Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 44
F2 18 30. desember 2004 FIMMTUDAGUR FRAMHALD VIÐSKIPTAÁRIÐ GERT UPP Árið 2004 hefur verið ár umbreytinga hjá Íslandsbanka. Áhersla hefur verið lögð á að auka hagræði viðskiptavina með samþættingu á vátrygginga- og bankaþjónustu og gera þeim kleift að hafa öll fjármálin á einum stað með auknu vöruframboði og víðtækari þjón- ustu. Umsvif hafa aukist í fyrirtækja- ráðgjöf og viðskiptabankaþjónusta verið afmörkuð frá annarri þjónustu með skýrari hætti. Þá hefur sókn inn á húsnæðislána- markaðinn hafist af fullum þunga. Ís- landsbanki hóf samkeppnina við Íbúða- lánasjóð í upphafi árs með óverðtryggð- um húsnæðislánum í íslenskum krónum og húsnæðislánum í erlendri mynt. Eft- ir að bankarnir hófu að bjóða verðtryggð lán á samkeppnishæfum kjörum við Íbúðalánasjóð bauð Íslandsbanki hús- næðislán með 100% veðsetningarhlut- falli. Það kemur einkum ungu fólki til góða eins og kemur fram í könnun sem Gallup gerði fyrir Íslandsbanka, en þar kemur fram að yfir fjórðungur íbúðar- eigenda á aldrinum 25 til 40 ára átti ekkert eigið fé við kaup á fyrstu íbúð og þurfti því að fjármagna kaupin með óhagstæðum skammtímalánum. Á erlendum vettvangi hefur Íslands- banki staðið í stórræðum. Áhersla hefur verið lögð á ytri vöxt og starfsemin end- urskipulögð með það í huga. Starfsemi útibúsins í London hefur verið efld og ákveðið að stofna banka í Lúxemborg, en hvort tveggja er liður í sókn Íslands- banka á Norðurlöndum, einkum í Noregi og í Danmörku. Við höfum skilgreint Ísland og Noreg sem okkar heimamarkað. Með kaupum á Kredittbanken hefur Íslands- banki hreiðrað um sig í höfuðstað norsks sjávarútvegs í Álasundi, sem einnig er stórt útflutningssvæði. Í lok ársins réðst Íslandsbanki svo í kaup á BN banka, fjórða stærsta viðskiptabanka Noregs, og er nú beðið samþykkis norskra yfirvalda eftir að meira en 98% hluthafa hafa samþykkt sölu á bréfum sínum til Íslandsbanka. Það er ánægju- legt að viðtökur almennings og við- skiptalífsins í Noregi hafa verið afar góð og umfjöllun í fjölmiðlum jákvæð. Bæði stjórn Kredittbankans og stjórn BN bankans mæltu með viðskiptunum við Íslandsbanka. Með kaupunum tvöfaldast inn- og útlán Íslandsbanka, sem eykur áhættu- dreifingu bankans, auk þess sem Ís- landsbanki hefur þá haslað sér völl á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði í Noregi. Til að fjármagna kaupin á BN banka og styrkja eiginfjárstöðu bank- ans vegna mikils innri vaxtar í útlánum hóf Íslandsbanki hlutafjárútboð 17. desember sem lýkur 4. janúar, en fyrri hlutafjárútboð bankans á árinu gengu afar vel. Næsta ár á eftir að verða viðburða- ríkt í íslensku viðskiptalífi, ekki síður en árið sem er að líða. Útrás stærstu fyrir- tækjanna mun halda áfram og vænt- ingar eru um áframhaldandi góðan hagvöxt og aukinn kaupmátt. Ytri að- stæður verða að líkindum erfiðari og ósennilegt að hlutabréfamarkaðurinn gefi jafn vel af sér og á árinu sem er að líða. Allt mun þetta þó grundvallast á verðmætasköpun í fyrirtækjunum til lengri tíma. Mikilvægt er því að rekstr- arumhverfið sé sem hagfelldast og að fyrirtækin sjálf setji sér agaðar starfs- reglur. Jákvæð skref voru stigin í þá átt á þessu ári. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka: Ánægjulegar viðtökur við kaupum í Noregi Útrás í árslok Bjarni Ármannsson stýrði kaupum á norska BN bank í árslok. Kaupin hafa fengið góðar undirtektir hér heima og í Noregi. Hann býst við erfiðara rekstrarumhverfi og að hlutabréfamarkaður gefi minna af sér en á liðnu ári. Árið 2004 var mjög viðburðaríkt og minnisstætt. Mörg af öflugustu fyrir- tækjum landsins stækkuðu verulega og sóttu inn á erlenda markaði til að efla starfsemi sína. Sá vöxtur var að miklu leyti fjármagnaður með útgáfu nýs hlutafjár á innlendum markaði, tíð hlutafjárútboð einkenndu árið. Skilyrði á innlendum fjármagnsmarkaði voru jafnframt mjög hagfelld og verðmæti fyrirtækja í Kauphöll Íslands hækkaði mikið. Einnig settu svip sinn á árið töluverðar breytingar á eignarhaldi í mörgum stórum fyrirtækjum samhliða innkomu nýrra fjárfesta á markaðinn í kjölfar hlutafjárútboða. Almennt má segja að bjartsýni hafi einkennt við- skiptalífið. Hvað varðar Straum Fjárfestingar- banka var árið 2004 í senn viðburðaríkt og hagstætt og óhætt er að segja að árið marki tímamót í sögu félagsins. Í upp- hafi árs fékk Straumur starfsleyfi sem fjárfestingarbanki og er því fyrsta starfs- ár Straums í fjárfestingarbankastarfsemi að baki. Uppbygging Straums hefur gengið vel og má sem dæmi nefna að á fyrstu níu mánuðum ársins 2004 fóru heildareignir bankans úr 22,5 milljörð- um í tæplega 68,5 milljarða, sem er aukning um 204%. Á komandi ári mun halda áfram uppbygging á fjárfestingarbankastarf- semi bankans og vænti ég þess að árið 2005 verði Straumi og hluthöfum hans hagstætt. Straumur hefur sterka fjár- hagsstöðu sem gefur bankanum tækifæri til sóknar og stækkunar, bæði innan- lands og erlendis. Því get ég ekki annað en verið bjartsýnn á komandi ár. Ég tel að framundan séu mikil tæki- færi fyrir íslensk fyrirtæki, bæði til útrás- ar og eins hér heima. Næsta ár getur orðið viðburðaríkt líkt og það sem nú er líða. Útrás síðustu missera skýtur stoð- um undir frekari landvinninga og aukna verðmætasköpun íslenskra fyrirtækja. Hér heima liggja tækifærin víða, enda er íslenskt atvinnu- og viðskiptalíf nú fjöl- breyttara en nokkru sinni fyrr. Við höf- um séð markaðinn hér heima þróast og eflast á síðustu misserum. Þá verður ekki annað séð en að sú öra þróun sem orðið hefur á skuldabréfamarkaðnum á þessu ári haldi áfram. Ég met horfur fyrir árið 2005 góðar. Efnahagslífið einkennist af miklum krafti og fyrirséð að hagvöxtur verður með mesta móti. Áfram skiptir þó mestu máli að stöðugleiki ríki í efna- hagslífinu. Aðilar vinnumarkaðarins, einstaklingar og hið opinbera verða að axla sína ábyrgð á því að varðveita stöð- ugleikann. Stöðugleikinn er grundvöllur áframhaldandi verðmætasköpunar. Við getum ekki horft framhjá því að íslenska hagkerfið er hluti af efnahags- kerfi heimsins og allar sveiflur þar munu hafa áhrif hér á landi. Ég tel að íslenskt efnahags- og viðskiptalíf hafi sjaldan verið betur í stakk búið til að mæta ytri áföllum, einkum vegna þess að fjöl- breytni og styrkur íslenskra fyrirtækja hefur aukist til mikilla muna og aðlög- unarhæfni efnahagslífsins eftir því. Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums fjárfestingarbanka: Fjölbreytni viðskiptalífsins aldrei verið meiri Árið 2004 var að mörgu leyti gjöfult fyrir Baug Group. Á árinu höfum við leitast við að færa áherslu okkar frá Ís- landi til Bretlands, sérstaklega vegna þeirra tækifæra sem við sjáum þar til að ávaxta fé okkar. Þrátt fyrir þó nokkra eignasölu hérlendis þá voru sumar af eignum okkar umdeildar, sérstaklega þær sem snerta fjölmiðla. Það væri hins vegar að æra óstöðugan að fara ítarlega í þá umræðu. Ég tel þó að betra sé að fjölmiðlar séu í eigu sterkra sýnilegra eigenda en veikra sem selja sálu sína fyrir næstu heilsíðu. Þá þótti mér merkilegt þegar ríkis- fyrirtækið Síminn keypti Skjá 1og fór þar með í samkeppni við RÚV. Skemmtilegt til þess að hugsa að 60 dögum áður höfðu sömu menn og tóku þá ákvörðun farið hamförum um að markaðsráðandi fyrirtæki mætti ekki eiga meira en 10% í fjölmiðli. Eins og fyrr greinir lögðum við áherslu á Bretlandsmarkað. Mosaic keypti Karen Millen og Wisthles, og Baugur keypti ráðandi hlut í Goldsmiths og Mk-One. Við seldum einnig nokkrar af eignum okkar á ár- inu. Þar ber hæst Flugleiðir, Lyfja, Vörður, Skífan og BT. Í Bretlandi seldum við eignarhlut okkar í House of Fraser . Kaupin á Magasín voru eftirminni- leg, ekki bara vegna þess að það voru góð kaup, heldur vegna þess hvað það fór í taugarnar á sumum Dönum að örverpið Ísland hefði keypt þjóðar- djásnið af Dönum. Ekki nóg með það, þá höfðu Íslendingarinir áttað sig á hversu verðmætar eignir félagsins voru. Líklegast var ég sárastur á árinu, en samgladdist um leið, félaga Philip Green þegar hann greiddi sér 65 millj- arða í arð út úr Arcadia, félaginu sem ég færði honum á silfurfati. Hlutur Baugs hefði verið 50% af þeirri upphæð ef ekki hefði komið til lögregluinnrásar sem spilllti því fyrir Baugi. Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði. Við höfum nú gert óafturkallanlegt til- boð í Big Food Group, sem er gott fyrir land og þjóð. Við ættum að geta lækkað verð á innflutum vörum um 1-3% á næstu 12 mánuðum ásamt því að innlendir hluthafar munu hagnast vel gangi áætlanir eftir. Svíþjóð á IKEA og H&M. Við íslendingar eigum í dag fræg vörumerki eins og Hamleys, Oasis, Karen Millen, Booker og Magasin du Nord. Mér fannst stórgaman að því þegar starfs- stúlka í Magasín kom til mín og sagði „hvernig segi ég God Jul á íslensku“, ég spurði hvers vegna hún spyrði að því: „Nú það koma Íslendingar í hrönnum og segjast eiga búðina...“ Að undanförnu hefur orðið til á Íslandi ótrúlega kraftmikill hópur manna sem ætla sér stóra hluti á er- lendum mörkuðum. Í dag er þetta um það bil 12 til 14 manna hópur: Bakka- vör, Björgólfsfeðgar, KB banki með Hreiðar Má og Sigurð Einarsson, Ólafur Ólafsson í Samskipum, Þorsteinn Már í Samherja, Össur, Kári Stefánsson, Hannes Smárason og Flugleiðir, Baltasar Kormákur og Magnús Scheving. Ef okkur ber gæfa til að stækka þennan hóp er Ísland í góðum málum og þarf engan þorsk. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs: Baugur varð af 30 milljörðum Boðar lækkað vöruverð Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir íslenska neytendur munu njóta stærðar fyrirtækisins eftir kaup á Big Food Group. Hann gerir ráð fyrir að vöruverð geti lækk- að hjá fyrirtækinu um eitt til þrjú prósent vegna kaupanna í Bretlandi. Tækifærin víða Þórður Már Jóhannesson segir tækifærin víða að finna í viðskiptalífinu, bæði innan- lands og utan. Sterk fjárhagsstaða Straums gefi honum tækifæri til sóknar og vaxtar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M 18-19-F2lesið 29.12.2004 14:23 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.