Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 1
● fyrsti fótboltamaðurinn í 17 ár Eiður Smári Guðjohnsen: ▲ SÍÐA 26 Kjörinn íþrótta- maður ársins ● þú ert í beinni ▲ SÍÐA 38 Aftur í sjónvarpið MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI Tónleikar til styrktar Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna hefjast klukkan 19.30 í Háskólabíói. Á meðal þeirra sem koma fram eru Sálin hans Jóns míns, Bubbi Morthens, Paparnir, Birgitta, Nylon, Í svört- um fötum og Á móti sól. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 30. desember 2004 – 356. tölublað – 4. árgangur 1.300 HERMENN FALLNIR Alls hafa 1.324 bandarískir hermenn fallið í Írak frá því að stríðið hófst í mars í fyrra og 9.981 særst, samkvæmt upplýsingum frá banda- ríska varnarmálaráðuneytinu. Sjá síðu 4 SVIKAMYLLA Samtök verslunar og þjón- ustu hafa verið í samstarfi við efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra vegna svika- myllunnar European City Guide. Sjá síðu 2 ÞREFALDUR VERÐMUNUR Vaxandi verðmunur er á fasteignum eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Þannig getur verið rúmlega þrefaldur munur á fermetraverði þriggja herbergja íbúðar. Sjá síðu 8 AUGLÝST EFTIR STARFSMÖNN- UM Impregilo auglýsti eftir starfsmönnum í stað Kínverjanna 150 eftir að ASÍ benti á að þeim bæri að auglýsa. Sjá síðu 10 nr. 51 2004 Í ALDANNA SKAUT + Áramótaskaup Áramótaheit Jákup Jacobsen stjörnuspá fólk tíska áramót persónuleikapróf SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 30 . d es – 6 . ja n Svanhildur Hólm MEIRI TÖFFARI EN PÆJA Svanhildur Hólm: ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag Meiri töffari en pæja ● áramótaskaup ● áramótaheit Kvikmyndir 34 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 26 Sjónvarp 36 Helga Thorberg: Valtýr Björn: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Byrjar nýtt og bleikt líf ● heimili ● áramót ÉL SUNNAN OG VESTAN Bjartviðri norðaustan og austan til. Hiti nálægt frost- marki í dag. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Biskup Íslands: Hvetur til samhugs JARÐSKJÁLFTI Biskup Íslands hvetur presta til að minnast fórnarlamba hamfaranna í Asíu í guðsþjónust- um um áramótin. Í bréfi biskups til presta sem birtist á vef Kirkjunnar segir að engin leið sé að gera sér í hugar- lund þá ægikrafta sem voru að verki. „Ég vil biðja presta að minnast þessara atburða í guðsþjónustum um áramótin, hvetja til þess að gefa fjármuni til hjálparstarfs og biðja fyrir þeim sem eiga um sárt að binda,“ segir í bréfi biskups. -gag JARÐSKJÁLFTI Íslendingur á Pattaya í Taílandi undrast að stjórnvöld sem leita Íslendinga í landinu hafi ekki spurst fyrir um ferðir fólks- ins meðal þeirra rúmlega eitt hundrað Íslendinga sem þar séu. Ekki hefur verið haft upp á fimm Íslendingum í Taílandi eftir flóð- bylgjuna í sunnanverðri Asíu auk fimm sem talið er að séu á Balí. „Við bíðum eftir því að fá nafnalista eða myndir til að átta okkur á því hvort við könnumst við fólkið,“ segir Þorfinnur Krist- jánsson á Pattaya. Pétur Ásgeirsson, forsvars- maður neyðarvaktar utanríkis- ráðuneytisins, segir sannarlega hafa verið leitað til Íslendinga. Haft hafi verið samband við fólk sem líklegast hafi getað veitt upplýsingar. Í utanríkisráðuneyt- inu hafi verið metið svo að litlar líkur væru á að fólkið væri í hættu. Meiri hagsmunir lægju í að hlífa fólkinu fyrir því að nöfn- um þeirra og myndum yrði dreift um samfélagið en að hafa upp á því með þeim hætti. Kjartan Borg, ræðismaður Taílands á Íslandi, segir að mynd- ir séu til af þeim Íslendingum sem saknað sé í Taílandi. Hann hallist að því að í lagi sé með fólk- ið. Hins vegar gefi fólk ekki alltaf upp réttan dvalarstað. Nefnir hann sem dæmi að átta Íslending- ar sem séu á Patong á eyjunni Phuket hafi sagst ætla að dvelja í Bangkok. Pétur segir að vegna dæma sem þessara sé fólksins leitað. Ómar Valdimarsson, sem starfar á vegum Rauða krossins í Indónesíu, er í jólafríi á Balí. Hann grennslast fyrir um fimm manna fjölskyldu þar, íslenska konu, sænskan mann hennar og þrjú stálpuð börn þeirra sem ekki hafi náðst í. Þau séu óhult frá flóðinu hafi þau ekki ferðast frá Balí. Auk fjölskyldunnar hafa tvö pör á Pattaya, annað með barn, ekki komið í leitirnar. Pétur segir að fregnir hafi feng- ist af öðru parinu fyrir nokkrum dögum, einmitt í gegnum Íslend- inga á Pattaya. Þær hafi ekki fengist staðfestar. Í gærkvöld var staðfest að 77 þúsund manns hefðu látist vegna jarðskjálftans. Yfirvöld óttast að allt að 100 þúsund manns hafi látist. - gag Sjá síður 2, 4, 6 og 14 Nöfn Íslendinganna verða ekki gefin upp Utanríkisráðuneytið gefur ekki upp nöfn Íslendinganna sem leitað er. Ekki sé talin nauðsyn á því þar sem ekki sé líklegt að þeir hafi verið á flóðasvæði. 25-50 ára Me›allestur dagblaða Höfuðborgarsvæðið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 80% 50% MorgunblaðiðFréttablaðið Jón Ásgeir Jóhannesson: Boðar lægra vöruverð VIÐSKIPTI Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir að kaup fyrirtækisins í Bretlandi komi til með að skila ábata til íslenskra neytenda í formi lægra vöru- verðs. Í F2, fylgiriti Fréttablaðsins í dag, fjalla sumir af frumkvöðlum íslensks viðskiptalífs um árið sem er að líða og horfur fyrir næsta ár. „Við ættum að geta lækkað verð á innfluttum vörum um 1-3% á næstu 12 mánuðum,“ segir Jón Ásgeir og segir þetta verða mögu- legt í kjölfar kaupa Baugs á Big Food Group. Sjá síðu 18 í F2 í miðju blaðsins - þk ENDURFUNDIR FEÐGA Í TAÍLANDI Hannes Bergtström, tæplega tveggja ára sænskur drengur, týndi foreldrum sínum í kjölfar flóð- bylgjunnar sem gekk á land á eyjunni Phuket í Taílandi á sunnudaginn. Ættingjar hans þekktu hann á myndum sem birtust af honum á netinu í byrjun vikunnar og í gær hitti hann föður sinn á sjúkrahúsi í Taílandi. Móðir drengsins er enn ófundin. FÍKNIEFNI Mun meira magn af am- fetamíni og kókaíni var gert upp- tækt í ár af lögreglu heldur en síð- ustu ár. Árið 2004 er metár í fjöl- da fíkniefnabrota sem hefur fjölgað um rúm fimmtán prósent frá því á síðasta ári. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar í Reykja- vík, segir hugsanlegt að neysla harðra fíkniefna eins og am- fetamíns og kókaíns á skemmti- stöðum fari vaxandi. Neysla fíkni- efnanna sé jafnvel orðin stærri hluti af skemmtanamynstri Ís- lendinga. Þá gæti líka hópur neyt- enda, sem hafa notað fíkniefni í mörg ár án þess að margir verði þess varir, hafa stækkað. Á árinu hafa verið tekin tæp sextán kíló af amfetamíni á móti þremur kílóum árið 2003 og rúm- um sjö kílóum árið 2002. Aftur á móti var tekið um nítján kílóum minna af hassi á þessu ári heldur en árið á undan þegar tekin voru tæp 55 kíló. Brot á fíkniefnalög- gjöfinni sem tengjast neyslu og vörslu fíkniefna hafa aukist um tæp nítján prósent á milli ára sem hugsanlega bendir til meiri fíkni- efnaneyslu. Alls voru 1124 teknir fyrir að neyta eða vera með fíkni- efni í fórum sínum en voru 947 árið á undan. - hrs Sjá síðu 16 Fíkniefnaárið 2004: Fíkniefni orðin stór hluti af skemmtanamynstrinu Inni í Fréttablaðinu í dag Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra ■ Áramótahefðir Göturnar í lífi Guðjóns Rúnarssonar ■ Kampavín ■ Helgin fram undan F28. TBL. 1. ÁRG. 30. 12. 2004 Sigurður Einarsson Í fararbroddi innanlands og utan Annáll Eitt viðburðaríkasta ár íslenskrar viðskiptasögu er að baki Þungavigtin gerir upp árið og rýnir í framtíðina Viðskipta- maður ársins Sérhefti um viðskiptalífið 2004AP /M YN D KARL SIGURBJÖRNSSON Biskup vill minnast fórnarlambanna. 01 Forsíða 29.12.2004 21:44 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.