Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 23
3FIMMTUDAGUR 30. desember 2004 Silkitré og silkiblóm Laugavegi 63 (Vítastígsmegin) Sími 551 2040 50% afsláttur af allri jólavöru Jólaseríur allt árið Það færist í vöxt að ljósaseríur varpi birtu á skammdegið þó jólin séu þrotin. Það leiðist víst flestum að taka niður jólin og margir vilja halda í þau eins lengi og kostur er. Aðrir ganga rösklega til verks og pakka jólunum saman á einum eftirmið- degi og henda ýmsum óþarfa og forgengilegu drasli eins og jólaseríunum. Þó eru ekki allir sáttir við að kasta nothæfum hlutum á haugana, ekki kannski síst af um- hverfisverndarsjónarmiðum. Sigurður Steinarsson hjá Raftækjaversluninni Glóey í Ármúla kann að ganga vel frá jólaseríum fyrir þá sem það kjósa að gera. „Best er að setja seríurnar í kassann eins og þær voru í honum, þannig að perurnar snúi í aðra áttina og lykkjan í hina. Það þarf að passa að perurnar snúi allar í sömu átt. Ef kassinn er ónýtur gildir sama regla en þá er best að notast við pappaspjald.“ Sigurður segir inniseríurnar geta enst í mörg ár en útiseríur aðeins í eitt til tvö ár vegna veðrunar. Einnig hefur Sigurður orðið var við að fólk kaupir glærar seríur til að hafa allt árið. „Fólk vill gjarna láta jólabirtuna endast aðeins og þá eru jólaseríurnar gott ráð. Það er nánast engin eldhætta af þessum litlu peruseríum. Þó má alls ekki setja hefðbundnar jólatrésseríur ofan í skálar til skrauts. Hitinn verður þá svo mikill ofan í skálinni að þær geta brennt út frá sér,“ segir Sigurður Steinarsson rafvirki en í Glóey má fá allskonar heilsársljósaseríur til að lífga upp á skammdegið. ■ Höldum parket- inu gljáandi Gamla góða borðedikið er til margra hluta nytsamlegt. Eitt algengasta gólfefni nú á dögum er parket sem til er í ótal tegundum. Mikið úrval er líka af efnum til að þrífa þessi gólf og eru sum dýr. Á flestum heimilum er þó til ódýrt og handhægt efni sem dugar ágætlega til hreinsunar á parketi. Það er borð- edik. Blandan á að vera um tvær matskeiðar af ediki í fjóra lítra af volgu vatni. Gólfklúturinn er undinn upp úr þessum legi þannig að hann sé aðeins rakur þegar hon- um er rennt yfir gólfið. Eftir að þetta hefur verið gert í nokkur skipti myndast fallegur gljái á gólfinu svo það sýnist alltaf sem nýtt. Viðargólf þola ekki mikla bleytu svo ekki ætti að þrífa gólf með ediki nema á um tveggja vikna fresti en þess á milli ryksuga eða þurrmoppa gólfin. Best er að það sé gert dag- lega því eitt lítið sandkorn getur hæglega rispað parketið. ■ Gífurlegur afsláttur Útsalan í IKEA byrjaði mánu- daginn 27. desember. IKEA sóaði ekki neinum tíma og hóf útsölu um leið og tækifæri gafst á milli jóla og nýárs. Það hefur gefist mjög vel að sögn Lísu Bjarkar Óskarsdóttur, markaðs- og vefstjóra IKEA. „Útsalan fór kröftuglega af stað og gengur af- skaplega vel og það er aldeilis nóg að gera,“ segir Lísa en IKEA hefur breytt opnunartíma sínum aðeins sökum útsölunnar. „Við erum með opið til klukkan 20.00 milli jóla og nýárs en lokað á gamlársdag. Síðan höfum við opið sunnudaginn 2. janúar en lokum mánudaginn 3. janúar vegna vörutalningar. Fólk hefur því tækifæri á sunnudeginum til að kíkja í útsöluna því margir utan af landi eru enn í bænum.“ Og afslátturinn er ekki í verra lagi „Við erum með gífurlegan af- slátt af þúsund vörutegundum,“ segir Lísa að lokum en útsölunni lýkur 16. janúar. ■ Lísa segir útsöluna í IKEA hafa farið kröftuglega af stað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Vopnabúr er nýjung í flug- eldasölunni og bera rakett- urnar vopnaheiti. Líklegt er að bardagaterturnar og kappakökurnar haldi vinsældum sínum í ár og aukist jafnvel ef eitthvað er. Terturnar bera allar heiti frægra bardagakappa úr Íslendingasögunum og í tengslum við það hefur sú nýjung bæst í flugeldasöluna að selja rakettur með vopnaheitum. Þeir sem vilja taka áramótin með stæl geta flaggað köppum úr Íslendinga- sögunum og vopnabúri þeirra og skotið flugeldum inn í hið nýja ár með tilvitnum í fortíðina. Fjölskyldupakkarnir halda þó vinsældum sínum en þær hafa aukist á síðustu árum. Áhersla er lögð á að hafa ekki mikið af smá- dóti í fjölskyldupökkunum heldur að allir fái eitthvað við sitt hæfi og algengt er að fólk fái sér einn góðan fjölskyldupakka og bæti svo við tertum og rakettum. Hvort sem fólk kaupir flugelda eða ekki ættu alllir að leggja leið sína á flugeldasölu og verða sér út um hlífðargleraugu til að vernda augun í skothríðinni á gamlárs- kvöld. ■ Axir og sverð vinsæl í ár Vopnabúr og bardagakappatertur eru meðal vinsælustu flugeldanna í ár. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L 22-23 (02-03) Allt heimili ofl 29.12.2004 18:00 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.