Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 8
8 30. desember 2004 FIMMTUDAGUR HÓTEL Í TAÍLANDI Björgunar- og tiltektarlið kannar aðstæður í móttökusalnum á hóteli í Taílandi. Rafmagnsleysi á Grundartanga: Ekkert varanlegt tjón ÓVEÐUR Rafmagn fór af stóriðjunum tveimur á Grundartanga í um klukkustund vegna óveðursins í fyrrinótt. „Ástandið var nokkuð al- varlegt hjá okkur en rafmagnið fór af allri verksmiðjunni,“ segir Ingi- mundur Birnir, framkvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs hjá Ís- lenska járnblendifélaginu. „Við erum búnir að koma öllum í gang núna og það er ekkert teljanlegt tjón.“ Hjá Norðuráli varð ekkert var- anlegt tjón heldur. „Það verður ekk- ert tjón þótt straumlaust verði í svona stuttan tíma, nema að fram- leiðslan dettur að sjálfsögðu niður,“ segir Kristján Sturluson, fram- kvæmdastjóri starfsmanna- og um- hverfissviðs Norðuráls. „Starfs- mennirnir sem voru hér á vakt tóku á vandamálinu með þeim vinnu- brögðum sem ákveðin eru í svona tilvikum og allt gekk mjög eðlilega fyrir sig,“ bætir Kristján við. Mönnum ber saman um að veð- uraðstæður í fyrrinótt hafi verið mjög sérstakar, en langt er síðan rafmagnið fór síðast af verksmiðj- unum tveimur. ■ Þrefaldur verð- munur milli hverfa Mjög vaxandi verðmunur er á fasteignum eftir hverfum á höfuðborgarsvæð- inu. Þannig getur verið rúmlega þrefaldur munur á fermetraverði þriggja herbergja íbúðar eftir því hvar hún er staðsett. VIÐSKIPTI Verð á fermetra í eftir- sóttustu íbúðunum á vinsælum svæðum í höfuðborginni getur far- ið í rúmlega 300 þúsund krónur á meðan fermetrinn í samsvarandi íbúð á öðrum svæðum getur kostað um 100 þúsund. Verðmunur milli hverfa hefur aukist verulega í þeirri þróun fasteignaverðs sem orðið hefur að undanförnu. „Það ber að hafa í huga, að þarna er alls ekki um að ræða ein- hver meðaltöl,“ segir Björn Þorri Viktorsson formaður Félags fast- eignasala. „Hæsta verðið sjáum við í einhverjum súper eignum. Lægstu verðin geta verið eitthvað um 100 þúsund í stöku eignum.“ Hann segir að verðþróunin á fast- eignamarkaðinum að undanförnu hafi skýrt þann verðmun sem er á milli hverfa á höfuðborgarsvæð- inu. „Ég held að sá munur eigi eftir að verða meiri þegar fram í sækir.“ Spurður um dýrustu hverfin í borginni sagði Björn Þorri að nefna mætti ákveðna staði í miðborginni. Þá mætti nefna ákveðin svæði í vesturbænum, svo og á Seltjarnar- nesi. Einnig væri Fossvogur ofar- lega á blaði hvað há verð snerti, svo og tiltekin hverfi í Garðabæ, Kópa- vogi, Grafarholti og Grafarvogi. „Í Grafarholti er til að mynda verið að auglýsa í dag einbýlishús, sem jafnvel eru ekki fullbúin, á um og yfir 40 milljónir króna og þau eru að seljast. Það hefði einhvern tíma þótt merkilegt í ekki eldra hverfi, sem ekki er orðið gróið. Ég held því að allar hrakspár sem gengu milli manna um það svæði fyrir 2-3 árum síðan séu hreint ekki að ræt- ast. Mér hefur sýnst að mjög vel gangi að selja fasteignir þar.“ Varðandi ódýrustu svæðin sagði Björn Þorri að þau væru í jaðarbyggðum höfuðborgarsvæð- isins og nágrenni. Hann sagði að kaupendur væru í mjög auknum mæli að leita út fyrir þessi svokölluðu höfuðborg- armörk og mætti þar nefna Reykjanesbæ, Grindavík, Voga á Vatnsleysuströnd, Akranes, Hveragerði og Selfoss. Í Hvera- gerði væri til að mynda mikið byggt og allt seldist þar. jss@frettabladid.is Víðtækar rafmagnstruflanir: Sérstakar veð- uraðstæður ÓVEÐUR Margir urðu varir við rafmagnsleysi sem varð víðs vegar um land í fyrrinótt. Or- sökina má að hluta til rekja til truflana í veitukerfi Landsvirkj- unar. Fyrri truflunin varð rétt fyrir klukkan tvö en hún olli straum- leysi á Suðurlandi vestan Þjórs- ár. Seinni truflunin varð um klukkan fjögur og var þar á ferðinni töluvert víðtækara straumleysi, hjá stóriðjunum á Grundartanga og.síðan á Vestur- landi og Vestfjörðum, allt að Laxárvatni við Blönduós. ■ Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Ath opið gamlársdag til 13.00 Áramótagleðin hefst með góðum mat!! Ferskur Túnfiskur....2.500,- Sverðfisksteikur......1.990,- Risarækjur á spjóti...2.490,- Hámeri í hvítlauk....1.990,- Risa hörpuskel.....2.490,- Nílarkarfi í chilli....1.990,- Búri.....1.990,- humar humar- humar eigum nóg til af öllum stærðum JÁRNBLENDIVERKSMIÐJAN Rafmagn fór af stóriðjunum á Grundartanga í fyrrinótt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M HÖFUÐBORGIN Sala dýrra einbýlishúsa hefur stóraukist að undanförnu, að sögn formanns Félags fast- eignasala. Nú er verið að selja í hverjum einasta mánuði hús, jafnvel fleiri en eitt eða tvö, á um hundrað milljónir króna. JÖTUNVAXNAR RISASKOTKÖKUR Margar gerðir og stærðir og nýjungar !! Blævængir, sveipblævængir, tjaldsveipir og þríhleypur !! Þú færð þær hjá flugeldasölum íþróttafélaganna og víða annars staðar. Goðheima- og Jötunheima-risaskotkökurnar munu fylla himinhvolfin um áramótin. 08-09 29.12.2004 21:03 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.