Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 22
Ísskápurinn þrifinn Áður en þú gerir stórinnkaup í mat skaltu þrífa ísskáp- inn vel og vandlega. Taktu allt úr honum og þrífðu hillurnar upp úr sápuvatni í vaskinum og þurrkaðu vel. Þurrkaðu allan skápinn að innan með rakri tusku og ör- lítilli sápu sem inniheldur bakteríudrepandi efni. Hentu mat sem er byrjaður að mygla og raðaðu svo öllu vel og vandlega inn í skápinn.[ Byrjar nýtt og bleikt líf Helga skvísa ætlar að byrja nýtt líf laus við gamalt drasl. Helga Thorberg í Blómálfin- um ætlar að byrja nýja árið á því að losa sig við allt gamalt dót og flytja inn í nýja íbúð með fáum, vel völdum hlut- um. Helga Thorberg er að losa sig við allt á heimilinu sínu, alla gamla hluti, styttur, bækur, föt – allt. „Ég er að hreinsa allt út af harða disknum og byrja upp á nýtt og það er svo gaman að það er dýrð- legt. Nú er ég að byrja nýtt skvísulíf. Helga skvísa fann loks- ins skvísuíbúðina sína sem er með svölum og útsýni en samt í hverfi hundrað og eitt. Íbúðin er tilbúin en það er ekki einn einasti hlutur þar inni enn þá enda þarf að vanda alveg sérstaklega valið á því sem fær að vera þar. Inni á splunkunýja heimilinu mínu eiga bara að vera fáir og fallegir hlut- ir og ekkert umframdót. Ég er búin að fá nóg af dóti sem hefur enga merkingu fyrir mig og ég veit ekkert hvað ég á að gera við. Fyrst fannst mér fráleit hug- mynd að byrja á núllpunkti og fannst ég þurfa nauðsynlega á öllum þessum styttum og mynd- um og blómum og dóti að halda en svo fór ég að hugsa um að gera alvöru úr því að hreinsa til í kringum mig. Maður er að troða allt of miklum farangri með sér í gegnum lífið og ég ákvað að losa mig við þetta allt. Bragi forn- bókasali fær flestar bækurnar mínar, Hjálpræðisherinn meiri- partinn af fötunum en ekki einn einasti hlutur fær að fara með mér. Það er svo gott að vinna í blómabúð því þar hittir maður fólk sem þekkir annað fólk sem vantar nákvæmlega hlutina sem ég hef enga þörf fyrir.“ Á nýja heimilinu verður bleikur ísskáp- ur og hugsanlega bleikur sófi og Helga er þessa dagana að spá í að kaupa sér nýtt rúm undir glænýtt rúmteppið. Það verður þó smábið á því að Helga skvísa komi sér almennilega fyrir því hún er búin að hafa svo mikið að gera í bleiku jólunum í Blómálfinum að hún má ekki vera að því að flytja alveg strax. ■ Býrð þú yfir upplýsingum um fíkniefnamál? Lestu þá inn upplýsingar 800 5005 SÍMSVARI Í FÍKNIEFNAMÁLUM Nafnleynd Handsmíðaðir skartgripir Hafnarstræti 19 S.551-1122 glerlist ullarvörur leirlist hreindýraskinn íslenskar lopapeysur íslensku jólasveinarnir mokkavörur sími 568 6440 Allt í eldhúsið ] Þó að gjafir séu til þess að tæta þær upp þá þarf jólapappírinn ekki að fara til spillis. Það er gamlársdagur. Þú staulast fram úr rúminu í nýju náttfötunum með svefnfar eftir bókina sem þú fékkst í jólagjöf. Þú kemur inn í stofu og: ó nei! Jólapappír út um allt síðan á aðfangadag! En ekki örvænta. Það er nóg hægt að gera með gamlan jóla- pappír þó hann sé rifinn og tættur eftir þá yngstu, og stundum elstu, á heimilinu. Það er um að gera að nota ímyndun- araflið þegar jólapappírinn er annars vegar. Ekki vera fljót/ur á þér og henda öllu strax út í tunnu á gamlárs- kvöld. Notaðu hugmyndir Fréttablaðs- ins og gæddu þennan yndislega pappír lífi á ný. • Geymdu hann þangað til á næsta ári. Sléttu úr öllum örkunum sem eru tiltölulega heilar og pressaðu þær með bókastafla. Það sér enginn mun- inn á nýja pappírnum og gamla. • Klipptu hann út í margskonar munstur og límdu hann á tréramma. Settu síðan einhverja fallega jólalega mynd í og þá ertu komin/n með fínasta skraut. • Límdu hann utan á jólakúlur og settu þær á jólatréð. Passaðu þig að nota gott og sterkt lím og ekki sakar að skella smá glimmeri á kúlurnar líka. • Gerðu nýárskort úr honum. Ef þú hefur gleymt jólakortunum þá er til- valið að föndra nýárskort um jólin úr jólapappírnum. • Saumaðu voðalega fínar stuttbuxur eða míni-pils handa fjölskyldumeð- limum. Klikkar ekki sem nýársgjöf eða jólagjöf á næsta ári! • Veggfóðraðu svefnherbergið – af hverju ekki? • Klipptu hann í örsmáar agnir og taktu þær með í næsta brúðkaup og notaðu í staðinn fyrir hrísgrjón til að henda yfir brúðhjónin. Ef það rignir þá er samt betra að sleppa því. • Safnaðu pappírnum í stóra hrúgu og taktu fjölskyldumynd af öllum í hrúgunni. Voða stuð! Jólapappír endurnýttur Fjölskyldumyndir í jólapappírshrúgu geta verið ansi skemmtilegar. - mest lesna blað landsins Á FIMMTUDÖGUM Fyrir áhugafólk um falleg heimili Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is 22-23 (02-03) Allt heimili ofl 29.12.2004 17:59 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.