Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 18
Hressir hjólamenn Hjólafélagið æfir saman tvisvar í viku og er ávallt í banastuði. Hjólreiðafélagið Hjólamenn er samansafn af áhugamönn- um um hjólreiðar sem hittast og hjóla saman reglulega og stefna á stóra hluti í hjól- reiðaheiminum. „Við erum nokkrir galvaskir hjól- reiðakappar sem keppum innan- lands og erum að reyna að koma okkur allhressilega á kortið. Við erum með bikarmeistara í hjól- reiðum síðasta árs í okkar röðum og þessi klúbbur er fullur af ung- um og efnilegum hjólreiðamönn- um,“ segir Guðni Dagur Krist- jánsson, stjórnarformaður félags- ins. „Við erum rúmlega þrjátíu í fé- laginu og sum okkar hafa verið að hjóla saman í um þrjú ár en félag- ið er aðeins mánaðargamalt. Við erum fjórir til fimm sem æfum reglulega og erum á höttunum eft- ir styrktaraðilum þar sem við stefnum á stóra hluti. Við erum að fara í hjólreiðakeppni í Færeyjum næsta sumar sem heitir því skemmtilega nafni Tour de Fær- eyjar. Síðan erum við með einn gjaldgengan hjólreiðamann sem fer líklegast á Smáþjóðaleikana í júní á næsta ári og við ættum að geta gert stóra hluti þar,“ segir Guðni og bætir við að öllum sé frjálst að mæta á æfingar hjá fé- laginu. „Við erum nokkrir sem æfum fjórum sinnum í viku klukkan sex á morgnana. Annars eru skipulagðar æfingar á fimmtudagskvöldum klukkan 20 og sunnudagsmorgnum klukkan 9.30 þar sem allir hittast. Þetta er rosalega góður félagsskapur og maður kemst í rífandi gír allan daginn ef maður fer að hjóla svona á morgnana. Það er allur gangur á stöðu fólks í félaginu, sumir fara hratt og sumir hægt. Við skiljum auðvitað engan eftir þannig að þarf enginn að vera hræddur við að ganga í félagið. Eina sem þarf er góður fatnaður og hjól sem virkar, helst á nagla- dekkjum.“ Guðni hefur haft dálæti á hjól- reiðum alla tíð en hefur hjólað mikið nú í seinni tíð. „Ég byrjaði af viti í fyrra og var að fikta við þetta áður. Ég hljóp alltaf mjög mikið en þegar maður er á hjóli fer maður mun hraðar yfir og það gerir íþróttina svo skemmtilega. Ég get til dæmis skroppið upp í Heiðmörk og komið aftur heim á tveim tímum. Síðan upplifir mað- ur náttúruna svo vel á hjóli og fíl- ar sig almennt í botn,“ segir Guðni og segir enn fremur að hjólreiðar séu hollari en margar íþróttir. „Þetta er með betri æfingum sem til eru. Við höfum fengið fólk í fé- lagið sem hefur meiðst í öðrum íþróttum eins og sundi og fótbolta en hefur liðið vel á hjólinu. Það eru engin snögg átök á neina liði eða vöðva og líkaminn veit ná- kvæmlega hverju hann á von á.“ En eru engar konur í félaginu? „Því miður hafa engar konur gengið í félagið en við hefðum vissulega ánægju af því að fá nokkrar konur í hópinn.“ lilja@frettabladid.is SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* VILTU MIÐA! Sendu SMS skeytið BTL JKF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Vinningar eru Miðar á Jamie Kennedy, DVD myndir, CD´s og margt fleira. vinnur gegn fílapenslum og bólum. Bindur bakteríur og húðflögur og dregur þær til sín. Silicol Skin Þannig getur þú haldið húð þinni mjúkri og hreinni og komið í veg fyrir bólur. Fæst í apótekum. Nudd Til að njóta nuddsins til hins ýtrasta skaltu tæma hugann og ekki láta það eftir þér að hafa áhyggjur, þú leysir engin vandamál á nuddbekknum. Slakaðu á og láttu vita ef herbergið er of kalt eða heitt eða ef tónlistin truflar þig. Ef nuddarinn tekur upp á því að tala mikið skaltu bara segja honum kurteislega að þú viljir algera ró.[ ] Guðni Dagur hefur alltaf haft dálæti á hjólreiðum og ætlar sér stóra hluti með félag- inu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.