Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 63
FIMMTUDAGUR 30. desember 2004 23 Fyrstir á markað Lyfjafyrirtækið Actavis tilkynnti í gær að það hefði verið fyrst til að setja á markað samheitalyf í Þýskalandi eftir að markaðsleyfi var veitt á Þorláksmessu. Um er að ræða lyf sem notað er gegn háum blóðþrýstingi. Lyfjafyrirtækið Pfizer hafði einkaleyfi á lyfinu, Quinapril HCT, en það rann út í apríl. Í til- kynningu Actavis segir að gert sé ráð fyrir að lyfið verði í hópi 10 til 15 söluhæstu lyfja til þriðja aðila á árinu. Haft er eftir Guðbjörgu Eddu Eggertsdóttur hjá Actavis að nú þegar hafi 25 milljónir taflna verið seldar og að um sé að ræða góða viðbót við vöruúrval Actavis. - þk Ágreiningur við Bjarna Ármannsson forstjóra tilgreindur sem ástæða. Jón Þórisson, sem gegnt hefur starfi aðstoðarforstjóra Íslands- banka, hætti skyndilega störfum í gær. Í tilkynningu frá Íslands- banka segir að ágreiningur hafi orðið á milli hans og Bjarna Ár- mannssonar forstjóra sem ekki hafi verið hægt að brúa. „Þetta kom mér á óvart. Ég er ekki sammála því að ekki hafi verið hægt að brúa þennan ágreining,“ segir Jón. Hann sendi tölvupóst á starfs- menn Íslandsbanka skömmu áður en tilkynning um ákvörðunina barst frá Bjarna Ármannssyni. Nokkrir hlutir voru nefndir sem ástæða starfslokanna en um nokk- urt skeið hefur ekki verið trúnað- ur milli Bjarna og Jóns. Nokkrir flokkadrættir hafa átt sér stað innan hluthafahóps Ís- landsbanka á liðnu ári. Skortur á trausti milli forstjórans og aðstoð- arforstjórans er talinn endur- spegla þær deilur. Nú hafa stuðningsmenn Bjarna í stjórn bankans náð undirtökum og uppsögn Jóns í gær undirstrik- ar að Bjarni hefur tögl og hagldir í rekstri bankans. Óskað hefur verið eftir banka- ráðsfundi í kjölfar uppsagnarinn- ar en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki líklegt að margir stjórnarmenn geri athuga- semd við ákvörðun Bjarna um að Jón hætti störfum. Nokkur mikilvæg svið í starf- semi bankans heyrðu undir Jón og má búast við að ákvarðanir um skipulagsbreytingar í kjölfar upp- sagnar hans verði teknar innan skamms. - þk Aðstoðarforstjóri Íslandsbanka víkur JÓN ÞÓRISSON Segir að ákvörðun um uppsögn hafi komið sér á óvart og er ósammála forstjóra Íslands- banka um að ágreiningur þeirra hafi verið óleysanlegur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M 62-63 (22-23) Samskip-Landfl 29.12.2004 19:19 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.