Fréttablaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 19
Nám erlendis Nú er tíminn til að huga að umsóknum í skóla erlendis ef til stendur að sækja þangað nám næsta vetur. Misjafnt er hvenær skólar taka við umsóknum og því best að kanna það sem fyrst hvenær umsóknarfrestur rennur út. Undirbúningur getur tekið smá tíma, því oft þarf að safna gögnum auk þess sem í sumum tilfellum þarf að þreyta sérstakt tungumálapróf. [ Vinnst betur ef herbergið er þrifalegt Gísli Baldvinsson námsráðgjafi hefur góð ráð á takteinum fyrir þá sem vilja taka sig á í náminu á nýrri önn. Eflaust snúast áramótaheitin hjá mörgum um að bæta árangur sinn í skólanum á nýju ári, skipuleggja sig enn betur en áður og koma sér upp hentugum vinnuaðferðum. Gísli Baldvinsson er námsráðgjafi við Síðuskóla á Akureyri og hann lumar á hollráðum um þessi efni. „Jákvæð hugsun og vilji til að bæta sig eru auðvitað lykilatriði,“ segir hann og heldur áfram. „Námstækni felur í sér að vinna skipulega, rifja reglu- lega upp, glósa aðalatriði og nota minnistækni en lífsstíll og aðstæður eru gríðarlega mikilvægir þættir. Heilsusamlegt líf svo sem nægur svefn, hollt mataræði og hreyfing hefur mikla þýðingu og svo vinnst betur ef herbergið er hlýtt og þrifa- legt. Allt hefur þetta áhrif á minni, einbeitingu og árangur.“ Gísli hefur sett leiðbeiningar um góðar náms- venjur inn á netið á slóðinni http://www.sida.akureyri.is en segir þær ekki sína uppfinningu heldur hafi hann lært þær í Kennara- háskólanum og nefnir Önnu Sigurð- ardóttur sem sinn meistara. Við grípum niður í leiðbeiningarn- ar: Upprifjun er besta vörnin gegn gleymsku: 1. Áætlaðu daglega tíma til upp- rifjunar. 2. Líttu yfir efni dagsins og rifj- aðu upp aðalatriðin. Dragðu saman aðalatriðin í hverjum kafla. 3. Farðu vandlega yfir glósur, vinnubækur, teikningar, upp- drætti, kort, spurningar og svör. 4. Farðu reglulega yfir námsefnið síðustu vikna/mánaða. Þú kemst fljótlega að því að reglu- leg upprifjun skilar árangri. 5. Sérhver nemandi getur bætt námsárangur sinn með betri vinnutækni. 6. Leitaðu aðstoðar kennara, for- eldra eða námsráðgjafa ef þú vilt bæta eða breyta námsvenj- um þínum. „Kennarinn getur leitt nemandann að dyrum þekkingarinnar en nem- andinn verður sjálfur að ganga í gegnum þær.“ ■ ] Gísli leggur mikið upp úr reglulegri upprifjun á því efni sem búið er að fara yfir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K R IS TJ ÁN Tilboð á tölvuviðgerðarnámi Eykur sjálfs- traust Næsta Dale Carnegie-námskeið hefst miðvikudaginn 12. janúar. Markmið Dale Carnegie-námskeiðs- ins er að auka sjálfstraust, bæta tjáningu, bæta mannleg samskipti, efla leiðtogahæfileika, vinna bug á streitu og læra að setja markmið og ná þeim. Námskeiðið stendur í tólf vikur og er nú í fyrsta skipti boðið upp á námskeið sem hefjast klukk- an 16 á daginn en einnig verða í boði námskeið sem hefjast klukkan 18. Nú verður einnig boðið upp á nám- skeið fyrir unglinga á aldrinum 14 til 17 ára og 18 til 22 ára sem nefn- ist Næsta kynslóð. Nánari upplýs- ingar um þetta er að finna á vefsíð- unni naestakynslod.is. Hægt er að skrá sig á námskeiðin í gegnum tölvupóstinn upplysing- ar@dalecarnegie.is. Einnig eru fleiri námskeið í boði sem hægt er að sjá á vefsíðunni dalecarnegie.is. Nú býðst áhugasömum námið á góðum afslætti. Nú fer að líða að því að Tölvutækniskóli Íslands hafi starfað í fimm ár. Af því tilefni býður skól- inn upp á Tölvuviðgerðarnámið og A+ nám á tilboðsverði, eða aðeins 149.000 krónur. Tölvu- viðgerðarnámið er sex spólur ásamt lokahelgi og A+ námið er fjórar spólur ásamt lokahelgi. Rétt verð á þessum pakka er 227.000 krónur og því um talsverðan sparnað að ræða. Ein- ungis eru tólf tilboðspakkar í boði og tilboðið gildir til 31. desember eða þar til hámarks- fjölda nemenda er náð. Skráningar í námið fara fram á vefsíðu skólans, tolvuvidgerdir.is. ■ » FA S T U R » PUNKTUR Leið til að bæta líðan Á heimasíðu Mímis símenntunar er að finna námskeiðið Kvíði í lífi og starfi. Mímir símenntun hefur sett námsefni inn á netið sem hjálpar fólki að ná tökum á kvíða. Þeir sem þurfa að kljást við kvíða í daglegu lífi geta far- ið inn á heimasíðu Mímis sí- menntunar mimir.is og farið þar í gegnum námskeiðið Kvíði í lífi og starfi. Tölvan leiðir fólk í gegnum náms- efnið sem á að hjálpa því að skilja eigin tilfinningar og erfiða líðan og í framhaldi af því að finna úrræði til að ná stjórn á kvíða og depurð. Þarna er lýst aðstæðum sem margir þekkja. Ein sag- an er um Gunnar sem finnst hann ekki ráða lengur við það sem honum er falið að gera í vinnunni eftir að fyrirkomulagi þar var breytt. Hann fær ekki leng- ur þá gleði út úr vinnunni sem hann fann áður, finnst enginn virða það sem hann gerir. Hann hefur engan tíma til að stunda sund leng- ur og andlega heilsan er á niðurleið. Hvað er til ráða? Tölvan bendir á leiðir og þar er beitt hugrænni atferlis- meðferð. Námsefnið var sett upp fyrir fáum vikum og að sögn Aðalheiðar Sigurjónsdóttur hjá Mími hafa viðbrögð við því verið jákvæð. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.