Fréttablaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 33
29. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Sálin Gamlárskvöld: Hliðarsalir: DJ - heitasta R&B músíkin SÓDÓMA - VIP herbergi - takmarkaður aðgangur. Forsala miða á Broadway, verslunum Skífunnar og www.skifan.is. Verð í forsölu 2.500. HÚSIÐ OPNAÐ KL. 24:00 gerir allt vitlaust á stóra sviðinu söngkabarett með frábærum lögum Stuðmanna 29. janúar sýning & þorrablót - 19. febrúar sýning og dansleikur Einvala lið snillinga á sviðinu Þetta er sýning það sem allir vilja sjá! Tímamót eru leið- inleg og virðast hafa þann tilgang einan að afmarka þjáningar og leið- indi á lífsleiðinni og auðvelda lána- drottnum að halda utan um skuldir vorar, reikna vexti ofan á þær og inn- heimta eftirstöðvar fortíðarsukks, sem væri auðvitað bara nútíðarsukk ef það þyrfti ekki alltaf að vera að rjúfa þá sögulegu samfellu sem fábreytileg tilveran er, með endalausum mótum mánuða og ára. Árið skiptist í 52 vikur og innan þess eru vikumótin einna mein- lausust og einkennast aðallega af landlægri sunnudagsþynnku og angistinni sem fylgir því að byrja nýja vinnuviku á mánudögum. Mán- aðamótin eru öllu verri en þá skipt- ast á augnabliki skin og skúr í lífinu; launin detta inn á bankareikninginn og út aftur augnabliki síðar. Mánaðamótin eru þó hátíð sam- anborið við bölvuð áramótin, en þá rennur upp einhver svona skelfileg „stund sannleikans“ þar sem farið er yfir hörmungar ársins; fjölmiðl- arnir rifja upp sameiginlegar martraðir okkar á meðan banka- og lánastofnanir troðfylla póstkassana af yfirlitum yfir einkahrylling lið- ins árs, þannig að maður getur meira að segja gerst völva og spáð fyrir um hversu morkið sultarlífið verði í afborgunarhelvítinu næstu árin. Blindfullur og aðframkominn af þunglyndi, angist og sorg gónir svo hinn íslenski meðaljón ofan í vodkablönduna sína á gamlárskvöld og ákveður að bæta ráð sitt með rausið í Markúsi Erni í bakgrunnin- um; hætta að reykja, drekka minna, klippa kreditkortið, skokka í það minnsta þrisvar á árinu, drekka meira vatn og hvað eina annað sem getur lyft tilverunni á æðra plan. Þessi heit ætti auðvitað frekar að strengja í mars, ágúst eða október enda heldur það sem lofað er í ör- væntingu á uppgjörsstund á milli tveggja ára í mesta lagi í viku. Síð- an tekur sami gamli hrunadansinn við í vikur, mánuði og ár með reglu- legum málamyndauppgjörum. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON SPÁIR ÞVÍ AÐ LÍTILL MUNUR VERÐI Á ÞESSU ÁRI OG ÞVÍ NÆSTA. Tilgangslaust áramótauppgjör M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Njóttu ilmsins frú mín góð! Þegar ég verð stúdent er ég farinn! Afskiptaleysi, það er það sem ég kýs. Ég ætla sko að sýna þeim að ég get séð um mig sjálfur. Hvað ætlarðu að gera þá? Sá gamli ætlar að senda mig í háskóla. Vertu fegin að þú ert með ofnæmi fyrir dýr- um en ekki blómum! Blóm eru gjöf guðs til skynfæra okkar og þú getur nýtt þau til fulln- ustu ef þú kaupir húsið! Ég get útskýrt þetta! Ég get útskýrt þetta! Hvað ertu að gera hérna? Ég vildi ekki vera ein. Það er ekki nógu mikið pláss fyrir okkur öll. svo... ....svo.... Takk pabbi! Bölvuð hvolpa- augun! Voff! Voff! Ég þurfti áfyllingu!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.