Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 50
F2 24 30. desember 2004 FIMMTUDAGUR á Hótel Örk Fjáröflunardansleikur Zontaklúbbs Selfoss til styrktar Geðhjálp á Suðurlandi 8. janúar 2005 Dansleikurinn hefst klukkan 19.00 með fordrykk. Glæsilegur fimm rétta hátíðarkvöldverður. Dansleikur með hljómsveit hússins til 03.00. Veislustjóri: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Einsöngvari: Guðrún Ingimarsdóttir. Undirleikur: Anna Guðný Guðmundsdóttir Einleikur á fiðlu: Sigrún Eðvaldsdóttir Hljómsveit: Veislutríóið ásamt Sigrúni Eðvaldsdóttur spilar milli 20.00 og 24.00. Matseðill: Humar og hörpuskelsmús með ástríðualdinsósu og steinseljufrauði. * Villisveppa cappuchino. * Vatnsmelónu carpaccio með ávaxtatartar og mintu. * Andabringa gljáð með mandarínu og engifer, framreidd með kryddsoðinni kartöflu og seljurótarkremi ásamt aprikósupiparsósu og ristuðum fennel. * Súkkalaðiturn á vanillugrunni með pistasiuhnetum. Verð með gistingu: 10.100,- kr. á mann í tvíbýli. Verð án gistingar: 6.800,- kr. Pantanir í síma 483 4700, info@hotel-ork.is Hvaða matar gætir þú síst ver- ið án? Ég er alin upp við að borða fisk tíu sinnum í viku og því gæti ég alls ekki lifað án hans. Svo er hann svo léttur og góður og inniheldur mikið af ómega fitusýrum sem eru svo hollar. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Já, ég verð að viðurkenna það. Ég get ekki hugsað mér að borða súrmat, mér finnst hann ekki góður. Annars er ég svo mikill matgæðingur að mér finnst fátt vont. Fyrsta minningin um mat? Þegar ég var krakki bjó ég á Eskifirði. Í löngu frímínútum hljóp ég alltaf heim til ömmu og fékk hjá henni bakkelsi. Þetta skilur eftir sig góðar minningar. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Þær eru svo margar. Það besta sem ég fæ að borða er saltfiskurinn sem mað- urinn minn eldar handa mér. Þetta er saltfiskur á spænska vísu, steiktur upp úr hveiti, salti og pipar með fullt af hvítlauk. Saltfiskurinn er borinn fram með rjómalagaðri kartöflumús og rauðvíni. Það er allt gott við þennan rétt. Hvað borðar þú þegar þú þarft að láta þér líða betur? Súkkulaði. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Núna kemst ég ekki af nema að eiga nýja skyrdrykkinn í ís- skápnum. Ég kaupi skyrdrykkinn alltaf með mangó og ástaraldinum því mér finnst hann bestur. Ég fer varla út úr húsi án þess að fá þennan drykk. Nú, svo er alltaf til ostur í ísskápnum. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvaða rétt myndir þú taka með þér? Ég myndi taka með mér íslenska kjöt- súpu því hún endist svo lengi. Matgæðingurinn Dröfn Þórisdóttir, útgáfustjóri Vöku-Helgafells Myndi taka kjötsúpu með á eyðieyju Hvar og hver? Vegamót, Vega- mótastíg 4, 101 Reykjavík Hvernig er stemningin? Vegamót hafa verið þekktust fyrir að vera vin- sæll djammstaður meðal háskóla- nema og unga fólksins. Staðurinn hefur engu að síður verið að leggja meiri áherslu á að bjóða viðskipta- vinum sínum upp á góðan mat, enda staðurinn vel staðsettur á Laugaveg- inum. Staðurinn hefur því tvö andlit, um helgar býður hann upp á plötu- snúða og stanslaust stuð, en strax um morguninn er hann orðinn að veit- ingastað. Vegamót bjóða upp á „take away“ þjónustu, sem staðsett er við hliðina á staðnum, og veitir sú þjón- usta tíu prósenta afslátt. Matseðillinn Matseðillinn sam- anstendur af nokkuð fjölbreyttum réttum og er maturinn vel útilátinn, þannig að enginn fer svangur heim. Hægt er að fá bæði girnilegar steikur, glóðarsteikta hamborgara, pasta rétti og samlokur. Staðurinn hefur í sam- vinnu við Arnar Grant, fitnessmeist- ara sett upp sérstakan heilsuréttamat- seðil sem samanstendur af sjö heilsu- samlegum réttum. Vinsælt Glóðarsteikti alvöru ham- borgarinn ætti ekki að svíkja neinn og fylgja franskar með. Hægt er að fá hann í tveimur stærðum, 120 gr og kostar hann þá 990 krónur og 200 gr. sem kostar 1190. Réttur dagsins Réttur dagsins er alltaf nýr og hægt er að fá sendar upplýsingar um hver hann er hverju sinni, með því að skrá sig á póstlista á heimasíðu Vegamóta. Er verðið á honum frá 1090 kr. til 1290 kr. og fylgir súpa með. „Australiaís Top Drop“ eða „Ofursopi Ástralíu“ er vínið Jacobís Creek nefnt af andfætlingum okkar en það er langvinsælasta vínið frá þeirri heimsálfu. Philip Laffer, víngerðarmaðurinn á bak við Jacobís Creek, var nýverið valinn víngerðarmaður Ástralíu en hann þykir í hópi helstu víngerðarmanna heims. Eitt helsta stolt hans er freyðivínið Jacob´s Creek Sparkling Chardonnay-Pinot Noir. Það er framleitt samkvæmt hefðbundnu kampavínsaðferðinni en má auðvitað ekki heita kampavín frekar en önnur freyðivín sem framleidd eru utan Champagne-hér- aðs. Laffer heldur fast í hefðirnar og notar sömu þrúgur og í klassískum kampavínum. Vínið er föl- grænt, frekar létt, ferskt með fínlegum ávexti og léttristuðum tónum. Það verður að teljast ákaflega góð kaup og með betri freyðivínum sem fást í Vín- búðum hérlendis. Verð í Vínbúðum 1.130 kr. Vegamót Tveggja andlita staður Freyðivín í kampa- vínsstíl Kampavín hefur löngum verið talið drykkur allsnægta og munaðar og er dreypt á því til sérstakra hátíðarbrigða. Hið eina sanna kampavín á rætur að rekja aftur til átjándu aldar og var fundið upp fyrir slysni. Varð það með þeim hætti að franski munk- urinn Dom Pérignon var að brugga, eins og guðs og and- ans menn gerðu í þá tíð, en sökum mistaka í gerjunarferli komu fram loftbólur í víninu. Á átjándu öld átti vín að vera flatt eins og tíðkast enn. Gerði munkurinn allt hvað hann gat til þess að fjarlægja loftbólurnar úr víninu sem hann var að búa til – en tókst ekki. Sagan segir að Dom Pérignon hafi sagt: „Ég drekk stjörnur!“, þegar hann smakkaði freyðandi vínið í fyrsta sinn. Í stað þess að reyna að fjarlægja loftbólurnar úr víninu fann Dom Pérignon þess í stað aðferð til þess að gera vínið tært og drykkjar- hæft og fljótlega varð það eftirsótt meðal franskra aristókrata. Kampavín er framleitt með því að nota aðferð sem kallast á frummálinu „Met- hode Champenoise“, eða einfaldlega kampavínsaðferð- in sem byggist á tvöfaldri gerjun. Kampavín er geymt á sama hátt og annað vín, á myrkum og rökum stað við kjörhitastig nálægt 13 gráðum. Flöskurnar á að geyma á hliðinni svo korkurinn ofþorni ekki. Kampavín á hins vegar að bera fram örlítið kaldara en það, eða um 7 gráðu heitt – sem er rétt rúmlega ísskápshiti. Aldrei ætti þó að geyma kampavín í ísskáp lengur en nokkra daga. Bera á kampavín fram í háum, grönnum glösum – ekki lágum og víðum eins og sumir halda, því þá fara loft- bólurnar of fljótt úr víninu og bragðgæðin versna. Til eru margar gerðir kampavíns. „Brut“ er þurrast og er hefð fyrir því að drekka kampavín „brut“. Ef ætlunin er að drekka frábært kampavín er algjörlega nauðsynlegt að velja „brut“. „Extra-dry“ er ögn sætara en „brut“, „sec“ er sætt og „demi sec“ er enn sætara. Flöskur merktar árgangi vínsins, eða „vintage“ kampavín, eru eins og önnur vín aðeins gerð úr einni árgerð af þrúgum. Flöskur sem ekki eru merktar árgangi eru gerðar úr fleiri en einum árgangi af vínþrúgum. Champagne er hérað í Frakklandi og með réttu má einungis kalla vín sem þaðan eru upprunin „kampavín“. Öll önnur freyðandi vín á hins vegar að kalla freyðivín. Fleiri þjóðir en Frakkar framleiða þó freyðandi vín. Spánverjar kalla freyðivín sín „Cava“ eða „Cellar“, Suður-Afríkubúar nota heitið „Cap Classique“ eða „Cape Classic“. Þjóð- verjar framleiða „Sekt“, Ítalir „Asti Spumanti“ og Bandaríkjamenn og Ástralir „sparkling wine“. Kampavín og freyðivín þykir fínna eftir því sem loftbólurnar eru smærri. Þá þykir ekki mjög flott að drekka annað en „brut“, hvort sem um kampa- vín eða freyðivín er að ræða. Kampavín Eins og að drekka stjörnur 24-25-F2lesið 29.12.2004 13:48 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.