Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 36
Ágúst Guðmundsson Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa fyr- ir löngu skipað sér á bekk öflugustu manna í viðskiptalífinu með uppbyggingu Bakkavarar. Félagið er nú metið á um fjörutíu milljarða króna. Reksturinn hefur farið stöðugt vaxandi og hyggur Bakkavör á aukin viðskipti í Asíu auk þess sem ein- hver stærstu kaup í íslenskri viðskipta- sögu, kaup á Geest, eru yfirvofandi. Til viðbótar starfsemi Bakkavarar hefur fjárfestingarfélag þeirra bræðra, Meiður, hagnast vel á árinu af stórri eign sinni í KB banka. Verðmæti eignar Meiðs í KB banka er um 50 milljarðar króna. Í ár réð Meiður Erlend Hjaltason til starfa og má því búast við að umsvif Meiðs aukist. Guðmundur Kristjánsson Guðmundur Kristjánsson keypti í byrjun árs Útgerðarfélag Akureyringa þegar Brimi hf. var skipt upp. Einn álitsgjafi sagði að þessi kaup hefðu markað ákveðin tímamót þar sem loks væru viðskiptasjón- armið farin að yfirvinna landsmálapólitík- ina í útgerðarmálum. Stjarna Guðmundar hefur risið hratt í útgerðinni og á örfáum árum hefur hann skipað sér á bekk með helstu útgerðarkóngum þjóðarinnar. Hann hefur hvorki látið landsmálapólitík né stéttarfélagspólitík standa í vegi fyrir því að framkvæma hugmyndir sínar um hvernig reka eigi arðsama útgerð. Guð- mundur er því réttnefndur frumkvöðull í sjávarútvegi. Pálmi Haraldsson Pálmi í Feng er ekki jafn mikið á vörum manna og helsti viðskiptafélagi hans, Jón Ásgeir Jóhannesson. Í ár seldi hann hlut sinn í Flugleiðum og keypti Skelj- ung, sem síðan var seldur til Haga. Við þau viðskipti eignaðist Pálmi stóran hlut í Högum, sem rekur Bónus, Hagkaup og fjöldann allan af fleiri verslunum á Ís- landi. Pálmi gegnir lykilhlutverki í kaupum íslenskra fjárfesta á Big Food Group í Bretlandi. Hann mun taka við stjórnarformennsku matvörukeðjunnar Iceland þegar þau kaup ganga endanlega í gegn. Hreiðar Már Sigurðsson Forstjóri KB banka hefur haft veg og vanda af starfsemi KB banka innan- lands en bankinn var fyrstur til að sækja inn á íbúðalánamarkaðinn með því að bjóða upp á 80 prósent íbúðalán. Hreiðar Már er sá sem stýrir daglegum rekstri KB banka og er annálaður fyrir að vera fljótur að taka ákvarðanir og finna lausnir á þeim vandamálum sem við blasa. Kenneth Peterson Í mars seldi Kenneth Peterson hlut sinn í Norðuráli fyrir ríflega tíu milljarða króna. Síðar á árinu seldi hann hlut sinn í Og Vodafone fyrir fimm milljarða. Hann hefur lýst því yfir að hann horfi áfram til viðskiptatækifæra á Íslandi en beinir sjónum sínum að mestu annað í augnablikinu. Hann vinnur til að mynda að stafrænu fjarskiptakerfi á Írlandi og hefur fengið íslenska fyrirtækið Industria til samstarfs við sig en í forystu Industria er meðal annars Guðjón Már Guðjónsson, fyrrum forstjóri Oz. Bjarni Ármannsson Forstjóri Íslandsbanka hefur styrkt stöðu sína verulega bæði innan bankans og í íslensku viðskiptalífi. Kaup bank- ans á einum stöndugasta banka Noregs, BN bank, virðast ætla að ganga tiltölu- lega átakalaust fyrir sig. Það kom mönnum í fjármálalífinu á óvart að Ís- landsbanki sækti svo kröftuglega í út- rás. Flestir töldu að Íslandsbanki væri svifaseinastur af íslensku bönkunum þremur og kaup bankans á Kreditt- banken vöktu kátínu hjá samkeppnis- aðilum bankans og þóttu benda til þess að markið væri ekki sett hátt. Annað kom á daginn og í lok árs stendur Ís- landsbanki sterkur. Hæfileikar Bjarna hafa aldrei verið dregnir í efa á markaðinum en auk þess að vera einstaklega glöggur og rögg- samur stjórnandi hefur margoft komið í ljós að hann getur varið stöðu sína og styrkt jafnvel þegar harðvítugt valda- brölt á sér stað í hluthafahópnum. Björgólfur Guðmundsson Stjórnarformaður Landsbankans gerði sér lítið fyrir í fyrri hluta árs og leysti upp Eimskipafélag Íslands og gerði það að dótturfélagi í Burðarási. Hann seldi útgerðarhlut fyrirtækisins með góðum hagnaði til fjárfesta víða um land. Landsbankinn hefur stækkað gríðar- lega á undanförnum árum og náð til sín stöðugt stærri hlut á íslenska markaði- um. Björgólfur hefur boðað sóknar- bolta í viðskiptum sínum og það hefur gengið eftir hingað til þótt Landsbank- anum hafi ekki enn tekist að fóta sig al- mennilega í útrás þrátt fyrir góðan vilja. Þótt verkaskipting sé nokkuð skýr á milli þeirra feðga Björgólfs og Björgólfs Thors er vart hægt að horfa á umsvif annars án þess að setja í samhengi við það sem hinn gerir. Fjárfestingar Burðaráss í fjármálafyrrtækjum í Sví- þjóð og Englandi kunna því að verða viðfangsefni Landsbankans áður en langt um líður. Magnús Scheving Það er ekki víst að fyrir tíu árum hefðu margir veðjað á að hinn snoppufríði fimleikakóngur ætti eftir að skipa sér á bekk með helstu frumkvöðlunum í ís- lensku viðskiptalífi. Magnús hefur hins vegar sýnt og sannað að hann er hug- myndaríkur rithöfundur, liðtækur leik- ari og harðsnúinn viðskiptamaður. Annálaður dugnaður og elja Magnúsar hafa gert honum kleift að nýta hina fjölmörgu hæfileika sína til þess að skapa grundvöllinn að því sem gæti orðið að alþjóðlegu æði - Latabæ. Þótt heimur Magnúsar sé ekki hlutabréfakaup eða yfirtökur á erlend- um fyrirtækjum hefur árangur hans vakið mikla athygli og aðdáun þeirra sérfræðinga sem Fréttablaðið leitaði til. Árangur hans í Bandaríkjunum er helst nefndur til sögunnar en einn viðmæl- andi blaðsins tók sérstaklega fram að hið jákvæða hugarfar sem endurspegl- ast hvort tveggja í viðskiptum og hug- verkum Magnúsar gæti fleytt mönnum langt í hvaða bransa sem er og því væri Magnús góð fyrirmynd fyrir íslenska athafnamenn. Jón Ásgeir Jóhannesson Forstjóri Baugs er vafalítið umtalaðasti kaupsýslumaður landsins síðustu árin. Undir hans forystu hefur Baugur orðið einn helsti fjárfestir í smásölu í Norður- Evrópu. Einkum eru umsvifin mikil í Bretlandi og nú líður vart sá dagur að fyrirtækið sé ekki orðað við risasamn- inga þar í landi. Kaup Baugs á Big Food Group eru stærsta útrásarverkefni Ís- landssögunnar og með þeim stimplar Jón Ásgeir sig rækilega inn í breskt við- skiptalíf. Honum eru nú allir vegir færir þar sem hann nýtur mikils trausts hjá fjármálastofnunum á borð við Bank of Scotland sem líklegar eru til þess að styðja við frekari útrás fyrirtækisins. Í maí keypti Baugur skartgripa- keðjuna Goldsmiths á um fjórtán milljarða. Baugur keypti svo keðjuna Karen Millen í júní á tæplega sextán milljarða. Baugur seldi hlut sinn í House of Fraser og tók inn um millj- arð í hagnað á þeim viðskiptum. Í nóv- ember gekk Baugur frá kaupum á verslunarkeðjunni MK One fyrir sjö milljarða. Jón Ásgeir hefur hins vegar haldið áfram að draga sig út úr fjárfestingum á Íslandi. Í byrjun árs seldi hann hlut sinn í Flugleiðum og hlutur Baugs í Hög- um, sem rekur Hagkaup, Bónus og fleiri verslanir, hefur farið minnkandi. thkjart@frettabladid.is Á árinu sem er að líða hafa íslensk fyrirtæki verið stórtæk- ari í fjárfestingum og útrás en nokkru sinni fyrr. Tvær risastór- ar yfirtökur í Bretlandi eru við það að klárast. Bakkavör kaupir Geest og Baugur kaupir Big Food Group. Báðir þessir samningar eru yfir hundrað milljarða virði. Í Danmörku gerðu Íslendingar strandhögg með kaupum á FIH bankanum, sem KB banki keypti fyrir um 90 milljarða, og Baugur, Straumur og Birgir Þ. Bieltvedt keyptu krúnudjásn danskrar verslunar - Magasin du Nord. Baugur keypti einnig nokkrar breskar matvöruversl- anir. Þá keypti SÍF franska mat- vælaframleiðandann Labeyrie Group, Burðarás hefur á síð- ustu mánuðum keypt stöðugt stærri sneiðar af sænska fjár- festingarbankanum Carnegie og fyrirtæki sem lúta forystu Björgólfs Thors Björgólfs- sonar hafa fjárfest fyrir tugi milljarða í fjarskiptafyrirtækj- um í Búlgaríu og Tékklandi. Í lok ársins gekk Íslandsbanki frá kaupum á norska BN bank- anum sem kostaði á fjórða tug milljarða. Þetta eru aðeins nokkur af þeim skrefum sem íslensk fyrir- tæki og íslenskir fjárfestar hafa tekið á árinu. Það er því óhætt að segja að úr vöndu hafi verið að ráða fyrir hóp sérfræðinga sem Fréttablaðið fékk til þess að tilnefna menn ársins í íslensku viðskiptalífi. Alls voru um tuttugu manns nefndir til sögunnar en niðurstaðan var nokkuð afgerandi hvað varðar efstu sætin. VIÐSKIPTAMENN ÁRSINS F2 10 30. desember 2004 FIMMTUDAGUR 10. sæti 9. sæti Ágúst Guðmundsson (t.v.) er í tíunda sæti í vali á viðskiptamanni ársins. Hann hefur ásamt Lýði bróður sínum byggt upp eitt öflugasta fyrirtæki landsins. 4. sæti Björgólfur Guðmundsson Stjórnarformaður Landsbankans gekk í mörg verkefni í ár. Meðal annars seldi hann rekstur Eimskips í sjávarútvegi og færði rekstur óskabarns þjóðarinnar undir Burðarás. 3. sæti Magnús Scheving Einn áhugaverðasti frumkvöðull í íslensku viðskiptalífi á síðustu árum. Hann hefur nýtt hugmyndaauðgi, bjartsýni og starfsþrek til að leggja grunn að umfangsmiklu afþreyingarfyrirtæki. 2. sæti Jón Ásgeir Jóhannesson Umsvif hans í Bretlandi eru orðin svo mikil að hann er nú talinn fjórði áhrifamesti maðurinn í breska tískuheiminum. Kaupin á Big Food Group eru umfangsmesta útrás- arverkefni sem Íslendingar hafa staðið fyrir. 7. sæti Hreiðar Már Sigurðsson Forstjóri KB banka sér um daglegan rekstur í hinni sívaxandi samsteypu. 6. sæti Kenneth Peterson Eini útlendingurinn sem kemst á listann. Hann þykir hafa hagnast vel á viðskipt- um hér á landi og segist alltaf hafa aug- un opin fyrir nýjum tækifærum. 5. sæti Bjarni Ármannsson Vel heppnuð útrás Íslandsbanka í lok ársins kom á óvart enda höfðu flestir talið að í Íslandsbanka væru menn of uppteknir af valdatafli í hluthafahópn- um til að huga að slíkum verkefnum. Guðmundur Kristjánsson Hann fetar ekki troðnar slóðir í útgerð sinni en þykir kraftmikill og áræðinn í viðskiptum og lætur ekki pólitíkina flækjast um of fyrir sér. 8. sæti Pálmi Haraldsson Pálmi í Feng er orðinn mjög stór hlut- hafi í Högum og mun veita Iceland-keðj- unni í Bretlandi forystu eftir að kaup Baugs ganga í gegn. 10-11-F2 lesið 29.12.2004 14:11 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.