Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 40
Árið 2003 var ár uppstokkunar íeignarhaldi íslensks viðskipta-lífs og angar þeirra hræringa teygðu sig inn í árið 2004. Ársins 2004 verður þó fremur minnst fyrir útrás íslensks viðskiptalífs, en nokkur stór skref voru tekin í útrásinni á árinu. Íslandsbanki auglýsti af miklum krafti við upphaf ársins gengisbundin húsnæðislán. Kynning bankans á þessum lánum markaði upphaf innrásar bankanna á íbúðalánamarkað. Í árslok er landslagið á lánamarkaði gjörbreytt frá því sem það var í upphafi árs. Íslenskum almenningi stendur nú til boða lán á lægri vöxtum en áður hefur þekkst hér á landi. Heimamannahasar Strax í byrjun árs hófu eigendur Lands- bankans að vinna úr þeim eignum sem féllu þeim í skaut á haustmánuðum. Sala sjávarútvegshlutans, Brims, hófst þegar í janúar. Það söluferli var ekki án árekstra. Innan hópsins var tekist á um leiðir. Magnús Gunnarsson, stjórnar- formaður Eimskipafélagsins, man tím- ana tvenna í viðskiptalífinu. Hann vildi taka tillit til heimamanna á hverjum stað við söluna, án þess að arðsemis- sjónarmið vikju. Bankastjóri Lands- bankans, Sigurjón Þ. Árnason, er af annarri kynslóð og var ófeiminn við að stíga á tær ef svo bar undir. Mestu læt- in urðu í söluferli Skagstrendings, þar sem heimamenn töldu Sigurjón ætla að valta yfir sig. Við lokafrágang viðskipt- anna kröfðust heimamenn þess að Sigurjón héldi sig fjarri. Akureyringar kættust lítt þegar ljóst varð að Guðmundur Kristjánsson frá Rifi á Snæfellsnesi myndi kaupa Út- gerðarfélag Akureyringa. KEA hafði boðið í ÚA, en boðið þótti of lágt til þess að heimamannarök gætu réttlætt að selja þeim það á því verði. Salan á Haraldi Böðvarssyni gekk hins vegar betur fyrir sig, þótt tekist væri á. Grandi keypti HB ásamt fjölskyldu Haraldar Böðvarssonar. Úr því varð stærst útgerð- arfyrirtæki landsins. Eftir viðskiptin var það mál manna að reynt hefði á alla kosti Magnúsar Gunnarssonar sem þekktur er fyrir að geta náð ásættanlegri niðurstöðu milli ólíkra manna og mál- efna. Magnús var ekki samstíga helstu eigendum Eimskipafélagsins varðandi framtíð þess. Hann vildi skipta félaginu í tvö félög - Burðarás og Eimskipafélag Íslands. Niðurstaðan varð sú að Eimskipafélagið varð dótturfélag Burðararáss og Ingimundur Sigurpáls- son lét af störfum sem forstjóri. Innrás á húsnæðislánamarkað Stóru sölufyrirtækin í sjávarútvegi SH og SÍF voru í sviðsljósinu. Sameining félaganna hafði lengi verið áhugamál bankanna og stórra eigenda. SÍF keypti fimmtungshlut í SH og setti tvo menn í stjórn. Endir var bundinn á vangaveltur um sameiningu fyrirtækjanna þegar SÍF tók frumkvæði, seldi hlut sinn í SH og keypti franska fyrirtækið Labeyrie í októberlok. Þar með skipti SÍF um kúrs og ljóst að sameining við SH var endan- lega út úr myndinni. Alþingi stöðvaði kaup KB banka á SPRON með lagasetningu. Lögin voru, og eru, umdeild og margir þeirrar skoðunar að sparisjóðir muni eiga erfitt uppdráttar í aukinni samkeppni á fjár- málamarkaði. Innkoma bankanna á íbúðalánamarkað þykir gera stöðu sparisjóðanna enn erfiðari. KB banki lækkaði vexti af íbúðalánum í 4,4 pró- sent í lok ágúst og hratt með því af stað harðri samkeppni bankanna við Íbúða- lánasjóð. Íbúðalánasjóður svaraði með því að lækka sína vexti. Sjóðurinn fékk einnig heimild til að veita 90 prósenta lán til íbúðakaupa. Íslandsbanki svaraði með því að bjóða 100 prósent lán. Íbúðakaupendum dagsins í dag bjóðast því 100 prósent lán á 4,15 prósenta vöxtum. Ekki verður séð fyrir endann á baráttu á íbúðalánamarkaði, en jafnljóst að fjármálafyrirtæki eru misjafnlega í stakk búinn til að takast á við sam- keppnina. Fjármálaeftirlitið lýsti yfir áhyggjum af því að sum fjármála- fyrirtæki hefðu ekki undirbúið sig nægjanlega vel varðandi þessi útlán og boðar eftirlitið að fylgst verði með eiginfjárstöðu og styrk fjármálafyrir- tækja á komandi ári. Hörður hættir Nýr banki bættist í hópinn þegar Straumur fékk bankaleyfi. Straumur varð áberandi í hræringum viðskipta- lífsins árið á undan þegar Landsbank- inn og Íslandsbanki bitust um völdin. Straumur valdaði mikilvæga reiti á skákborði uppstokkunar á eignarhaldi nokkurra stærstu fyrirtækja landsins. Janúar var ekki úti þegar Straumur var búinn að selja stærstu eign sína úr upp- gjöri ársins á undan. Hannes Smárason og Jón Helgi Guðmundsson keyptu hlut Straums í Flugleiðum. Fyrir voru í hluthafahópnum Baugur og Fengur, félag Pálma Haraldssonar. Leiðir Hannesar og Jóns Helga skildi og Hannes keypti hlut Jóns Helga í Flug- leiðum. Áður höfðu Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson gengið úr stjórn eftir að hafa selt sína hluti. Hannes Smárason fer nú í forystu Flugleiða. Meðal áherslubreytinga sem má greina með innkomu hans er frekari þátttaka í fjárfestingum. Þar ber hæst kaup Flugleiða á hlut í lággjaldaflug- félaginu easyJet. Á aðalfundi Flugleiða lét Hörður Sigurgestsson af störfum fyrir félagið eftir áratuga starf. Með því hætti hann beinum afskiptum af ís- lensku viðskiptalífi eftir áratuga setu sem einn áhrifamesti einstaklingurinn í íslensku viðskiptalífi. Fleiri voru á flugi. Magnús Þorsteinsson, viðskiptafélagi Björgólfs- feðga bætti við eign sína í Atlanta og stjórnar félaginu. Atlanta og Íslands- flug voru sameinuð og úr varð sterkt leiguflugfélag með flugflota sem er með helstu gerðir flugvéla háloftanna. Í hópnum er einnig Excel Airways. Í október var tilkynnt að fyrirtækin myndu starfa undir sama hatti. Avion er nafn móðurfélagsins sem stefnt er á markað þegar stærstu eigendur telja hagstæðan tíma fyrir skráningu. Líklegt er að af því gæti orðið með vorinu. Lyf og hlutabréfaheilsa Annað félag sem stefnir að skráningu er Actavis. Þar er stefnan sett á Kaup- höllina í London. Tilkynnt var um frestun skráningar fram á næsta ár. Ástæðan var sögð sú að alþjóðleg reikn- ingsskil verða tekin upp í Bretlandi á næsta ári. Ef skráning hefði orðið fyrir áramót hefði Actavis þurft að færa bók- hald sitt samkvæmt breskum reiknings- skilavenjum þrjú ár aftur í tímann. Actavis hóf árið með miklum hvelli þegar sex breiðþotur hófu sig á loft með lyf félagsins sem var á leið á markað í Evrópu. Verðmæti farmsins var 2,6 milljarðar. Félagið hafði verið há- stökkvari ársins 2003 á hlutabréfamark- aði og eymdi eftir af spennunni í kring- um félagið. Bréf félagsins hækkuðu um tvöfalt verðmæti farmsins eftir að frétt- irnar birtust. Spennan í kringum Actav- is fór minnkandi á árinu og frá áramót- um hefur gengi hlutabréfanna lækkað. Ef Actavis var gleðigjafi spákaup- manna árið 2003, þá voru bankar og fjár- festingarfélög í uppáhaldi þetta árið. Atorka, Straumur, Burðarás og bankarn- ir um það bil tvöfölduðu gengi bréfa sinna. Atorka þrefaldaði það reyndar. Auk þess hækkuðu Jarðboranir hraust- Að baki er tíðinda- mikið ár hræringa og útrásar í íslensku viðskiptalífi. Íslensk- ir kaupsýslumenn vekja sífellt meiri at- hygli erlendis fyrir kaup sín á fyrirtækj- um. Vöxtur og bjartsýni einkenndu árið. Hlutabréfa- markaðurinn hik- staði í október og árangurinn af út- rásinni mun ráða því hvort hann muni taka flugið á ný. Árið var áfallalítið í viðskiptalífinu og sigrarnir fleiri og stærri en ósigrarnir. Ný kynslóð hefur verið að hreiðra um sig í íslensku við- skiptalífi og ætlar sér stóra hluti. F2 14 30. desember 2004 FIMMTUDAGUR Eignir seldar Björgólfi Guðmundssyni og samstarfsmönnum hans tókst að selja sjávarútvegshluta Eimskipafélagsins hraðar og fyrir hærra verð en flestir bjuggust við. Á aðalfundi Eimskipafélagsins var nafni móðurfélagsins breytt í Burðarás. Björgólfur Thor Björgólfsson tók við stjórnarformennsku af Magnúsi Gunnarssyni og boðaði að félagið myndi auka áhersluna á erlendar fjárfestingar. Kátir á hluthafafundi Karl Wernersson, Einar Sveinsson og Bjarni Ármannsson voru kátir á hluthafafundi Íslands- banka. Karl hafði haft frumkvæði að því að draga úr völdum Lífeyrissjóðs Verslunar- manna í bankanum. Skömmu eftir hluthafafundinn tilkynnti bankinn um fyrirhuguð kaup á BN bank í Noregi. Við það stækkar Íslandsbanki til muna og eykur sóknarfæri sín. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ / PJ ET U R ÚTRÁSARÁRIÐ 14-15-F2lesið 29.12.2004 13:43 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.