Fréttablaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 1
● nylon og stóra stundin í tíu þúsund eintökum Söluháar plötur: ▲ SÍÐA 30 500 kallinn burstaði Kalla Bjarna ● segir eiður smári guðjohnsen Íþróttamaður ársins: ▲ SÍÐA 22 Mikill heiður að vera valinn ● óttast útbreiðslu farsótta Sigrún Árnadóttir: ▲ SÍÐA 16 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MIÐVIKUDAGUR TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI Tónleikar til styrktar Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna hefjast klukkan 19.30 í Háskólabíói. Á meðal þeirra sem koma fram eru Sálin hans Jóns míns, Bubbi Morthens, Paparnir, Birgitta, Nylon, Í svört- um fötum og Á móti sól. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 29. desember 2004 – 355. tölublað – 4. árgangur RÁÐHERRA METUR BEIÐNI Chieko Nohno, dómsmálaráðherra Japans, féllst í gær á að taka til skoðunar beiðni skákmeistarans Bobbys Fischer um að fá að fara til Íslands í stað þess að vera vísað úr landi til Bandaríkjanna. Sjá síðu 6 IMPREGILO Á EFTIR ÁÆTLUN Fjögurra mánaða töf hefur orðið á vinnu Impregilo við að steypa távegg undir aðalstífluna á Kárahnjúkum. Sjá síðu 8 VILL BÆTA SAMSKIPTIN VIÐ RÚSSA Viktor Júsjenkó verður líklega kjörinn forseti Úkraínu þrátt fyrir að Viktor Janúkovitsj neiti að viðurkenna sigur hans. Júsjenko segir það forgangsmál að bæta samskiptin við Rússland. Sjá síðu 10 NÁM ENDURSKIPULAGT Nám í Kennaraháskóla Íslands hefur verið endurskipulagt. Stefnt er að því að sem flestir stúdentar klári meistaragráðu áður en þeir hefja kennslu. Sjá síðu 12 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 Gísli Baldvinsson námsráðgjafi: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Ráð til að bæta námsárangur ● nám ● áramót FROSTLAUST Skammvinn hlýindi í dag með skúrum eða slydduéljum. Þurrt norðaustan og austan til þegar líður á daginn. Kólnar í kvöld með éljum vestan til. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Áramótin: Útiloka dýr frá hávaða DÝR „Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir ofsahræðslu gæludýra á áramótunum er að útiloka þau frá áreiti af völdum flugelda,“ segir Helga Finnsdóttir dýralæknir. „Það borgar sig að koma dýr- inu fyrir í þeim hluta hússins sem hávaða og ljóss gætir minnst,“ segir Helga. „Gott er að vera hjá dýrinu og jafnvel reyna að yfirgnæfa hávað- ann með tónlist.“ Hægt er að grípa til róandi lyfja ef mikil hræðsla grípur um sig hjá dýrinu að sögn Helgu. Lyfin sem gefin eru eru sérstaklega ætluð dýrum og þeim er framvísað af dýralækni. Ekki má þó gefa dýrum róandi lyf nema ein- hver sé heima á meðan verkan stendur. ■ NÁTTÚRHAMFARIR Talið er að meira en 50 þúsund manns hafi látist í jarðskjálftanum sem átti upptök sín við Súmötru á sunnudaginn. Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin telur að þessi tala geti allt að tvöfaldast vegna sjúkdóma og farsótta. Leitað hefur verið að Íslending- um á sjúkrahúsum á eyjunni Phuket í Taílandi. Utanríkisráðuneytið hef- ur ekki haft uppi á ellefu manns. Nöfnum og kennitölum þeirra hefur verið komið til taílenskra stjórn- valda og danskra, að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra al- mennrar skrifstofu utanríkisráðu- neytisins. Átta Íslendingar halda enn til á hóteli sínu á Patong-strönd á Phuket. Margrét Þorvaldsdóttir, ein úr hópnum, segir hópinn hafa fundið mikinn hlýhug að heiman. „Við erum öll saman og höldum ró. Við erum mest hér á hótelinu og næsta nágrenni og förum lítið nið- ur í miðbæ,“ segir Margrét. Þórir Guðmundsson, upplýs- ingafulltrúi Rauða kross Íslands, segir tvær formlegar beiðnir hafa borist um aðstoð við leit ættingja landsmanna af erlendum ættum. Önnur í Taílandi, hin á Srí Lanka. Þórir segir ákveðið að starfsmaður Rauða krossins fari til Srí Lanka á næstu dögum til almennra hjálpar- starfa. Aldrei í sögunni hefur jafn um- fangsmikilli neyðaraðstoð verið hrundið í framkvæmd og nú í kjöl- far náttúruhamfaranna við Bengal- flóa. Sigrún Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segir mikilvægast á þessari stundu að útvega mat og skjól og koma í veg fyrir sjúkdóma. Erfitt sé hins vegar að bregðast við á áhrifaríkan hátt því að hamfarasvæðið er gríð- arlega stórt. Jarðskjálftinn á sunnudaginn er eins og staðan er í dag níundi mannskæðasti jarðskjálftinn frá því árið 1900. Mannskæðasti skjálftinn á síðustu öld varð sumar- ið 1976 í borginni Tangshan í norð- austurhluta Kína. Þá létust um 255 þúsund manns í jarðskjálfta sem mældist 7,5 á Richter-skala. Mann- skæðasti jarðskjálfti mannkyns- sögunnar varð hins vegar 23. janú- ar árið 1556. Talið er að um 830 þús- und manns hafi látið lífið í jarð- skjálftanum sem skók héraðið Shensi í Kína. Sjá nánar síður 2, 4, 6 og 16. Ellefu Íslendingar eru enn ófundnir Utanríkisráðuneytinu hefur ekki tekist að hafa uppi á ellefu Íslendingum sem leitað er að í Asíu. Talið er að ríflega 50 þúsund hafi farist í náttúruhamför- unum. Umfangsmestu neyðaraðstoð allra tíma hrint í framkvæmd. 25-50 ára Me›allestur dagblaða Allt landið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 71% 46% MorgunblaðiðFréttablaðið Ógnaröldin heldur áfram: 43 létust í árásum AP, BAGDAD Alls féllu 43 fyrir hendi íraskra andspyrnumanna í gær. Af hinum föllnu voru flestir lög- reglumenn. Árásirnar voru gerð- ar aðeins degi eftir að stærsti stjórnmálaflokk- ur súnní-mús- lima ákvað að bjóða ekki fram í kosningunum í janúar vegna s t i g v a x a n d i ofbeldis. Tólf lögreglu- menn dóu þegar s p r e n g j u á r á s var gerð á lög- reglustöð í borg- inni Tígrit og sprengja í veg- kanti felldi fimm þjóðvarðliða í borginni Baqouba skammt frá Bagdad. Þá létust fimm óbreyttir borgarar þegar bílsprengja sprakk í borginni Mosul auk þess sem tveir aðrir lögreglumenn voru ráðnir af lífi. ■ SÆNSKUR DRENGUR LEITAR FORELDRA OG BRÆÐRA Karl Nilsson, sjö ára drengur frá Lulea í Svíþjóð, leitaði í gær að foreldrum sínum og tveim bræðrum. Nilsson var ásamt þeim inni á hótelherbergi á eyjunni Phuket í Taílandi þegar flóðbylgjan skall á. Á einhvern ótrúlegan hátt lifði hann af en hann hefur ekki séð foreldrana eða bræðurna síðan. Þeim skolaði út úr hótelherberginu með flóðinu VIÐSKIPTI Landsbankinn er hættur að bjóða 100 prósent íbúðarkaupa- lán. Nýtt hámark er 90 prósent af markaðsvirði. Fjármálaeftirlitið hefur nýverið boðað aukið eftirlit með útlánaáhættu bankanna, meðal annars vegna 100 prósent lána. Halldór J. Kristjánsson banka- stjóri segir þetta hafa verið ákveðið í ljósi mikillar hækkunar á fasteignaverði og aukinnar hættu á hærri verðbólgu. „Við þessar aðstæður er 100 prósent veðsetning á lánum nokk- uð sem við höfum haft áhyggjur af. Við teljum að það kunni að leiða til þess að einstaklingar skuldsetji sig umfram það sem skynsamlegt er,“ segir Halldór. „Í þessari ákvörðun okkar fer saman eðlilegt áhættumat og vönduð ráðgjöf“ segir hann en segir að ákvörðunin komi ekki í kjölfar bréfs Fjármáleftirlitsins. Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka, segir að þar standi ekki til að að hætta með 100 pró- sent lánin. „Það er okkar niður- staða að það feli í sér minni áhættu ef lánveitandi veitir 100 prósent lán heldur en ef bilið frá 90 upp í 100 er brúað með yfir- drætti og kreditkortaskuldum,“ segir Jón. „Eins og ætíð er þegar breyt- ingar eru á markaðinum þá mun- um við skoða okkar stöðu,“ segir Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri KB banka. Guðmundur Hauksson spari- sjóðsstjóri SPRON segir að þar standi ekki til að lækka hámarks- lánshlutfallið. „Alla vega ekki í bili,“ segir hann. - þk M YN D /A P Landsbankinn hættir með 100 prósent lán: Óttast verðbólguna Skipuleggur hjálpar- starf á hamfarasvæðum Í SKJÓLI Best er að koma gæludýrum fyrir í þeim hluta hússins sem hávaða og ljóss gætir minnst á áramótunum. HALLDÓR J. KRISTJÁNSSON Bankastjóri Landsbankans segir bankann hafa varað við 100 prósent lánunum og telji í ljósi efnahagsaðstæðna rétt að hætta að bjóða þau. FÓRNARLAMB BÍLSPRENGJU Þessi maður komst lífs af þegar bíl- sprengja sprakk í Írak.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.