Fréttablaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 27
Hvar í veröldinni skyldi nú vera verst að búa? Fyrir nokkru birt- ust nýjar upplýsingar um málið víðs vegar að og fóru um heim- inn eins og eldur í sinu. Tölurnar voru reistar á vísbendingum um efnahag og ýmis önnur lífsgæði: heilbrigði, frelsi, atvinnuöryggi, fjölskyldulíf, veðurfar, stjórn- málaástand og öryggi, jöfnuð kynjanna og samheldni. Það er ekki heiglum hent að slá máli á alla þessa þætti. Efnahaginn er að vísu auðvelt að meta með tekj- um, heilbrigði með langlífi og jafnrétti kynjanna með launa- mun karla og kvenna. Málið vandast til muna, þegar leikur- inn berst t.d. að fjölskyldulífi: þar var tíðni hjónaskilnaða höfð til marks um lélegt fjölskyldulíf, enda þótt skilnaðir ósamlyndra hjóna séu yfirleitt einmitt til þess gerðir að forða þeim frá fá- legu fjölskyldulífi. Hvað um það, Írland hafnaði efst á blaði: bezt að búa þar, segja menn. Ísland er í sjöunda sæti lífsgæðalistans og Banda- ríkin í þrettánda. Evrópulönd skipa níu af tíu efstu sætunum. Hvernig er umhorfs á botninum? Neðstu þrjú sætin af 111 á listan- um skipuðu Simbabve, Haítí og Tansanía. Simbabve hef ég lýst áður á þessum stað: þar er vand- inn sá í sem allra skemmstu máli, að forseti landsins, Robert Mugabe, virðist vera hrokkinn upp af standinum. Þetta fallega land, sem framtíðin brosti við fyrir fáeinum árum, hangir nú á heljarþröm: það er nú svo djúpt sokkið, að þriðjungur barna á skólaskyldualdri hefur hrakizt burt úr skólunum, og það í landi, sem státaði áður af einu bezta skólakerfi í allri Afríku. Saga Haítís er á hinn bóginn samfelld hörmungarsaga frá fyrstu tíð. Landið hefur verið sjálfstætt samfleytt síðan 1804, en þeim mun meiri hefur áníðslan verið af völdum innlendra rummunga. Fjórir menntamenn af hverjum fimm flýja land við fyrsta tæki- færi, og annað er eftir því – nema myndlistin: hún er fín, og músíkin. En Tansanía? Á hún heima í þessum hópi? – á næsta bæ við Nígeríu í fjórða neðsta sæti list- ans. Tansanía líður fyrir fortíð- ina. Landsfaðirinn Júlíus Nyer- ere var ýmsum góðum kostum búinn og stillti til friðar á milli ólíkra kynbálka, sem ella hefðu hneigzt til að elda grátt silfur. En hann bar ekki næmt skyn á efna- hagsmál heldur kaus að sækja sér fyrirmyndir að hagstjórn til kommúnistaríkja og reyrði efna- hagslíf lands síns í fjötra. Það er yfirleitt nógu slæmt fyrir land að vera í Afríku (lamandi hiti víðast hvar, lélegir nágrannar o.s.frv.), og áætlunarbúskapur eftir sovézkri uppskrift gerði illt verra. Grannlöndin Kenía og Úg- anda fóru betur af stað árin eftir sjálfstæðistökuna, en síðan seig á ógæfuhliðina einnig þar vegna óstjórnar í Keníu og óaldar í Úgöndu, þar sem Ídí Amín hers- höfðingi ruddist til valda 1971, slátraði 300.000 manns og lagði landið í rúst. Kenía, Tansanía og Úganda eru í rauninni eitt land: þarna býr sama fólkið og talar sömu tungu, svahílí. Bretar og Þjóð- verjar drógu landamærin milli þeirra af handahófi 1886 og skiptu þeim á milli sín. Tansanía hlaut sjálfstæði 1961, Úganda 1962 og Kenía 1964. Löndin stofnuðu síðan með sér Austur- Afríkubandalag 1967 til að greiða fyrir viðskiptum sín í milli, en það entist aðeins í tíu ár. Tansaníuher réðst inn í Úgöndu 1979 og steypti Amín af stóli, það var þarft verk. Landamærunum var lokað: til að komast bæjar- leið milli landanna þriggja þurftu menn eftir það að fara um London. Nú hafa horfurnar skánað. Úganda byrjaði að rétta úr kútn- um 1986, þegar Músevení forseti komst til valda; hann situr enn að völdum, rétt kjörinn, og hefur látið ýmislegt gott af sér leiða. Úganda er nú ríkast landanna þriggja. Kjósendur í Keníu hrundu vondri stjórn af höndum sér í hittiðfyrra og binda nú von- ir við nýjan forseta, og hans bíð- ur vandasamt verk: að uppræta landlæga spillingu, sem hefur dregið þrótt úr efnahagslífi landsins og flæmt erlenda fjár- festa á brott og ferðamenn. Tansanía er enn sem fyrr fátæk- asta landið í hópnum, en er á réttri leið. Fjórðungur landsins hefur verið lagður undir þjóð- garða með fjölskrúðugu villi- dýralífi, og ferðamenn flykkjast þangað. Austur-Afríkusamband- ið var endurlífgað fyrir þrem árum og þá að evrópskri fyrir- mynd. Nú eftir áramótin verða nær öll viðskipti milli landanna frjáls, loksins: einn markaður handa 90 milljónum manns. Og innan tíðar munu löndin þrjú sameinast um eina mynt sem eitt land væri. Bara það takist eins vel og í Evrópu. ■ Með hverjum klukkutímanum sem líður kemur betur og betur í ljós hvílík eyðilegging og manntjón hefur orðið vegna jarðskjálftans í hafinu undan Súmötru á öðrum degi jóla. Í fyrstu var talað um að allt að tíu þúsund manns hefðu farist í skjálftanum, en sú talar hækkar stöðugt og nú er talið að um sextíu þúsund manns hafi farist. Sú tala á eflaust eftir að hækka á næstu dögum, eftir því sem hjálparstarfinu miðar áfram. Yfirleitt fréttist fyrst um afdrif fólks í jöðrum svæða þar sem jörð hefur skolfið, en síðar eftir því sem nær dregur upptökum skjálftans. Átakanlegar og hroðalegar lýsingar hafa borist frá hamfara- svæðinu. Ljóst er að þúsundir Norðurlandabúa, sem ætluðu að eyða jóla- leyfinu í sól og sumaryl við Indlandshaf, hafa orðið fyrir barðinu á skjálftanum mikla. Sumir þeirra voru á svæðum sem hafa orðið illa úti og er óttast um líf margra. Þegar er vitað um tugi sem fórust. Talið er að á þriðja hundrað Íslendinga hafi verið í löndunum við Indlandshaf þar sem skjálftans og afleiðinga hans varð aðallega vart. Mikill meirihluti þeirra hefur látið vita af sér, eða spurst hef- ur til þeirra. Utanríkisráðuneytið hefur safnað saman upplýsingum um Íslendinga á þessu svæði. Þegar síðast var vitað hafði ekki tek- ist að hafa uppi á öllum héðan sem talið var að hefðu verið á svæð- inu þegar skjálftinn reið yfir. Hinsvegar er ekki vitað til þess að Ís- lendingar hafi verið á þeim svæðum sem verst urðu úti og þar sem flestir fórust, þótt ekki sé hægt að fullyrða neitt um það með vissu. Á annað þúsund nýbúar á Íslandi eiga ættingja og vini í þeim löndum sem urðu illa úti vegna flóða af völdum skjálftans. Okkur ber að aðstoða þessa nýju Íslendinga við að hafa uppi á sínu fólki eftir hamfarirnar, ekki síður en að afla upplýsinga um landa okkar á hamfarasvæðinu. Víðtækt hjálparstarf er í fullum gangi og stöðugt berast fregn- ir af því. Ýmist er um að ræða fjárframlög, eða ýmiss konar aðstoð. Ekki var talin þörf á að senda rústabjörgunarsveit héðan, en ríkis- stjórnin hefur tilkynnt um fimm milljóna króna framlag til hjálp- arstarfs í þeim sex löndum sem urðu verst úti, og um þrjú þúsund Íslendingar höfðu gefið eitt þúsund krónur hver í söfnun Rauða kross Íslands vegna hamfaranna. Betur má ef duga skal og nú þurfa Íslendingar að taka sig á í þessum efnum. Við höfum alveg efni á því. Mikil þörf virðist vera á drykkjarvatni sumstaðar á svæðinu, og erum við vel aflögufærir hvað það snertir. Þá höfum við nú yfir að ráða miklum flugflota, sem er undir íslenskum merkjum og hefur þjónað á þessu svæði. Því er ekki úr vegi að við flytjum drykkjarvatn til innfæddra í þeim þotum sem fara nú án farþega til að sækja evrópska ferðalanga í þúsundatali til fjöl- margra staða í þeim löndum sem orðið hafa illa úti í skjálftanum. ■ 29. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Átakanlegar og hroðalegar lýsingar hafa borist frá hamfarasvæðinu. Réttum hjálparhönd ORÐRÉTT Þrælalíf Hver einstaklingur á Vesturlönd- unum á að meðaltali þrjá þræla. Það þýðir að vísitölufjölskyldan á tólf þræla sem halda uppi lífs- gæðum hennar. Hvað myndi kosta að vera til án þræla? Svavar Knútur Kristinsson Morgunblaðið 28. desember Stal minnihlutinn jólunum? Þrátt fyrir það telja 75% Banda- ríkjamanna sig kristna en til þess að styggja ekki 1,5% þjóð- arinnar sem nota kveðjuna Happy Hanukah og til þess að verða ekki vændir um að vera ekki „politiskt correctir“ er far- inn einhverskonar millivegur og þessi kveðja Happy Holidays, sem í mínum augum er hvorki fugl né fiskur. Elín Káradóttir Morgunblaðið 28. desember Stálu leiðindapúkarnir jólafrí- inu? Jólafrí er ekki lúxus náms- manna, heldur sjálfsögð og dá- samleg lífsgæði í vestrænu sam- félagi, sem leiðindapúkar rífa á brott vegna græðgi og skamm- sýni. Og nú er alltaf verið að klípa af jólafríum barnanna okk- ar, bara vegna þess að það er búið að klípa af pabba og mömmu líka. Víkverji Morgunblaðið 28. desember Guðdómlegur erfðaréttur Kirkjan hefur með rétti gerst erf- ingi að þeim blessunum sem Ísrael hafði verið lofað. Guðjón Jónasson Morgunblaðið 28. desember FRÁ DEGI TIL DAGS Ríkisstjórnin hefur tilkynnt um fimm milljóna króna framlag til hjálparstarfs í þeim sex löndum sem urðu verst úti, og um þrjú þúsund Íslendingar höfðu í gær gefið eitt þúsund krónur hver í söfnun Rauða kross Íslands vegna hamfaranna. Betur má ef duga skal og nú þurfa Íslendingar að taka sig á í þessum efnum. ,, Í DAG AUSTUR-AFRÍKA ÞORVALDUR GYLFASON Efnahaginn er að vísu auðvelt að meta með tekjum, heilbrigði með langlífi og jafnrétti kynjanna með launamun karla og kvenna. Málið vandast til muna, þegar leikurinn berst t.d. að fjölskyldulífi. ,, – hefur þú séð DV í dag? Kiefer Sutherland Blindfullur og berrassaður á hommabar Afríkuland á uppleið Rausnarskapur Ekki ætlar ríkisstjórnin, sem stundum er svo fjandi örlát, að tæma ríkissjóð til aðstoðar þeim sem lifa hörmungarnar vegna jarðskjálftans ógurlega. Fimm milljónir króna, fimm milljónir er framlag okkar. Það er vonandi að bet- ur verði gert. Þjóð sem eyðir ómældu fé til að fá hverja þjóðina á eftir annarri til að styðja okkur til að eiga tíma- bundið sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðina verða að gera bet- ur þegar þörfin er eins brýn og nú er. Það er smán yfir lágu framlagi okkar. Að vera málsmetandi Íslendingar, aðrir en stjórnmálamenn, hljóta að vilja frekar leggja þeim lið sem verst og mest kveljast, frekar en að pening- ar séu notaðir ómælt til þess eins að fulltrúi okkar sitji tímabundið í öryggisráðinu. Ekki er að sjá að metnaðurinn sé ótæmandi í utan- ríkisþjónustunni. Starf í þóknun Davíð Oddsson utanríkisráðherra hefur lotið lægra en flestir aðrir með því að gera Júlíus Hafstein að sendiherra. Hann hefur með því staðfest að stjórn- málamenn nota utanríkisþjónustuna til þess helst að launa meðbræðrum og jámönnum greiða og skítverk. Fáir hafa lagst lægra til að sverta andstæðinga Davíðs en Júlíus. Ótrúlegar árásir hans og stóryrði um heimilisfólkið á Bessa- stöðum munu fylgja honum innan sem utan utanríkisráðuneytisins. Leiðrétting. Rangt netfang var undir þessum lið í blaðinu í gær. Standa átti a.snaevarr@frettabladid.is sme@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.