Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 30
22 28. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 21 22 23 24 25 26 27 Laugardagur SEPTEMBER „Sigurður Þorvaldsson, já það er Siggi Þorvalds. Hleypur niðr’í í horn og setur stigin þrjú.“ Þórunn Antónía veit hvað klukkan slær í körfuboltaheiminum, jafnvel þótt hún hafi dvalið langdvölum í Englandi, eins og heyra má í þessu dýrt kveðna stuðningsmannalagi Snæfells. Athugið að textabrotið er sungið við lagið „Whiskey in the Jar“ ■ ■ SJÓNVARP  16.30 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Liverpool og Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  18.30 European PGA Tour á Sýn. Sýnt frá Dunhill-meistaramótinu á evrópsku mótaröðinni í golfi.  19.15 Enski boltinn á Sýn. Sýnt frá leik Manchester United og Arsenal frá árinu 1999.  20.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Aston Villa og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  21.35 Tiger Woods á Sýn. Þriðji þáttur af þremur þar sem farið er yfir lífshlaup þessa frábæra kylfings.  23.15 Bardaginn mikli á Sýn. Sýnt frá hnefaleikabardaga Joe Louis og Max Schmeling. „Ég get engan veginn tek- ið undir það að þjálfun á Íslandi hafi farið aftur. Hinsvegar hefur hún breyst samfara breyttum forsendum. Ég er á því að við séum að búa til fleiri góða leikmenn, en það sem hefur breyst frá því að Guðjón var hér er að frábærum eða framúrskar- andi leikmönnum hefur fækkað. Og þetta tvennt má hiklaust rekja til þjálfunarinnar. Við erum jafnari en áður, getum gert slaka leikmenn að góðum leik- mönnum en okkur vantar þessa toppa. Í heildina tel ég þjálfun hafa farið fram á síðustu árum, sérstak- lega í yngri flokkunum.“ Þorlákur Árnason þjálfari Fylkis: Er tómarúm í fótboltanum á Íslandi? „Það skiptir mig litlu hvað Guðjón segir og heldur fram. Það getur vel verið að einhver stöðnun hafi verið en það ber að hafa í huga að aðstæður hafa breyst mikið frá því að hann var síðast hér á landi. Allir okkar bestu leikmenn fara í atvinnumennsku strax og félög hafa minni peninga en áður til umráða. En ég undrast ummæli Guðjóns því öll aðstaða til þjálfunar hefur batnað, knattspyrnuhallir hafa verið reistar og allur undirbúningur fyrir sumarið er lengri og markvissari en áður.“ Ólafur Þórðarson þjálfari ÍA: „Guðjón notar ávallt skemmtilega frasa en hann útskýrir ekkert hvað hann á við með þessu tómarúmi og ég skil ekki alveg þessi ummæli. En það má lesa úr þeim að síðan hann fór út að þjálfa hefur allt verið á niðurleið hér á Íslandi og nú sé hann kominn til að rífa þetta upp á nýjan leik. Þvert á móti er ekki spurning að þjálfun hefur batnað á Íslandi á undanförnum árum. Hún hefur jafnframt breyst með betri aðstöðu en ekki hefur henni farið aftur. En það er ánægjulegt að fá Guðjón aftur, hann á eftir að lífga upp á boltann hér heima. Auk þess þýðir koma hans til Keflavíkur að launaþakið er að hækka og það er af hinu góða.“ Bjarni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks: FÓTBOLTI „Ég held að það sé hægt að skerpa á þjálfuninni og auka gæðin í þeirri þjálfun sem er að eiga sér stað núna. Ég fylgdist með og sá töluvert af æfingum þegar ég kom hingað í fyrrasumar. Sumt af því var ágætt en annað var miður gott. Og ég held að það séu ákveðin tækifæri núna til að stíga inn og skerpa á þeirri þjálfun sem á sér stað.“ Á þennan veg voru svör Guðjóns Þórðarsonar þegar hann var beðinn um að útskýra hvað hann ætti við þegar hann hélt því fram að tómarúm hefði myndast í knattspyrnuþjálfun á Íslandi á undanförnum árum. Ummælin lét Guðjón falla á blaðamannafundi sem Keflavík hélt nú skömmu fyrir jól til að kynna kónginn til leiks. Ekki eru allir sammála þessum staðhæfingum Guðjóns og þykir hann heldur stóryrtur. Þvert á móti fari hann með fleipur; þjálfun hafi í raun farið fram á síðustu árum samfara bættri aðstöðu um allt land. Guðjón þjálfaði KA, ÍA og KR um árabil áður en hann hélt til Englands til að taka við Stoke. Þaðan lá leiðin til Start í Noregi en eftir að hafa staldrað stutt við þar tók Guðjón við liði Barnsley. Eftir að hafa verið rekinn þaðan fyrir tæpu ári síðan hefur Guðjón verið í leit að starfi. Þeirri leit lauk 22. desember þegar hann skrifaði undir þriggja ára samning við Keflavík. Fréttablaðið fékk álit þriggja valinkunna þjálfara á Íslandi á ummælum Guðjóns og spurði þá hvort þjálfun væri virkilega í afturför. Guðjón Þórðarson, nýráðinn þjálfari Keflvíkinga, heldur því fram að tómarúm hafi myndast í knattspyrnuþjálfun á Íslandi á undanförnum fimm árum, eða allt frá því að hann fór til Englands. GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Telur tómarúm hafa myndast í knattspyrnuþjálfun á Íslandi undanfarin fimm ár og sér tækifæri til að gera betur. Víkurfréttir/Þorgils Morientes til Newcastle FÓTBOLTI Dagar Fernandos Mori- entes hjá Real Madrid gætu senn verið á enda ef marka má síðustu fregnir. Hefur verið greint frá að Newcastle hafi gert Real tilboð upp á tæpar 850 milljónir króna en það er sú upphæð sem upp var sett fyrir piltinn. Má gera því skóna að tilboðinu verði tekið enda samningur liðs- ins við Morientes að renna út og stjórnarmenn Real væntanlega ekki reiðubúnir að missa kappann fyrir ekkert í vor. Liverpool gerði þeim tilboð fyrir jólin sem var talsvert lægra en það sem Newcastle býður nú og ólíklegt að hann endi á Anfield. ■ FERNANDO Á FERÐINNI Karlinn gæti endað í sóknarlínu Newcastle við hlið fyrr- verandi fjandmanns síns hjá Barcelona, Pat- rick Kluivert, ef marka má nýjustu fregnir. Vissir þú... ... að Eiði Smára Guðjohnsen hefur verið skipt út af í tólf af þeim sextán leikjum sem hann hefur verið í byrjunarliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Hann hefur aðeins spilað fjóra leiki til enda, síðast gegn Bolton 20. nóvember en hefur samt skorað sjö mörk og er markahæstur leikmanna Chelsea í deildinni. FÓTBOLTI Níu leikir eru á dag- skránni í ensku úrvalsdeildinni í dag en yfirstandandi vika er sú erfiðasta á leiktíðinni þar sem öll liðin leika fjóra leiki á níu dögum. Stærsti leikurinn í þessari umferð fer þó ekki fram fyrr en á morgun þegar Newcastle tekur á móti Arsenal. Hin toppliðin, að Middles- brough undanskildu, eiga öll úti- leiki. United sækir heim Aston Villa en þar er aldrei sopið kálið svo auðveldlega. Stórskotalið Chelsea mætir Portsmouth sem hefur staðið sig með ágætum und- anfarið en það er einfaldlega ekki nóg á móti liði með næga breidd til að setja upp tvö heimsklassa landslið. Hið bláklædda spútniklið Ev- erton sækir heim Herminator og félaga hjá Charlton meðan Liver- pool fær til sín heillum horfið lið Southampton. ■ Heil umferð í ensku úrvalsdeildinni í dag: Erfiðir útileikir hjá toppliðunum LEIKIR DAGSINS: Bolton–Blackburn Charlton–Everton Fulham–Birmingham Man.City–West Brom Middlesbrough–Norwich Portsmouth–Chelsea Tottenham–Crystal Palace Liverpool–Southampton Aston Villa–Man. Utd HETJAN DUFF Damien Duff sést hér skora sigurmark Chelsea í leiknum gegn Aston Villa á sunnudaginn. Fréttablaðið/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.