Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 28. desember 2004 23 Denver Nuggets átti ekki mikinnséns í Dirk Nowitzki og félaga í Dallas Mavericks í NBA-körfuboltanum í fyrrakvöld er liðin mættust í Denver. N u g g e t s m e n n höfðu fulla trú á að Kenyon Martin og Nene gætu stöðvað Þjóðverjann knáa. Það gekk ekki eftir, Nowitzki fór hamförum, skoraði 36 stig, tók 8 frá- köst, og Mavericks vann öruggan sig- ur, 102-88. Tilkynnt verður á morgun hvortWayne Rooney, leikmaður Manchester United, hljóti refsinu fyr- ir að hrinda Tal Ben Haim í leik United og Bolton. United vann leikinn 2-0. Enska knattspyrnu- sambandið mun ekki funda um mál- ið fyrr en á morgun sem þýðir að Roon- ey getur leikið með United gegn Aston Villa í kvöld. Arsene Wenger, knattspyrnustjóriArsenal, er slétt sama um úrslit aðalkeppinautar liðsins, Chelsea. „Ég spyr ekki einu sinni um hvernig leikir liðsins fara, það skiptir ekki það miklu máli,“ sagði Wenger. „Við þurf- um bara að hafa áhyggjur af gæði boltans hjá okkur. Við erum að ná okkur á skrið aftur eftir að hafa orðið fyrir smá truflun,“ sagði Wenger. Ricardo Carvalho, varnarmaðurChelsea, getur ekki beðið eftir að mæta Barcelona í Meistaradeild Evr- ópu í knattspyrnu. Carvalho, sem vann deildina með Porto í síðasta tíma- bili, þótti miður að annað liðið þyrfti að detta út. „Bæði liðin eiga skilið að fara áfram miðað við frammistöðuna upp á síðkastið,“ sagði Carvalho. „Því miður fyrir Barcelona þá munum við fara áfram. Ég er full- ur sjálfstrausts.“ Liðin mætast í Barcelona 23. febrúar en seinni leik- ur liðanna fer fram á Stamford Bridge 8. mars. Kevin Keegan, knattspyrnustjóriManchester City, sér lítinn tilgang með fótbolta ef menn mega ekki fagna mörkum sín- um. Robbie Fowler fékk áminningu fyrir að fagna jöfnunar- marki sínu á 42. mínútu í 2-1 ósigri City gegn Everton. „Ef þú nýtur þess ekki að skora mörk, hver er þá tilgangurinn með þessu?“ sagði Keegan. Phoenix Suns vann sinn 11. leik íröð í NBA-körfuboltanum í fyrri- nótt þegar liðið tók á móti Toronto Raptors. Raptors gekk nýlega í gegn- um breytingar þegar Vince Carter var skipt til New Jersey Nets. Raptors réð ekkert við Amare Stoudemire sem skoraði 33 stig í leiknum. Steve Nash mataði sam- herja sína með 13 stoðsendingum samhliða því að skora 18 stig og er Suns efst allra liða í deildinni og hef- ur aðeins tapað þremur leikjum af 27. Heimsmeistaramót unglingalands-liða í íshokkíi hófst á síðustu helgi þegar Rússland mæti Banda- ríkjunum. Bandaríkjamenn, sem eru núverandi meistarar, sigruðu Rússa, 5-4, og mega þakka markverðinum sín- um, Al Montoya, fyrir afrekið en kappinn varði heil 30 skot í leiknum, þar af 12 í loka- þ r i ð j u n g n u m . Montoya gekk til liðs við New York Rangers í haust en hefur ekki fengið að spreyta sig vegna verkfalls liðseig- enda í NHL-deildinni. Íshokkíspek- ingar spá Kanadamönnum sigri á mótinu og verður því í vök að verjast fyrir Bandaríkin ætli liðið sér að verja titilinn. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Vinningar verða afhendir hjá Office 1, Skeifunni. Reykjavík. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Vinningar eru: Miðar f. 2 á Blade Trinity Blade 1 og 2 á DVD Aðrar DVD myndir Margt fleira. Sendu SMS skeytið JA B3B á númerið1900 og þú gætir unnið. 9. hver vinnur. 2 X bíómiðar á 99kr.- Raúl, holdgervingur Real Madrid, gæti verið á förum frá félaginu: Uppstokkun á Bernabeau FÓTBOLTI Æ fleira bendir til að mikl- ar breytingar séu framundan hjá stórliði Real Madrid á komandi misserum og er orðið ljóst að nýr stjóri knattspyrnumála hjá liðinu, Ítalinn Arrigo Sacchi, mun fram- kvæma algera vorhreingerningu innan herbúða liðsins áður en ný leiktíð hefst í haust. Eins og staðan er nú er líklegt að þeir Figo, Solari og Morientes verði ekki hjá liðinu lengur og ekki ólíklegt að allavega Mori- entes verði farinn strax í janúar næstkomandi. Og gengi liðsins þessa leiktíðina þykir það dapurt að sá leikmaður einn innan liðsins sem hingað til hefur aldrei komið til greina að selja, fyrirliðinn Raúl, gæti einnig verið farinn áður en langt um líður. Raúl, sem er án alls efa Real Madrid holdi klætt, hefur verið í dýrlingatölu höfuðborgarbúa um langt skeið enda borinn og barn- fæddur í Madrid og var farinn að spila með aðalliði Real sautján ára gamall. Síðan hefur vegur hans farið vaxandi og hann hefur þegar brot- ið flest þau met sem hægt er að brjóta með liðinu. Eins og það væri ekki nóg hefur hann staðið sig vonum framar með landsliði Spánar og er markahæsti leik- maður þess frá upphafi. En Raúl, líkt og aðrir leikmenn liðsins þetta tímabil, hefur fátt sýnt merkilegt og innan stjórnar Real fjölgar þeim sem vilja selja Raúl meðan enn er hægt að fá góða summu fyrir. Eitt stórlið, sem enn er ekki vitað hvert er, hefur um langt skeið verið reiðu- búið að reiða fram þá upphæð sem krafist er. Væri þá um stórbreyt- ingu að ræða þar sem félagið tæki upp á því að selja stórstjörnur sín- ar í stað þess að kaupa þær. ■ KAFTEINN SPÁNN Skilaboð Real Madrid til þeirra félaga sem áhuga hafa haft á Raúl í fortíðinni er að hann sé ekki falur fyrir ekki neitt enda stærsta stjarna Íberíu- skagans um langt skeið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.