Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 6
6 30. desember 2004 FIMMTUDAGUR Indverji búsettur á Íslandi: Vinur minn missti konu og bróður JARÐSKJÁLFTINN Á Íslandi eru margar fjölskyldur sem eiga ættingja á hamfarasvæðunum í Suð-austur Asíu. Pramod Nair er Indverji sem hefur búið hér á landi ásamt konunni sinni í þrjú ár. Hann kemur frá strandahéruðum Indlands og á fjölskyldu og vini í héruðum Indlands þar sem flóðbylgjan fór yfir. „Sem betur fer búa foreldrar mínir og tengdaforeldrar inni í landinu þannig þau voru aldrei í hættu,“ segir Pramod, en hann á aðra ættingja sem ekki voru eins heppnir. „Fyrirtæki föður- bróður míns var algjörlega þurrkað út þegar vatnið flæddi inn. Enginn í fjölskyldunni minni þar slasaðist, en vinur minn missti konuna sína og bróður. Ég þekki líka til fólks sem enginn hefur frétt neitt af, það eru ættingjar konunnar minnar,“ segir Pramod sem er skiljanlega mjög miður sín yfir atburðunum. „Við erum í sambandi við fjölskyldur okkar í Indlandi á hverjum degi og fáum fréttir af þeim sem enn er saknað.“ -at Líkin talin í kapp við tímann Tíminn vinnur ekki með hjálparsveitum í Asíu og talningarmenn keppast við að koma líkunum til greftrunar sem fyrst. Á Indlandi er gerð grein fyrir hverjum látnum en í Indónesíu eru líkin oft dysjuð áður en hægt er að bera kennsl á þau eða telja. CUDDALORE, AP Í líkhúsi í ind- verska bænum Cuddalore stend- ur læknir og les upp tilkynningu til fólks sem bíður í anddyrinu um að það þurfi að bera kennsl á lík fjögurra kvenna og fimm ára gamals drengs. Hjón bera kennsl á drenginn og bresta í grát. Þau eru beðin um að fara, næsta fólki er hleypt inn og merkimiði er settur á handlegg drengsins. Staðfestum fórnar- lömbum flóðbylgjunnar hefur fjölgað um eitt. Embættismenn í ríkjunum við Indlandshaf sem urðu fyrir barðinu á flóðbylgjunni á sunnu- dag hafa ekki undan við að telja líkin og bera kennsl á þau. Taln- ingarmennirnir standa stein- gerðir á svip frammi fyrir for- eldrum, börnum eða systkinum sem eru fengin til að bera kennsl á hina látnu. Svipbrigði þeirra bera ekki með sér sorg eða uppnám; það er fyrir öllu að telja líkin og koma þeim til greftrunar sem fyrst. Tölur um fjölda látinna í hamförunum fara stigvaxandi en verða þó aldrei meira en áætlað mat, en endanlegar tölur um fjölda þeirra sem hafa látist munu ef til vill aldrei fást. Vinnubrögð við talningu á hin- um látnu eru ólík á milli landa. Á Indlandi hefur verið sett saman öflugt lið starfsmanna úr heil- brigðisgeiranum, lögreglunni og skattaeftirlitsmönnum sem skrásetur nákvæmar upplýsing- ar um hina látnu í stílabækur. Þar kemur fram nafn fórnar- lambsins og aldur, nöfn foreldra þess, heimilisfang og tvö auð- kenni. Loks er tekin ljósmynd af líkinu. Í Indónesíu eru líkin oft dysjuð án þess að vera talin eða borin kennsl á þau. Stjórnsýslan er í óreiðu, líkin dreifð um þrett- án þúsund eyjaklasa, margir hverjir einangraðir frá umheim- inum. Meira en áratugur er síð- an yfirvöld tóku manntal, og gögn um fæðingar og andlát eru óáreiðanleg. Félagsmálaráðu- neytið í Indónesíu segir 32 þús- und manns hafa látið lífið, heil- brigðisráðuneytið segir 27 þús- und. Opinberar tölur eru fyrst og fremst áætlað mat og ljóst er að nákvæm tala yfir fjölda lát- inna mun aldrei fást. ■ HJÁLPARSTARF Alþjóða Rauði kross- inn sendi út stærstu hjálparbeiðni um áratugaskeið í gær en talin er þörf á um þremur milljörðum króna til hjálparstarfs samtak- anna á hamfarasvæðunum við Indlandshaf. Rúmlega tíu þúsund manns á Íslandi hafa hringt í söfnunarsíma Rauða krossins. Ríkisstjórnin, Pokasjóður, deildir Rauða kross- ins og fyrirtæki hafa einnig stutt hjálparstarfið með framlögum og alls hafa safnast um 20 milljónir króna. Á vegum Rauða krossins er leitað að ástvinum Íslendinga á flóðasvæðunum í gegnum leitar- þjónustu Alþjóða Rauða krossins. Hjálparstarf er unnið um alla Asíu, sérstaklega þar sem ástand- ið er verst; á Srí Lanka, Taílandi og Indónesíu. Hjúkrunargögn fyrir 120 þús- und manns hafa verið send til Srí Lanka og verið er að skipuleggja aðstoð við 150 þúsund manns í austur- og norðurhluta landsins, sem er á valdi skæruliða. Flugvél Rauða krossins flaug frá Naíróbí til Srí Lanka á þriðjudag með 105 tonn af hjálpargögnum sem eiga að mæta þörfum 50 þúsund manns. - bs VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir dómsmálaráðherra Jap-ans sem er með mál Bobby Fischer til skoðunar? 2Hvaða banki hefur hætt að veita 100prósenta lán til íbúðakaupa? 3Hvar varð mannskæðasti jarðskjálfti íEvrópu? Svörin eru á bls. 38 ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 68 88 1 2/ 20 04 www.urvalutsyn.is 2 vikur Verð frá: 59.900 kr.* M.v. tvo í íbúð í 14 nætur Enska ströndin - Montemar 1 vika Verð frá: 44.900 kr.* M.v. tvo í íbúð í 7 nætur *Innifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Brottfarir 5., 12. og 26. janúar - Aukaflug 19. janúar - Örfá sæti laus Fáðu ferðatilhögun, nánari upp- lýsingar um gististaðina og reiknaðu út ferðakostnaðinn á netinu! FRÁ MEULABOH 40 þúsund manns bjuggu í þorpinu en óttast er að fjórðungur þeirra hafi farist. Súmatra: 75 prósent strandlengj- unnar í rúst MEULABOH, AP Þrír fjórðu hlutar strandlengjunnar á eyjunni Súmötru í Indónesíu eru í rúst og nokkrir bæir jöfnuðust við jörðu í jarðskjálftanum og flóð- bylgjunni á sunnudag, að sögn talsmanna indónesíska hersins. Víða á eyjunni er fólk einangrað og hefur ekki fengið neyðarað- stoð síðan hörmungarnar dundu yfir. Fréttamenn AP-fréttastof- unnar flugu yfir eyjuna og segja að sumir bæir séu á kafi í aur og sjó og þökin séu farin af flestum húsanna. Í fiskiþorpinu Meula- boh á Súmötru bjuggu um 40 þúsund manns en þegar hafa fundist rúmlega þrjú þúsund lík og er búist við að talan muni fara upp í tíu þúsund. ■ PRAMOD NAIR Kemur frá austurströnd Indlands. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. NEYÐARSKÝLI Í TAÍLANDI Fólk sem leitar ástvina sinna hefur sett myndir af þeim á töflur í neyðarskýlum víða á hamfarasvæðinu. Þjóðgarður í Srí Lanka: Dýr virðast hafa forðað sér COLOMBO, AP Á meðan rúmlega 21 þúsund manns hafa týnt lífinu í Srí Lanka í hörmungunum í Suðaust- ur-Asíu kemur það mönnum á óvart að engin dýrshræ hafa fund- ist að ráði í Yala-þjóðgarðinum. Gehan de Silva Wijeyeratne, hótel- eigandi í þjóðgarðinum, segist hafa fundið mörg mannslík en ekki eitt einasta dýrshræ, en dýralíf er með fjölskrúðugasta móti í Yala. Wijeyeratne giskar á að dýrin hafi fundið eitthvað á sér og forð- að sér á hálendið áður en flóð- bylgjan skall á land. „Kannski hafa dýr sjötta skilningarvitið,“ sagði hann. ■ SORG Í CUDDALORE Kona syrgir látinn ástvin sem verður graf- inn í fjöldagröf í indverska þorpinu Cuddalore. Miklu máli skiptir að koma lík- um sem fyrst til greftrunar. EILÍFUR FRIÐUR OG DÓTTIRIN FREYJA Gáfu Rauða krossi Íslands sjötíu þúsund krónur til styrktar fórnarlömbum við Ind- landshaf. Safnaði peningum í nokkur ár: Gaf 70 þús- und til Rauða krossins FLÓÐBYLGJAN „Þessar hamfarir snerta okkur öll á einn eða annan hátt,“ segir Eilífur Friður Edgars- son, sem í gær afhenti Rauða krossinum sjötíu þúsund krónur til styrktar fórnarlömbum ham- faranna við Indlandshaf. Eilífur Friður hefur safnað peningunum í nokkur ár, síðan jarðskjálfti olli miklu tjóni í Kól- umbíu, en hann á rætur að rekja þangað.. Fjölskylda hans hefur einnig lagt söfnuninni lið. „Ég ákvað að núna væri rétti tíminn til þess að gefa peningana,“ segir Eilífur, sem hvetur lands- menn og fyrirtæki til þess að láta sitt af hendi rakna til styrktar fórnarlömbum hamfaranna. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Hjálparbeiðni Rauða krossins: Tuttugu milljónir hafa safnast á Íslandi 06-07 29.12.2004 20:01 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.