Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 52
Listamenn styrkja krabbameinssjúk börn F2 26 30. desember 2004 FIMMTUDAGUR Skrifstofuvörur á tilboði í janúar Ljósritunarpappír, bréfabindi, töflutúss og gatapokar Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Nýr o pnun artím i í ver slun RV: R V 20 26 Mopak ljósritunarpappír 500 blöð í búnti 278.- m.v sk Bréfabindi A4 8cm kjölur A4 5cm kjölur 148.- m .vsk Töflutúss 2mm 4 lita sett 298.- m.v sk Fimmtudagur... ...gott er að enda árið á því að styrkja gott málefni. Tón- leikar til styrktar S t y r k t a r f é l a g i krabbameinssjúkra barna verða haldnir í Háskólabíói í kvöld klukkan 19.30. Þar koma fram margir af bestu og vinsælustu tónlistar- mönnum landsins svo sem Sálin hans Jóns míns, Bubbi Morthens, Paparnir, Birgitta, Nylon, Í svörtum fötum, Á móti sól, Hæsta hendin, Jón Sigurðsson og Kalli Bjarni. ...eftir styrktartónleikana er ekki úr vegi að hrista skankana í síðasta fönk- partíi ársins sem haldið verður á Gauki á Stöng. Þar kemur fram hin alíslenska fönksveit Jagúar ásamt plötusnúðinum Gísla Galdri. ...fyrir þá sem eru meira fyrir neð- anjarðarrokkið má benda á tónleika með áhugaverðum sveitum í Þjóðleik- húskjallaranum. Þar koma fram Kimono, Curver og Siggi Ármann en sá síðast nefndi hitaði upp fyrir Sigur Rós á tónleikaferðalagi fyrir tveimur árum. Föstudagur... ...Fyrir þá sem vilja kveðja árið og fagna nýju með viðeigandi lúðraþyt og orgelleik má benda á síðustu tónleika ársins sem haldnir verða í Hallgríms- kirkju klukkan fimm á föstudag. Þar munu trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson og orgelleikarinn Hörður Áskelsson koma fram. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Pezel, Vivaldi, Holloway, Bach og Albinoni/Giazotto. ...annars verður af nægu að taka á áramótadansleikjum í kvöld. Páll Ósk- ar treður upp á Nasa ásamt gestadúett- inum Þú og ég, Sálin hans Jóns míns skemmtir á Hótel Íslandi á aðalsviðinu en þar leika einnig plötusnúðarnir Exos, Knob, Ingvi, B-Ruff og Stef. ...þeir sem vilja fara út á land og fagna áramótunum þar má benda á dansleiki með Bjórbandinu í Hvíta húsinu á Selfossi og hinum endurvöktu Vinum vors og blóma sem leika í Sjallanum á Akureyri. Laugardagur... ...nýársfagnaður verður haldinn að venju í Súlnasal á Hótel Sögu. Þar verður boðið upp á þríréttaða veislu- máltíð og ýmis skemmtiatriði. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir er veislustjóri, Valgerður Bjarnadóttir ræðumaður kvöldsins en Gylfi Gunnars og Halldór Gunnars munu stjórna fjöldasöng. Skemmtiatriðin eru í höndum Didda fiðlu og Ólafs Kjartans en sjálfir Hljómar leika fyrir dansi fram eftir kvöldi. ...nýju ári getur verið gott að fagna með heljarinnar dansiballi á Players í Kópavogi þar sem hinir stórskemmti- legu Papar skemmta. Fáar sveitir eru betur til þess fallnar að hrista upp í nýju ári með góðu balli en Paparnir sem hafa selt heilu bílfarmana af plötum síðustu ár. ...nýju ári getur einnig verið gott að fagna á dansleik í Klúbbnum við Gullinbrú þar sem hljómsveitin Sixties leikur fyrir dansi. Sveitin mun að öllum líkindum taka gamla slagara á borð við Vor í Vaglaskógi. 3 dagar... Margar af vinsælustu hljómsveitum og tónlistarmönnum landsins koma fram á tónleikum til styrktar Styrkt- arfélagi krabbameinsjúkra barna í Háskólabíói í kvöld. Þetta er sjötta árið í röð sem tónleikarnir eru haldnir og hafa safnast rúmar tvær milljónir á hverjum tónleikum. Sálin hans Jóns míns hefur leikið á öllum tónleikunum frá upphafi. „Það er orðið svolítið vandræðalegt að hringja í Stefán Hilmarsson og láta hann vita af tónleikunum. Ég ætlast ekki til þess að þeir spili en læt þá vita hvenær þeir verða og þeir hafa alltaf verið boðnir og búnir til að koma,“ segir Einar Bárðarson, skipu- leggjandi tónleikanna. „Sálin hans Jóns míns er vinsælasta og eftir- sóttasta sveit landsins og gæti rukkað mikið inn fyrir svona tónleika en þeir gefa alltaf vinnu sína,“ segir Einar og bætir við að allir sem koma að tón- leikunum geri slíkt hið sama. „Lista- menn og aðrir sem koma að tónleik- unum treysta því að peningarnir fari á réttan stað og við höfum alltaf haft þann háttinn á að við afhendum peningana á staðnum enda ekkert sem við þurfum að gera upp.“ Einar segir að góð stemning hafi myndast á tónleikunum síðustu ár, bæði hjá gestum og flytjendum. „Það væri ekki hægt að standa að þessum tónleikum ef það væri ekki fyrir lista- mennina sem og nafna minn á Selfossi, Einar Björnsson. Hann skutlast alltaf með hljóðkerfið sitt í bæinn og setur það upp. Sömu sögu er að segja af Háskólabíói sem lánar húsið frítt undir tónleikana.“ Þeir sem koma fram eru Bubbi Morthens, Paparnir, Birgitta Hauk- dal, Nylon, Í svörtum fötum, Á móti sól, Sálin hans Jóns míns, Hæsta hendin og Idolstjörnurnar Jón Sigurðsson og Kalli Bjarni. Það eru Concert, Stöð 2, Bylgjan, EB hljóðkerfi og Háskólabíó sem standa fyrir tónleikunum. BÍÓ Á nýársdag verður frumsýnd ævintýra- myndin National Treasure með Nicolas Cage í að- alhlutverki. Hún fjallar um fjársjóðsleitarann Benjamin Franklin Gates sem leitar fjársjóðs sem margir telja að sé ekki til. Eftir mikla leit finnur hann fjársjóðskort aftan á skjali sem hefur að geyma sjálfstæðisyfirlýs- ingu Bandaríkjanna. Það sem Gates hélt að væri lokapúslið í púsluspil- inu er þvert á móti aðeins byrjunin á miklum ævintýrum. Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Sean Bean, Diane Kruger, Christopher Plummer, Jon Voight og Harvey Keitel. Leikstjóri: John Turtletaub sem á m.a. að baki myndirnar Cool Runnings, Phenomenon og The Kid. Orðspor: Myndin fær ágæta dóma og hefur verið líkt við hinar feykivinsælu Indiana Jones-myndir með Harrison Ford í aðalhlutverki. 26-27-F2lesið 29.12.2004 15:00 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.