Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 27
Lögverndaðar dauðagildrur Þegar fólk heyrir sögur um spilafíkla sem eyða mörgum milljónum á mánuði í spilakassa trúa fæstir sínum eigin eyrum. Í hugum flestra er það einfaldlega ekki hægt. Sjálfur er ég tvítugur og hef verið að berjast við spilafíkn síðastliðin þrjú ár. Í mínu tilviki tók það einungis tvær vikur að þróast úr byrjanda sem aldrei hafði lagt meira en þúsund krónur undir í veðmálum, í það að eyða um hundrað þúsund krónum á dag í spilakassa. Á þessum tíma var ég nemi og hafði þess vegna ekki mikið fé á milli handanna en fjármagnaði fíknina með því að taka lán bæði hjá vinum og lána- stofnunum, ásamt því að stela öll- um þeim peningum sem ég komst í, jafnvel af yngri systkinum mín- um. Skólinn varð svo auðvitað að víkja stuttu síðar vegna mikillar vanlíðunar og skulda. Með hjálp fjölskyldu minnar fór ég að stunda fundi hjá „Gamblers anonymous“, samtökum spilafíkla sem halda fundi nánast daglega. Með hjálp fundanna tókst mér að halda mig frá spilakössum í nokkra mánuði en á þessum þrem- ur árum hef ég fallið fimm sinn- um, eytt tæplega tveimur milljón- um króna í spilakassa og það sem verst er, misst góðan kunningja yfir móðuna miklu. Sá strákur var í blóma lífsins og sérstaklega geðslegur en sá því miður ekkert annað fært en að stytta sér aldur vegna spilaskulda. Hvers vegna eru spilakassar í hverri einustu sjoppu á landinu? Er besta leiðin fyrir líknarfélög að fjármagna starfsemi sína með peningum mjög sjúkra og varnar- lausra einstaklinga á þennan hátt? Ég leyfi mér að fullyrða að vel yfir helmingur tekna af spilaköss- um komi frá spilafíklum. Þykir einhverjum það forsvaranlegt? Þau rök að fólk muni færa fíkn sína yfir í aðrar tegundir fjár- hættuspila standast aðeins að litl- um hluta til vegna þess að spilafíklar á Íslandi spila nánast einungis í spilakössum. Ég hef til dæmis aldrei hitt spilafíkil sem veðjar meira í annarri tegund fjárhættuspila en í spilakössum. Það hæfir einfaldlega ekki flest- um spilafíklum að kaupa sér lottómiða í miðri viku og bíða svo til næsta laugardags eftir drætt- inum. Því styttri tíma sem það tekur veðmál að klárast þeim mun meiri líkur eru á því að spilafíkill falli fyrir því. Ég vil því biðja ráðamenn og -konur þessa lands í einlægni að endurskoða lög um fjárhættuspil. Það hljóta að vera til einhverjar mannsæmandi leið- ir fyrir líknarfélögin að fjár- magna starfsemi sína í þessu auð- uga landi. Tökum öll saman hönd- um og upprætum spilakassadjöf- ulinn í nafni þeirra sem að látist hafa af völdum spilafíknar. ■ 19 ÞRIÐJUDAGUR 28. desember 2004 Tap Landmælinga Einhverjir kunna þá að halda að tekjur ríkisins af Landmælingum Íslands séu svo góðar að ríkissjóður megi ekki missa tekjurnar af sölu landakorta - sem allir kaupa sér auðvitað oft á ári, sér og fjölskyldum sínum til skemmtunar í tjaldferðalaginu. Sú er raunin þó ekki því tekjur fyrirtækisins árið 2003 voru aðeins rúmar 52 milljónir. Gjöldin voru þó heldur blómlegri, eða rúmar 246 milljónir. Reikningsformúlan er nú ósköp einföld og tap af rekstrinum árið 2003 var því tæpar 194 milljónir. Heiðrún Lind Marteinsdóttir á sus.is Afþakkar Sigmund Mér þætti gaman að vita hver afstaða Frjálshyggjufélagsins er til þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að kaupa teikningar Sigmunds fyrir átján milljónir – afmælispakki þeirra til þjóðarinnar á sextíu ára afmæli lýðveldisins. Ég fyrir mitt leyti afþakka þá gjöf. Fyrir utan það að verk Sigmunds eru nú þegar að- gengileg almenningi og þessi veglegi pakki ríkisstjórnarinnar svolítið eins og þegar maður stal bangsa frá litlu systur og gaf henni hann svo aftur í afmælis- gjöf. Kristín Svava Tómasdóttir á frjals- hyggja.is Aðgerðir sem eyðileggja verð- mæti Ef aukin hlutafjárútboð stafa hins vegar af því að hlutabréfaverð er orðið of hátt er það mun alvarlegra mál en menn gera sér ef til vill grein fyrir. Hagfræðing- urinn Michael Jensen (Harvard Business School) hefur nýlega ritað grein þar sem hann bendir á það að of hátt hluta- bréfaverð geti leitt til þess að stjórnend- ur fyrirtækja leiðist út í alls kyns aðgerð- ir sem eyðileggja verðmæti. Þegar hlutabréfaverð fyrirtækis hækkar langt upp fyrir það sem stjórnendur þess telja að rekstur þess geti staðið undir standa stjórnendurnir frammi fyrir erfiðri stöðu. Þeir þurfa annað hvort að tala verðið á fyrirtæki sinu niður eða þá að halda bólunni í hlutabréfaverði þess gangandi með alls kyns kúnstum. Jón Steinsson á deiglan.com Biskupinn lifir í blekkingu Biskupinn má gjarnan lifa í þeirri blekk- ingu að ástæðan fyrir því Jesús fæddist í Betlehem sé eitthvað manntal sem að átti sér stað á allt öðrum tíma, en við hin skulum halda okkur við raunveruleikann og reyna að hafa bara gaman af jólunum og ævintýrinu um fæðingu Jesús alveg eins og við höfum gaman af ævintýrun- um um Þór og Mjallhvíti. Hættum að hlusta á gasprið í biskupnum og að taka mark á ævintýrum sem samkvæmt Karli „...engum heilvita manni detti í hug að tengja ... yfir höfuð raunverulegum að- stæðum í raunverulegum heimi“. Hjalti Rúnar Ómarsson á vantru.net ORRI FREYR JÓHANNSSON SKRIFAR UM SPILAKASSA AF NETINU SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.