Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 2
2 30. desember 2004 FIMMTUDAGUR Samtök verslunar og þjónustu: Vara við evrópskri svikamyllu SVIKAMYLLA Samtök verslunar og þjónustu vara fyrirtæki við því að borga reikninga frá European City Guide (ECG) ef þau telja sig ekki hafa efnt til skuldarinnar. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ, segir fimm til sex íslensk fyrirtæki hafa haft samband við SVÞ á skömmum tíma vegna málsins. European City Guide fær fyrir- tæki til að samþykkja skráningu í gagnabanka án endurgjalds. Síðan fá fyrirtækin sendar upplýsingar til að yfirfara og leiðrétta sem að lok- um er staðfest með undirskrift. Með smáu letri stendur hins vegar að undirskriftin jafngildi pöntun á skráningu í þrjú ár og hún kosti um fimmtíu til sextíu þúsund krónur á ári. Sigurður segir ECG hafi í lengri tíma aðstoðað tvö íslensk fyrirtæki. Meðal annars hafi verið hringt heim til eigendanna á kvöldin og þeim hótað öllu illu borgi þeir ekki strax. „Við höfum haft samband við inn- heimtufyrirtæki og lögmannafélag- ið og gert þeim grein fyrir málinu og beðið þá um að taka ekki að sér innheimtu,“ segir Sigurður. Hann segir verstu leiðina vera að borga inn á reikning því þá sé búið að við- urkenna kröfuna. Engu að síður verði að grípa strax til varna ef við- komandi krafa fari í innheimtuferil. - hrs Líklega yfir hund- rað þúsund látnir Æ fleiri lík finnast á flóðasvæðunum við Indlandshaf og útlitið er svart. Rauði krossinn býst við að rúmlega hundrað þúsund manns hafi dáið og kappkostar að koma vistum til eftirlifenda og sporna við farsóttum. BANDA AECH, AP Fátt gefur ástæðu til bjartsýni við Indlandshaf, tala látinna hélt áfram að hækka í gær og var komin í 77 þúsund. Yfir- völd á flóðasvæðunum búast við að talan fari upp í hundrað þúsund áður en langt um líður. Þá er vitað um hálfa milljón manns sem hafa slasast. Eyjan Súmatra í Indónesíu sem var hvað næst upptökum skjálft- ans er nánast öll í rúst. Talið er að um tíu þúsund hafi látist þar og er þá áætluð tala fallinna í Indónesíu komin upp í 55 þúsund. Þetta er líklega mannskæðasta flóðbylgja í sögunni. Tuga þúsunda er enn saknað og Rauði krossinn telur að mannfallið muni aukast. Pete Ress, aðgerðastjóri Rauða kross- ins, segir að það kæmi sér ekki á óvart ef rúmlega hundrað þúsund manns hefðu fallið í valinn. „Við eygjum ekki mikla von, fyrir utan kannski einstök krafta- verk,“ segir Jean-Marc Espalioux, formaður hótelkeðjunnar Accor, um þær þúsundir ferðamanna sem leitað er að meðfram strönd- um Taílands. Þar af eru um tvö þúsund Norðurlandabúar. Frétta- menn flugu yfir Súmötru og sáu lítið lífsmark nema á ströndinni þar sem eftirlifendur leituðu að einhverju ætilegu. Rúmlega þús- und lík voru grafin í fjöldagröfum víða á eyjunni en það skiptir sköp- um að jarðsetja hina látnu sem fyrst til að stemma stigu við far- sóttum. Á Indlandi hafa um sjö þúsund- ir manna dáið og enn er átta þús- unda saknað. Á Srí Lanka eru um 22.500 látnir og 1.800 í Taílandi. Fórnarlömb flóðbylgjunnar eru um 300 í Malasíu, Mjanmar, Bangladess, Maldív-eyjum, Sómalíu, Tansaníu og Kenía. Hjálparstarfsmenn gera hvað þeir geta til að sporna við kóleru og malaríu sem getur borist um í óhreinu vatninu. 175 tonn af hrís- grjónum bárust til Súmötru í gær sem og hundrað læknar. Víða hef- ur fólk þó þurft að stela öllu steini léttara til að hafa í sig og á. Á suð- urströnd Indlands er byrjað að bólusetja 65 þúsund manns sem komust lífs af og klór er dreift á ströndum sem lík hafa verið fjar- lægð af. ■ Þjóðarhreyfingin: Takmarkið að nást SÖFNUN Einungis herslumuninn vantar á að nægir peningar til þess að borga fyrir auglýsingu Þjóðarhreyfingarinnar í banda- ríska dagblaðinu New York Times hafi safnast, að sögn Ólafs Hannibalssonar, eins for- svarsmanna hreyfingarinnar. Í auglýsingunni verður afstaða ís- lenskra stjórnvalda til innrásar- innar í Írak hörmuð. Ólafur telur að söfnuninni ljúki nú skömmu eftir áramót en þegar hefur verið ákveðið að auglýsingin birtist einhvern daganna 17.-21. janúar næst- komandi. ■ Sjómenn: Greiða atkvæði KJARAMÁL Atkvæðagreiðsla um kjarasamning sjómanna stendur yfir og lýkur henni á gamlárs- dag. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, vonast til að öll kjörgögn verði komin í hús þriðjudaginn 4. janúar svo að hægt verði að hefja talningu. Mikið megi þó ekki út af bregða til að það geti dregist en öll kjör- gögn verða að hafa borist til að talning geti farið fram. Stefnt er að því að úrslit at- kvæðagreiðslunnar liggi fyrir að kvöldi 4. janúar. - ghs ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR FRÁ KÆNUGARÐI Um eitt þúsund mótmælendur söfnuðust fyrir framan stjórnarráðið. Stuðningsmenn Júsjenkós: Janúkovitsj gagnrýndur KÆNUGARÐUR, AP Um eitt þúsund mótmælendur skrýddir appelsínu- gulum lit slógu skjaldborg um stjórnarráð Úkraínu í gær og vörn- uðu Viktor Janúkovitsj forsætisráð- herra inngöngu og gat hann því ekki kallað saman ráðuneytisfund. Mót- mælendurnir segjast hafa gert þetta til að fá Janúkovitsj til að sjá að sér og viðurkenna sigur Viktors Júsjenkó í kosningunum. Janúkovitsj hefur sent hæsta- rétti Úkraínu fjórar kærur vegna kosninganna sem rétturinn á eftir að fara yfir og taka afstöðu til. Mót- mælendum fækkaði þegar ljóst varð að Janúkovitsj myndi ekki boða til ráðuneytisfundar í stjórnar- ráðinu heldur utan Kænugarðs. ■ Söfnunarsíminn er 907 2020 Með því að hringja í söfnunarsímann leggur þú fram 1.000 kr. til hjálparstarfsins í Asíu. Einnig er hægt að leggja fram fé með kreditkorti á www.redcross.is, eða millifærslu á bankareikning 1151-26-000012, kt. 530269-2649. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN kostar birtingu auglýsingarinnar Nei, Ég samgleðst honum af öllu hjarta, hann á fyllilega skilið að ganga vel. Jón Sigurðsson sem varð í öðru sæti íslensku Idol-keppninnar hefur selt 5.500 eintök af sinni fyrstu plötu Our Love. Kalli Bjarni, sigurvegari Idol- keppninnar hefur selt 2.000 eintök af sinni fyrstu plötu. SPURNING DAGSINS Kalli Bjarni, var sárt að tapa fyrir 500 kallinum? VALT RÉTT NEÐAN BRÖTTU- BREKKU Ökumaður var flutt- ur á sjúkrahús eftir að bifreið hans valt rétt neðan Bröttubrekku í Borgarfirði í fyrrakvöld. Slæmt veður var á slysstað, hálka og lélegt skyggni. Maðurinn var einn í bílnum og var talinn við- beinsbrotinn. FAUK Á LYFTARA Engan sak- aði þegar bifreið fauk utan í lyftara í glerhálku á Höfn í Hornafirði í fyrrakvöld. Bif- reiðinni var ekið á litlum hraða þegar atvikið átti sér stað. Bifreiðin er lítið skemmd. STÚLKA VARÐ FYRIR BÍL Fimm ára stúlka varð fyrir bíl á Seljalandsvegi á Ísafirði í gærkvöld. Stúlkan fékk heilahristing og gisti hún á sjúkrahúsinu á Ísafirði í nótt. Slysið varð þegar stúlkan renndi sér á sleða niður brekku og lenti á framhorni bifreiðar sem ekið var á göt- unni fyrir neðan. FÓLK SAT FAST Í ÓVEÐRI Hjálpa þurfti fólki ofan af Fjarðaheiði og Jökuldalsheiði í gærkvöld. Björgunarsveitir og lögregla á Egilsstöðum og Seyðisfirði sáu um að koma fólki í öruggt skjól en mikil hálka, hvassviðri og þæfingur var á heiðunum í gær. SNJÓFLÓÐ LOKUÐU VEGUM Snjó- flóð lokaði veginum um Ólafs- fjarðarmúla í gær. Þá voru Óshlíð og Súðavíkurhlíð rudd í gær vegna snjóflóða sem þar höfðu fallið. Ekkert manntjón varð vegna flóðanna. Skattrannsókn á fjármálum Baugs: Ákvörðun fyrir áramót SKATTAMÁL Skattayfirvöld þurfa að taka ákvörðun um endurálagn- ingu skatta á Baug í síðasta lagi á morgun annars fyrnist hluti af málinu sem snýr að ríkisskatt- stjóra. Hvorki Indriði Þorláksson rík- isskattstjóri né Skúli Eggert Þórð- arson skattrannsóknarstjóri vilja tjá sig um mál Baugs. Skúli Eggert segir hins vegar að samkvæmt lög- um þurfi endurákvörðun skattayf- irvalda fara fram innan sex ára frá því að viðkomandi skattgreiðandi sendir framtal. Ef slík endurá- kvörðun náist ekki áður en þessi tími sé liðinn falli skattkrafan nið- ur. Það gerist sárasjaldan en hafi þó komið fyrir. Að frumkvæði skattayfirvalda er ríkislögreglustjóri einnig með ákveðin mál sem snerta fjármál Baugs til skoðunar en þau fyrnast ekki um áramótin. Skúli Eggert segist ekki geta tjáð sig um rann- sókn ríkislögreglustjóra. Hann segir hins vegar að mál séu al- mennt ekki send honum nema hugsanleg brot séu talin varða verulegum fjárhæðum eða að þau nái yfir langan tíma. ■ SIGURÐUR JÓNSSON Samtök verslunar og þjónustu hafa verið í samstarfi við efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra vegna European City Guide. HÖFUÐSTÖÐVAR BAUGS Sá hluti sem gæti fyrnst um áramótin í skattamálum Baugs snýr að sköttum á árinu 1998. FÓRNARLAMB FLÓÐANNA Björgunarmenn bera lík konu sem fannst látin á Phuket í Taílandi. Hjálparstarfsmenn reyna nú að sporna við því að farsóttir berist út. M YN D /A B 02-03 29.12.2004 21:44 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.