Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 28
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir varaformaður Eflingar er fimm- tíu og níu ára í dag. Tímamótin hringdu til hennar af þessu tilefni og spurðu um verkefnin hjá Efl- ingu um þessar mundir. „Það er þá helst að nefna fé- lagsliðana okkar. Við vorum að útskrifa núna 17. desember fimmtíu konur úr þessu starfs- námi. Þetta er merkisáfangi í sögu starfsmenntunar því þessi hópur er að brjóta blað í aðferð við að ljúka námi. Námið var stundað með vinnu, einn námsdag í viku í tvö ár auk nokkurra náms- helga þar sem farið var í sérstök verkefni. Námsflokkar Reykja- víkur sáu um kennsluna en um- sjón höfðu Guðrún Halldórsdóttir skólastjóri og Sigrún Karlsdóttir hjá Félagsþjónustunni í Reykja- vík. Þessi frábæri árangur mun í framtíðinni skila miklu til samfé- lagsins þar sem starfsmenn verða færari um að sinna fjöl- breyttari verkefnum eftir námið. Stærsti hluti hópsins vinnur við heimaþjónustu. Heimaþjónustan er ein mikilvægasta stoðin fyrir aldraða og fatlaða til að geta búið sem lengst heima og þess vegna mun þessi hópur hafa mikla þýð- ingu og bæta þjónustuna.“ Við spurðum líka um atvinnu- leysi Eflingarfélaga. Er það mikið? „Já, það eru á milli fimm og sexhundruð okkar félagsmanna á atvinnuleysisskrá. Bæði langtíma atvinnulausir og fólk sem er ný- búið að missa vinnuna. Þetta er mikið áhyggjuefni, þótt nokkuð hafi fækkað á atvinnuleysis- skránni frá því í fyrra. Við teljum líka að það þurfi að auka aðstoð við atvinnulausa. Bæði þarf að koma á starfsréttindanámskeið- um, til dæmis í stjórn vinnuvéla, til þess að þessi hópur geti nýtt sér tækifæri sem eru framundan vegna virkjunarframkvæmda. Maður saknar framtaks af hálfu ríkisins í þessum efnum. Það þarf líka stuðning við atvinnulausa sem fá vinnu því mörgum veitist erfitt að byrja aftur að vinna. Það er afskaplega hætt við einangrun þegar fólk er atvinnulaust lengi og átak að fara að vinna aftur. Fólk fer út úr allri vinnuvenju, veitist erfitt að vakna á morgn- ana og svo framvegis. Við í for- ystu verkalýðshreyfingarinnar vitum líka að þrálátt atvinnuleysi leiðir til þess að fólk fer fyrr á líf- eyri og þetta rýrir stöðu lífeyris- sjóðanna. Það er því allra hagur að aðstoða atvinnulaust fólk við að komast út á vinnumarkaðinn aftur.“ En svo við víkjum að afmæl- inu Þórunn. Heldurðu upp á þetta? „Ja, ég hef nú í gegnum árin yfirleitt fengið börnin í kaffi. Svo höfum við hjónin stundum farið út að borða. Ég veit ekki hvað ég geri núna. En svo er maður auð- vitað farinn að hugsa um hvernig þetta verði á næsta ári. Mér finnst sérkennilegt að hugsa til þess að eftir ár verði sagt um mig að ég sé komin á sjötugsaldur. Mér finnst við stundum tala um aldur með neikvæðum hætti. Danir eru miklu skynsamari í þessu og gera sér betri grein fyrir þeim verðmætum sem fólg- in eru í aldri og reynslu. Þeir tala um gráa gullið. Ég held að við gætum lært af þeim í þessum efnum.“ -SGT 20 28. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR WOODROW WILSON Fæddist þennan dag 1856. “Ef þú vilt eignast óvini – reyndu þá að breyta einhverju.“ Hann fékk að sannreyna þetta sjálfur, þegar hann reyndi að koma á réttlátum friðarsamningum í Evrópu. timamot@frettabladid.is Þennan dag árið 1908 varð versti jarðskjálfti í sögu Evrópu í Mess- inasundi við Sikiley. Hann lagði í rústir borgirnar Messina á Sikiley og Reggio í Calabríuhéraði. Sjötíu til hundrað þúsund manns fórust í skjálftanum og flóðbylgjunum í kjölfarið. Ítalir kalla Sikiley og Calabriu „la terra ballerina“, dansandi landið, vegna jarð- skjálftanna sem eru afar tíðir á þessum slóðum. Árið 1693 fórust 60.000 manns í jarðskjálfta á Sikiley og tæpri öld síðar fórust 50.000 í Calabríu af sömu völd- um. Mannskæðasti jarðskjálfti sögunnar er hins vegar talinn hafa verið í Shanshí í Kína 1556 en þá fórust 830.000 manns. Skjálftinn 1908 er talinn hafa ver- ið 7,2 á Richterkvarða. Hann varð um klukkan 5.20 að morgni, þeg- ar fólk var í fastasvefni og varð því mannskæðari en ella. Skjálft- inn átti upptök undir hafsbotnin- um og orsakaði gríðarlegar flóð- bylgjur, tsunami, meira en tíu metra háar. Um 90% bygginga í Messina og Reggio eyðilögðust. Símalínur og vegir klipptust í sundur og torveldaði það björg- unarstörf. Í kjölfar stærsta skjálft- ans fylgdu nokkrir minni eftir- skjálftar og gerðu þeir illt verra, fleiri byggingar hrundu og björg- unarmenn fórust eða urðu fyrir skakkaföllum. Stærsti jarðskjálfti í sögu Evrópu er að líkindum skjálftinn sem reið yfir Lissabon 1755. Hann er talinn hafa verið 8,7 á Richterkvarða og flóðbylgj- an í kjölfar hans varð 75.000 manns að fjörtjóni.. MESSINA Á SIKILEY 28.desember 1908 fórust 100.000 manns. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1630 Oddur Einarsson biskup deyr. 1887 Bríet Bjarnhéðinsdóttir flyt- ur fyrirlestur um „Kjör og réttindi kvenna“. Upphaf kvenréttindabaráttunnar. 1895 Fyrsta kvikmynd sögunnar sýnd á Grand Café í París. 1957 Volkswagen númer 2.000.000 rennur af færi- bandinu. 1965 Eyja rís úr hafi við Surtsey. Var kölluð „Jólnir“ en hvarf í hafróti í október árið eftir. 1967 Fyrsti sjúklingurinn lagður inn á Borgarspítalann í Fossvogi. 1973 Gulag-eyjaklasinn, bók Sol- sjénitsíns, kemur út í París. Höfundurinn var rekinn í útlegð rúmum mánuði seinna. 1989 Alexander Dubsjek kjörinn forseti tékkneska þingsins. Versti jarðskjálfti í Evrópu Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Kristinn Pálsson skipstjóri, Botnahlíð 21, Seyðisfirði, andaðist á heimili sínu á jóladag. Fyrir hönd aðstandenda Helga Þorgeirsdóttir Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar, Eiríks Ísfeld Andreasen Kársnesbraut 94, Kópavogi. Lilja S. Guðlaugsdóttir, Kristinn, Þorbjörn, Guðlaugur, Magnús og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir mín amma og langamma, Anna Soffia Einarsdóttir Reynis, lést miðvikudaginn 16. des á heimili sínu. Jarðsett var miðviku- daginn 22. des. Útförin fór fram í kyrrþey. Sendum ykkur öllum vinum og kunningjum bestu jóla og nýárs óskir. Einar J. Benediktsson Leifur A. Benediktsson Herdis Benediktsdóttir AFMÆLI Birgitta Spur, forstöðukona Sigurjóns- safns, er 73 ára í dag. Adolf J. Berndsen á Skagaströnd er sjö- tugur. Stefán Hermannsson, fyrrv. borgarverk- fræðingur, er 69 ára í dag. Helga Jónsdóttir leikkona er 59 ára. Ólafur Hergill Odds- son læknir er 58 ára. Björk Jakobsdóttir leikkona er 38 ára í dag. Einar Örn Jónsson handboltamaður er 28 ára. ANDLÁT Ragnheiður I. Magnúsdóttir frá Prests- bakka lést 15. desember. Jarðsett var á Prestsbakka 21.desember. Dagmar Júlíusdóttir frá Gljúfurá, Barða- strandarsýslu, lést sunnudaginn 12. des- ember. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. Guðbjörg Einarsdóttir frá Kárastöðum, Þingvallasveit, er látin. Jón Kristinn Pálsson skipstjóri, Botna- hlíð 21, Seyðisfirði, lést 25. desember. Þórarinn Björnsson, Flókagötu 51, lést 25. desember. JARÐARFARIR 14.00 Friðgeir Guðjónsson verður jarð- sunginn frá Svalbarðskirkju. 14.00 Hulda Valdimarsdóttir verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju. 14.00 Ólína Ingveldur Jónsdóttir frá Skipanesi, Höfðagrund 2, Akra- nesi, verður jarðsungin frá Akra- neskirkju. 15.00 Ólafur Sveinsson Safamýri 61, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu. ÞÓRUNN SVEINBJÖRNSDÓTTIR VARAFORMAÐUR EFLINGAR Gef börnunum kaffi. ÞÓRUNN SVEINBJÖRNSDÓTTIR: Hætt við einangrun þegar fólk er atvinnulaust NÝ STÉTT, FÉLAGSLIÐAR Guðrún Halldórsdóttir og Lára Björnsdóttir afhenda Guð- björgu Sveinsdóttur skírteinið sitt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.