Fréttablaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 39
Stóra Stundin okkar og 100% Nylon voru söluhæstu plötur Skífunnar fyrir þessi jól. Seldust þær í rétt rúmum tíu þúsund ein- tökum hvor um sig í heildsölu. Hvorug platnanna mun þó ná platínusölu á þessu ári vegna nýrra viðmiða Félags hljómplötu- framleiðenda. Miðast slík sala við 10.000 eintök í smásölu og 6.500 eintaka sölu samkvæmt Tónlistanum. Búast má við að einhverjum eintökum verði skil- að, eins og með aðrar plötur, og því gæti fjöldi seldra eintaka endað í um níu þúsundum. Plötur Quarashi og Í svörtum fötum komu næst á eftir. Seldust þær báðar í um það bil átta þús- und eintökum sem er aðeins um- fram væntingar, að sögn Eiðs Arnarssonar, útgáfustjóra Skíf- unnar. Mestu vonbrigðin fyrir jólin var aftur á móti salan á fyrstu plötu Idol-stjörnunnar Kalla Bjarna. Talið er að hún hafi selst í um það bil tvö þúsund eintök- um. Það sem kemur enn meira á óvart er miklu betri sala á plötu „500 kallsins“ Jóns Sigurðssonar, Our Love, sem lenti í öðru sæti í Idol. Hefur hún selst í um 5500 eintökum. „Miðað við væntingar í upphafi árs var salan á plötu Kalla Bjarna gríðarleg von- brigði,“ segir Eiður Arnarsson. „En Ísland er ekki fyrsta landið sem lendir í svona stöðu með Idol. Í fyrstu Idol-keppninni í Bretlandi vann Will Young en Gareth Gates sem lenti í öðru sæti seldist miklu meira. Svo snerist það við. Nú er Gates horf- inn og Young virðist ætla að pluma sig. Þetta gerðist líka í Bandaríkjunum þegar Clay Ai- ken sem lenti í öðru sæti seldist miklu meira en Ruben Studdard,“ bætir Eiður við. Hann segir afar erfitt að út- skýra það sem gerist í kringum Idol-keppnina. „Salan á Idol víða um heim er langt undir vænting- um, til dæmis í Bandaríkjunum. Sumir myndu segja að það sé ekki innistæða fyrir frekari vin- sældum; að þetta sé bara sjónvar- spefni. Þegar fólk eigi að kaupa tónlistina vanti eitthvað upp á þessa innistæðu og listamaðurinn þurfi að hafa styrkari stöðu. Það er mikil áskorun fyrir þá sem vinna svona keppni að viðhalda ferlinum. Að búa til stjörnu er eitthvað sem fáir þekkja af reynslu.“ Þrátt fyrir að stúlknasveitin Nylon hafi verið búin til eins og Idol-stjörnurnar átti hún líklega meiri innistæðu en þær, að sögn Eiðs. „Þrátt fyrir frábæra mark- aðsvinnu voru þær líka að spila út um allt land. Jón var reyndar að syngja minna en Kalli Bjarni ef eitthvað er. Hann er hins veg- ar einstaklega sjarmerandi ná- ungi og ég held að það hafi haft mjög mikið að segja,“ segir hann. „Þetta segir allt um það hversu mikilvægt er að hafa útgeislun. Því miður snýst bransinn ekkert alltof mikið um tónlistarhæfi- leika heldur blöndu af öllum pakkanum. freyr@frettabladid.is ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Friðrik Ólafsson. 25,2 metrar. Guðjón Þórðarson. 30 29. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Komatsu PC290LC-6 Árgerð 2000 9.300 vinnust. Hraðtengi og skófla Fleyglagnir 700 mm spyrnur Komatsu PC450LC-6 Árgerð 2000 11.342 vinnust. Skófla Fleyglagnir 700 mm spyrnur Komatsu PC340LC-6 Árgerð 1999 7.900 vinnust. Hraðtengi og skófla Fleyglagnir 700 mm spyrnur Fermech 965 Viking Árgerð 2000 2.650 vinnust. 2 skóflur Komatsu PW150ES-6 Árgerð 1999 11.200 vinnust. Hraðtengi og skófla Fleyglagnir Caterpillar D5H LPG Árgerð 1991 Komatsu D65EX-15 Árgerð 2003 2.900 vinnust. Multishank ripper 610 mm spyrnur Komatsu D61PX-12 Árgerð 2000 2.000 vinnust. 860 mm spyrnur Komatsu PC600-6 Árgerð 2003 3.589 vinnust. Hraðtengi / KVX skófla Fleyglagnir Komatsu PC340LC-6 Árgerð 2001 7.714 vinnust. Skófla Fleyglagnir 700 mm spyrnur Moxy Árgerð 1998 Moxi Árgerð 2001 1.800 vinnust. Komatsu PC450LC-6 Árgerð 2002 4.309 vinnust. Hraðtengi og KVX skófla Fleyglagnir 800 mm spyrnur Komatsu BR350JG-1 Árgerð 2001 3.990 vinnust. Matari: 940 mm x 550 mm Nánari upplýsingar veita sölumenn Kraftvéla í síma 535-3500 www.komatsu.is Dalvegur 6-8 · 201 Kópavogur Sími 535 3500 · Fax 535 3519 Beltagrafa Beltagrafa Beltagrafa Traktorsgrafa Hjólagrafa Jarðýta Jarðýta Jarðýta Beltagrafa Beltagrafa Búkolla Búkolla Beltagrafa Brjótur SÖLULISTI SKÍFUNNAR: NYLON OG STÓRA STUNDIN SELDUST Í TÍU ÞÚSUND EINTÖKUM. 5.500 kallinn burstaði Kalla Sérkennilegasta ára- mótaheitið „Já, það hef ég gert á hverju ári allt frá því að ég var ungur maður. Venju- lega strengi ég það heit að reyna að verða betri mað- ur en ég var árið á undan. Stundum hefur það tekist. Þetta er áramótaheitið í ár: að reyna að gera betur en á árinu sem er að líða og allt það sem klikkaði verður maður að leiðrétta. Sérkennilegasta áramóta- heit sem ég hef strengt var um áramótin 1996-97. Þá hét ég því að létta mig um 30 kíló og fór langt með það.“ Áramótaheitið í ár „Yfirleitt strengi ég ekki áramótaheit þar sem reynsla mín af slíkum heit- um er sú að efnd- irnar verða ekki jafn fyrirferðarmiklar og heitin. En ég ætla að slá til í ár og strengja það ára- mótaheit að leggja sem mesta rækt við sál og líkama og rækta vel samband- ið við syni mína. Þannig eru mér allir vegir færir í starfi og leik.“ Stund sannleikans „Ég strengi alltaf ára- mótaheit, byrjaði á því þegar ég var peð. Ég ímyndaði mér að klukk- an 12 á miðnætti færi um mig hitastraumur og að nú væri stund sann- leikans runnin upp. Mér fannst ég finna á mér hvort næsta ár yrði gott eða vont – og sú tilfinn- ing reyndist yfirleitt vera rétt. Sem betur fer hafa vondu árin verið mun færri en góðu árin. Um áramót er ég ætíð þakklátur fyrir allt það góða sem hefur gerst á árinu. Þakklátur fyrir það að sigrarnir urðu fleiri en sorgirnar. Ég vona að svo verði áfram. Áramótaheitið hjá mér er nær ætíð það sama: Að halda mér við efnið.“ STRENGIRÐU ÁRAMÓTAHEIT? ■ TÓNLIST JÓN SIGURÐSSON Plata Jóns Sigurðssonar, Our Love, seldist í um það bil 5.500 eintök- um fyrir jólin. Er það mun meira en Kalli Bjarni náði að afreka með sinni fyrstu plötu. Hljómsveitirnar Skakkamanage, Benni Hemm Hemm og Repres- entative Man mynda saman tón- listarhópinn Rebenska. Þau eru nú á leið til New York í annað sinn og munu halda þar nokkra tón- leika. „Þetta er listaverkefni með hóp sem heitir Signal In The Hea- vens. Þau fengu gallerí í New York og eru búin að vera með eina sýningu í vetur og verða með tvær aðrar sýningar á komandi ári. Sú fyrri opnar sjöunda janúar og þá förum við með út og höldum tónleika. Við spilum bæði á opn- uninni í Gallery Boreas og höldum tvo sér tónleika. Eina á stað sem heitir Pianos á Manhattan og eina á staðnum Galapagos,“ segir Benedikt Hermann Hermannsson eða Benni Hemm Hemm eins og hann kýs að kalla sig. Benni segir tónlistar- og mynd- listarfólkið allt vera hina mestu máta og hafa unnið saman í lang- an tíma. „Við höfum öll verið sam- an í hljómsveitum þvers og kruss þó svo að ekki sé hægt að segja að við spilum svipaða tónlist. Við fór- um líka út í október og mig grun- ar að þetta verði betra núna. Síð- ast spiluðum við á litlum bar í Brooklyn en núna spilum við á fín- um og góðum tónleikastað á Man- hattan. Þetta er alvöru tónleika- staður og við erum hrikalega spennt og ætlum bara að reyna að vekja sem mesta athygli á okkur þarna úti.“ Sýningaröð Signal In The Heavens kallast Purgatory og er þetta önnur sýningin og kallast The Son. Tónlistarhóp- u r i n n Rebenska m u n k o m a fram á opnuninni þann 27. janúar en nán- ari upplýsingar má finna á vefsíð- unni signalintheheavens.com. Tónlistarhópurinn Rebenska til New York BENNI HEMM HEMM Er einn tónlistar- mannanna sem skipar hópinn Rebenska. GUNNAR I. BIRGISSON Þingmaður og bæjarfulltrúi. BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR Þingmaður. PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝS- SON Tónlistarmaður. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Lárétt: 1 meiri, 6 sönghópur, 7 ekki með öllum mjalla, 8 belti, 9 reykja, 10 dimmviðri, 12 umboðs- stjórnarsvæði, 14 arinn, 15 ending, 16 tveir eins, 17 kona manns, 18 bil milli fóta. Lóðrétt: 1 fótabúnaður, 3 tæki, 3 kindur, 4 kyrrlátur, 5 svelgur, 9 hljóma, 11 ræni, 13 traustur, 14 ekki saklaus, 17 tveir eins. Lausn. Lárétt: 1stærri,6kór, 7óð,8ól,9ósa,10íma, 12 amt, 14 stó, 15 ur, 16 ee, 17 frú, 18 klof. Lóðrétt: 1 skór, 2 tól, 3 ær, 4 rósamur, 5 iða, 9 óma, 11 stel, 13 trúr, 14 sek, 17 ff.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.