunga mun gæta á himninum í ár. Sem fyrr er samkeppnin á flugeldamarkaðnum hörð. Kínverjar framleiða mest. FLUGELDAR Innflytjendur og selj- endur flugelda hófu undirbúning áramótasölunnar fyrir mörgum mánuðum. Fyrstu drög voru raun- ar lögð fyrir tæpu ári því pantað er á vormánuðum eftir umfangsmikl- ar markaðsathuganir þar sem þörfin er metin. „Þó álagið sé einn mánuður á ári er þetta hlutur sem þarf að huga að allt árið um kring,“ segir Lúðvík Georgsson hjá KR- flugeldum. KR-flugeldar er umsvifamikið fyrirtæki í innflutningi flugelda og selur þá í heildsölu til fjölmargra íþróttafélaga og fleiri útsöluaðila. Flugeldaumsýsla Slysavarnafé- lagsins - Landsbjargar er einnig risavaxin og þar hafa menn haft í nægu að snúast frá byrjun mánað- ar þegar gámarnir komu til lands- ins. „Við höfum verið í talningu, pakkningu og dreifingu frá því um mánaðarmót,“ segir Friðfinnur Guðmundsson hjá Landsbjörg. Bróðurpartur flugelda og ann- ars sprengiefnis sem kveikt er í á gamlárskvöld kemur úr austur- vegi. „Kína er jú fæðingarland flugeldanna en við kaupum líka talsvert frá Þýskalandi. Þjóð- verjarnir búa enn þá til bestu rak- ettur í heimi og vönduðustu stjörnuljósin,“ segir Lúðvík KR- ingur. Hann lofar nýjungum í ár, segir kökurnar hafa þróast og sjá megi ljósin sveipast um himininn eins og rúðuþurrkur eða tjaldhurð sem opnast neðan frá. Friðfinnur er hins vegar varkárari þegar talið berst að nýjungum. „Þegar menn segjast vera með nýjungar í ljós- um og hljóðum þá tek ég því með varúð. Umbúðir og útlit breytast alltaf eitthvað en ég er efins með hitt.“ Hvað sem því líður er ljóst að flugeldakaupin í ár ættu að vera vinveitt veskinu, verðið ætti að standa í stað frá í fyrra eða jafnvel lækka. „Verðþróunin hefur verið samfellt niður á við frá því það fór í skelfilegar hæðir árið 2001. Kín- verska varan hefur lækkað um fimm til tíu prósent út af hagstæðu gengi Bandaríkjadals,“ segir Lúð- vík. Friðfinnur tekur undir þetta en bendir á að innkaupin hafi verið gerð í vor þegar dalurinn var tölu- vert hærri en hann er í dag. „Verð- ið verður það sama eða lægra, það hækkar allavega ekkert.“ Athuganir leiða í ljós að flug- eldar voru fluttir til landsins í um 30 stórum gámum og ætti ljósa- dýrðin á himninum að geta orðið talsverð. Ekki spillir að verðið er hagstætt, jafnvel hagstæðara en nokkru sinni ef marka má upplýs- ingar viðmælenda. Það er því ekki annað að gera en vona að veðrið verði til friðs. bjorn@frettabladid.is LÚÐVÍK GEORGSSON 3.800 VINNA VIÐ LANDBÚNAÐ Á ÍSLANDI Miðað við árið 2003. Heimild: Landshagir. Jólagjöf til þín Það er sælla að gefa en þiggja, þess vegna höfum við hjá Ömmubakstri ákveðið að bæta við einni flatköku í pakkana hjá okkur yfir jólin, þannig að þegar þú opnar flatkökupakka næst, þá færðu fimm flatkökur í staðinn fyrir fjórar. Svo viljum við óska öllum landsmönnum nær og fjær, gleðilegra jóla og farsælls komandi árs. Starfsfólk Ömmubaksturs 5 690691 2000 08 Lífsreynslus agan • He ilsa • • M atur • Kro ssgátur 50. tbl. 66. árg., 27. de sember 2004. g•á~t Aðeins 599 kr.Gleðilegt ár 2005 Vö lvuspáin Hvað gerist á nýju ári? 00 Vikan50. tbl.'04-1 10.12.2004 13:20 Pag e 1 Náðu í eintak á næsta sölustað Völvublaðið Aðeins 599 kr. ÞORSKUR Fiskurinn vinsæll: Hlé á kjötáti MATUR Ýsa, þorskur og aðrir fiskar eru á borðum margra landsmanna nú milli hátíða enda ein kjöthátíð- in að baki og önnur í sjónmáli. Fiskurinn sem var á boðstólnum í fiskbúðunum í gær var þriggja daga gamall en ekki var róið um helgina. Menn fóru hins vegar á sjó í gær og því glænýr fiskur í búðum í dag. Birgir í fiskbúðinni Árbjörg við Hringbraut sagði mikið að gera í gær og bjóst við enn meiri atgangi í dag. Fisk má sjóða, steikja, baka, grilla og vitaskuld borða hráan, allt eftir smekk. - bþs SKOTELDAR 21 þúsund börnum og unglingum á aldrinum 10 til 15 ára verða send „flugeldagleraugu“ í boði Blindrafélagsins og Slysa- varnafélagsins Landsbjargar núna fyrir áramót. Fyrstu gleraugun voru afhent með viðhöfn í Skógar- hlíð í Reykjavík á annan í jólum og skotið upp nokkrum flugeldum. Í tilkynningu Landsbjargar kemur fram að einnig hafi verið á staðn- um systkini sem upplifðu að flug- eldagleraugu björguðu augum annars þeirra um áramót og deildu þau reynslu sinni með gest- um. Áramótin 2000/2001 hófu Blindrafélagið og Slysavarnafé- lagið Landsbjörg samstarf til að fækka augnslysum sem áður voru algeng um áramót. Frá þeim tíma hafa verið gefin hlífðargleraugu til barna og unglinga sem sam- kvæmt tölum slysadeilda hafa verið í mestri hættu að verða fyr- ir augnslysum. Slysavarnafélagið Landsbjörg vonast til þess að með því að vekja athygli á varnargleraugunum með þessum hætti í upphafi flugelda- vertíðarinnar sé vonast til að ná til allra, bæði ungra sem aldinna, áður en meðhöndlun flugelda hefst um sjálf áramótin. - óká Landsbjörg og Blindrafélagið: Sameinast um að gefa hlífðargleraugu ALLIR MEÐ HLÍFÐARGLERAUGU Blindrafélagið og Slysavarnafélagið Lands- björg gáfu fyrst hlífðargleraugun með við- höfn í Skógarhlíð í Reykjavík á annan í jól- um og ekki annað að sjá en að ungdóm- urinn hafi tekið gjöfinni fagnandi. LA N D SB JÖ RG /V AL G EI R EL ÍA SS O N FRIÐFINNUR GUÐMUNDSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.