Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 34
„Helstu viðburðir ársins í íslensku við- skiptalífi eru að mínu mati útrás íslenskra fyrirtækja og aukin samkeppni á fjár- málamarkaði með nýjum húsnæðislán- um,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra. „Ég hefði aldrei látið mér detta það í hug þegar ég steig hér inn fyrir dyr fyrir fimm árum að þróunin í fjármálageiran- um yrði svona hröð. Það er ljóst að sam- keppnin hefði ekki orðið nema vegna þess að búið er að einkavæða bankana og vegna útspils ríkisstjórnarinnar að bjóða 90 prósenta húsnæðislán,“ segir hún. „Ég fékk að heyra það þegar einka- væðing bankanna stóð yfir að það væri ekkert annað fram undan en það að úti- búum yrði lokað á landsbyggðinni og þar fram eftir götunum. Sem betur fer hafa þær spár ekki ræst, heldur eru bankarnir að halda uppi mikilli þjónustu. Að auki hafa skapast í tengslum við bankana fjöl- mörg störf til viðbótar við það sem áður var og bankarnir hafa jafnframt sannað að þeir eru fullfærir um að standa sig á alþjóðlegum markaði,“ segir Valgerður. Þróun útlána varasöm „Þó svo að þróunin hafi því verið mjög jákvæð er ástæða til að hafa áhyggjur af útlánaaukningu í bankakerfinu. Bank- arnir hafa farið geyst í útlánum og það getur ekki samræmst efnahagslegum stöðugleika til langs tíma að út- lánaaukning bankakerfisins sé mun meiri efn framleiðsluaukning hagkerfisins,“ segir hún. Valgerður segir að Fjármálaeftirlitið hafi þegar gefið út umræðuskjal sem við- brögð við útlánaþróuninni og það hafi fengið góðar viðtökur. „Ef Fjármálaeftir- litið metur það sem svo að fjár- málafyrirtæki séu að taka of mikla áhættu mega þau hin sömu eiga von á því að settar verði hertar reglur um eiginfjár- stöðu,“ segir hún. Spurð hvort sparisjóðirnir séu í meiri áhættu en stóru bankarnir þrír varðandi þetta svarar hún því játandi. „Sparisjóð- irnir verða að átta sig á því hvernig þeir ætla að spila úr þessum málum. Þeir eru tuttugu og fjórir og hafa þjónað lands- byggðinni einstaklega vel til þessa. Því miður hefur ekki verið nægilega mikil samstaða innan hinnar svokölluðu spari- sjóðafjölskyldu um hvaða leiðir skuli fara en ég trúi því þó að þeir séu að hugsa á skynsamlegum nótum,“ segir Valgerður. Hún neitar því hins vegar að áform séu uppi um að breyta lögum um sparisjóði sem samþykkt voru á Alþingi í janúar. Breyting á lögum um við- skiptaumhverfi Valgerður segir að greina megi einkenni samþjöppunar í íslensku viðskiptaum- hverfi og meðal annars þess vegna hafi hún skipað viðskiptalífsnefnd til að meta hvort bregðast þyrfti við því. „Í kjölfar vinnu nefndarinnar voru unnin frumvörp að lögum um íslenskt við- skiptaumhverfi sem munu hafa tölu- verðar breytingar í för með sér, sérstak- lega hvað varðar eftirlit með viðskipta- lífinu,“ segir Valgerður. Samkeppniseftirlit verður eflt með því að setja á fót stofnun sem ber sama heiti. „Auk þess verður veitt viðbótar- fjármagni til þessa málaflokks, sem er mjög jákvætt. Við vitum það af biturri reynslu hvað varðar olíufélögin að það er vissulega ástæða til að fylgjast með viðskiptalífinu og mikilvægt að sam- keppniseftirlitið geti haft frumkvæði að rannsókn á markaðinum þegar því sýn- ist ástæða til, eins og gerðist í olíumál- inu,“ segir hún. Valgerður er spurð að því hvort líkur séu á að hætt verði við að setja bann á starfandi stjórnarformenn. „Ég ætla ekki að fullyrða neitt um það, þessi mál eru í vinnslu. Við höfum lagt áherslu á að fá umræðu um frumvörpin. Það er sérstak- lega mikilvægt að fá viðbrögð frá við- skiptalífinu og það eru ákveðnar ábendingar þaðan sem við munum eflaust taka tillit til. Kannski aðrar sem við sjáum ekki ástæðu til þess að breyta frá þeim frumvörpum sem hafa verið kynnt,“ segir hún. Spurð hvaða ákvæði séu líklegust til að verða tekin út úr frumvörpunum segist hún ekki vilja fara nákvæmlega út í það. „Meðan málin eru ekki komin í gegnum þingflokka stjórnarflokkanna er ekki rétt að fara í gegnum það en það hafa komið fram ábendingar sem mér finnst rétt að taka tillit til,“ segir Valgerður. Útrás fleiri fyrirtækja en banka Valgerður bendir á að fleiri fyrirtæki en fjármálafyrirtæki hafi verið í mikilli út- rás á árinu. „Það er aug- ljóst að við erum hér með öfluga frumkvöðla í við- skiptalífinu, sem eru ekki smeykir að reyna sig úti í hinum stóra heimi. Vissulega hefur orðið nokkur umræða um það, bæði í Danmörku og Sví- þjóð, en það er að sjálf- sögðu ekkert óeðlilegt við það þegar fyrirtæki eru orðin svona öflug að þau fái gagnrýni. Það sem mér finnst mikilvægast er að það komi alveg skýrt fram að lög- gjöfin hér er alveg sambærileg við það sem gerist hjá þeim þjóðum sem við berum okkur fyrst og fremst saman við,“ segir hún. „Við höfum gætt þess mjög að inn- leiða allar tilskipanir sem koma frá Evr- ópusambandinu á þessu sviði og að lagaumhverfið sé sambærilegt við það evrópska. Það er mjög mikilvægt að þessi fyrirtæki, sem við erum ákaflega stolt af, verði áfram íslensk fyrirtæki og þau verða það ekki nema lagaumhverf- ið sé sambærilegt,“ segir hún. Sjávarútvegsumræðan að þróast Valgerður er spurð hvort líkur séu á því á næstunni að erlendum fjárfestum verði gert kleift að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. „Forstjóri Kauphallarinnar hefur sagt að honum finnist óeðlilegt að sjáv- arútvegurinn sé svona lokaður eins og raun ber vitni. Það er alveg augljóst að það myndi styrkja Kauphöllina veru- lega og markaðinn ef viðskipti útlend- inga í sjávarútvegsfyrirtækjum yrðu leyfð. Þetta er hins vegar pólitískt við- kvæmt mál en ég er svo sem ekkert frá því að þetta muni þróast inn á þessar brautir,“ segir Valgerður. „Það er umdeilt hvort það skaði hagsmuni íslensks sjávarútvegs að leyfa fjárfestingar útlendinga og halda því ekki allir fram. Á síðustu misserum hefur sjávarútvegurinn verið að koma fram með sjónarmið sem sýna það að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru svo öflug að þau óttast ekki slíkar breyt- ingar,“ bendir Valgerður á. „Það er svo sem ákveðið ósamræmi í því að Íslend- ingar mega fjárfesta í sjávar- útvegsfyrirtækjum úti um allan heim en við lokum fyrir erlenda fjárfestingu hér á landi. Það er mikilvægt að ræða þetta þó ekki sé tími til að taka stórar ákvarðanir varðandi þetta þrátt fyrir að umræðan hafi vissulega ver- ið að þróast. Viðhorfin hafa verið að breytast, líka með því að yngri menn koma inn í sjávarútveginn,“ segir hún. Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að það myndi styrkja Kauphöllina ef viðskipti útlend- inga í sjávarútvegs- fyrirtækjum yrðu leyfð. Hún fagnar útrás íslenskra fyrir- tækja en varar við þróun útlána hér á landi. Líkur eru á að breytingar verði gerðar á frumvörp- um um íslenskt við- skiptaumhverfi áður en þau verða lögð fram á Alþingi inn- an skamms. F2 8 30. desember 2004 FIMMTUDAGUR ÚTRÁSINA BER HÆST Breytingar fram undan í orkugeiranum „Fram undan eru miklar breytingar á orkumarkaði í framhaldi af nýjum raforkulögum. Markaðurinn opnast í áföngum fram til áramótanna 2005-6. Einnig má reikna með því að breytingar verði á raforkufyrirtækjum. Þegar fram líða stundir reikna ég með því að Landsvirkjun verði breytt í hlutafélag. Stefna ríkisins er að sameina eign sína í orkufyrirtækjum og verður það vonandi gert á næsta ári. Með því móti skapast betra umhverfi og skýrari línur milli fyrirtækjanna. Eins og þetta er í dag á Reykjavíkurborg upp undir helming í Landsvirkjun og næstum alla Orku- veituna, þannig að það er ekki gott samkeppnisumhverfi,“ segir Valgerður. Valgerður Sverrisdóttir „Það er alveg augljóst að það myndi styrkja Kauphöllina verulega og markaðinn ef viðskipti útlendinga í sjávarútvegsfyrirtækjum yrðu leyfð. Þetta er hins vegar pólitískt viðkvæmt mál en ég er svo sem ekkert frá því að þetta muni þróast inn á þessar brautir.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R 08-09-F2 lesið 29.12.2004 14:47 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.